Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur

Fréttamynd

Krefja þurfi flokkana um endur­greiðslu þó að það þýði gjald­þrot

Hæstaréttarlögmaður er ósammála tveimur lögfræðiálitum sem hafi verið útbúin að beiðni fjármála- og efnahagsráðuneytisins um framlög til stjórnmálaflokka. Hann telur ótvírætt að ráðherra beri skylda til að innheimta fjármuni sem greiddir voru úr ríkissjóði þrátt fyrir að flokkar hafi ekki uppfyllt skilyrði laga fyrir slíkum greiðslum.

Innlent
Fréttamynd

Endur­greiðsla og mögu­legt gjald­þrot flokkanna and­stætt mark­miðum laganna

Stjórnmálaflokkar verða ekki krafðir um endurgreiðslu á hundruðum milljóna króna styrkjum þrátt fyrir að þeir hafi ekki uppfyllt lagaskilyrði um að vera skráðir sem stjórnmálasamtök. Fjármálaráðherra tók þessa ákvörðun á grunni tveggja álitsgerða en hann segir fjármálaráðuneytið hafa brugðist skyldum sínum og að krafa um endurgreiðslu myndi ganga gegn markmiðum laga um styrkina.

Innlent
Fréttamynd

Að­stoðar­mennirnir og ástin

Ráðherrar ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur hafa verið að ráða sér aðstoðarmenn undanfarnar vikur. Í einhverjum tilfellum má segja að ekki sé leitað langt yfir skammt.  Sumir aðstoðarmenn tengjast ráðherrum sökum þess að ástarguðinn Amor skaut örvum sínum og hitti beint í mark.

Lífið
Fréttamynd

Jóhann Páll gengur í stað Ölmu

Ákveðið hefur verið að Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, verði staðgengill Ölmu Möller, heilbrigðisráðherra, í málum sem varða fyrri störf hennar sem landlæknir.

Innlent
Fréttamynd

Verða ekki krafin um endur­greiðslu

Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segir að ráðuneytið hafi brugðist vegna styrkveitinga til stjórnmálasamtaka, sem voru ekki rétt skráð samkvæmt lagabreytingum frá 2022. Ekki séu þó forsendur fyrir endurgreiðslukröfu. 

Innlent
Fréttamynd

„Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, segir engan á vegum ráðuneytisins hafa lagt fram launahækkun í kjaraviðræðum kennara og veltir hún fyrir sér hver sé að búa til slíkar sögusagnir. Ráðuneytið hafi þó reynt að liðka fyrir viðræðum með öðrum aðgerðum.

Innlent
Fréttamynd

Skautað fram­hjá ýmsu í til­kynningu mennta­málaráðherra

Þingflokksformenn minnihlutans hafa krafið forsætisráðherra um svör vegna meintra afskipta menntamálaráðuneytisins í kjaraviðræðum kennara. Ráðuneytið þvertekur fyrir að ráðherra eða annar starfsmaður hafi boðið eða gefið vilyrði um launahækkun til kennara.

Innlent
Fréttamynd

Stefnu­ræðu frestað til mánu­dags

Stefnuræðu Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra hefur verið frestað til mánudagsins 10. febrúar og hefjast regluleg þingstörf degi síðar. Ræðuna átti að halda í gærkvöldi en var frestað vegna rauðrar viðvörunar og hættustigs.

Innlent
Fréttamynd

Ríkis­stjórnin þarf að­hald

Ný ríkisstjórn kappkostar að ná frumkvæði í umræðunni og nú síðast með því að halda blaðamannafund um þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar líkt og um tímamót væri að ræða. Reyndar er það svo samkvæmt þingskapalögum að þingmálaskrá skal dreift um leið og stefnuræðu forsætisráðherra við þingsetningu. 

Skoðun
Fréttamynd

For­maður BÍ æfur vegna um­mæla Sigur­jóns

Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar, segist standa við orð sín þess efnis að hann telji vert að lækka styrk ríkisins til Morgunblaðsins. Ýmsir hafa gert athugasemdir við þau orð hans og samhengið sem þau voru sett fram í.

Innlent
Fréttamynd

Leigu­bílar eiga að vera al­mennings­sam­göngur en ekki neyðar­úr­ræði

Ný ríkisstjórn boðaði í mínum augum mikið fagnaðarerindi fyrr í vikunni með áformum sínum um að ”fara í fyrsta lið í endurskoðun á lögum um leigubíla” og þá sérstaklega “að koma aftur á stöðvarskyldu”. Þar liggur fyrir sóknarfæri að bæta til muna samgöngur með nokkrum pennastrikum og svo gott sem engum tilkostnaði.

Skoðun
Fréttamynd

Er gott að sjávarút­vegur skjálfi á beinunum?

Sjálfbær hagvöxtur, öflug velferð og góð lífskjör byggjast fyrst og síðast á því að þjóðir tryggi varanlegan vöxt útflutningsverðmæta. Það þarf með öðrum orðum að skapa meiri verðmæti í framtíð en fortíð ef við viljum auka hagsæld okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykja­víkur­flug­velli

Isavia bíður með að færa flugvallargirðingu í Skerjafirði þar til nýr samgönguráðherra hefur tekið afstöðu til þess hvort svæðið umdeilda verði afhent Reykjavíkurborg til nýrra húsbygginga. Ráðherrann segir alveg á hreinu að ekkert verði gert sem grafi undan tilvist Reykjavíkurflugvallar.

Innlent