Stj.mál Samfylkingin vanbúin síðast Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að Samfylkingin hafi farið vanbúin í kosningabaráttuna fyrir síðustu kosningar, stefnuvinnu hafi ekki verið gefinn nægur gaumur. Samfylkinguna hafi því skort trúverðugleika. Hún leggur til stofnun skuggaráðuneyta. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:14 Vopnahléið enn við lýði Leiðtogi Hamas-samtakanna segir að vopnahlé á milli Ísraels og Palestínu sé enn við lýði þrátt fyrir ofbeldi og árásir undanfarinna daga. Sem fyrr er ofbeldi á báða bóga réttlætt með því að hinn aðilinn hafi átt fyrsta leikinn. Innlent 13.10.2005 19:14 Kosningar gætu eflt Samfylkinguna Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði í ræðu sinni á landsfundi flokksins í dag að þúsundir hefðu gengið til liðs við Samfylkinguna vegna formannskosninganna. Kosningarnar gætu því markað tímamót og eflt flokkinn til langframa. Innlent 13.10.2005 19:14 Æðra stjórnvald stjórni ekki Yfirvöld eiga ekki að skipta sér af ættleiðingarferli ef barnaverndarnefnd hefur skorið úr um hvort einhver sé hæfur til að ættleiða eða ekki. Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, um mál Lilju Sæmundsdóttur sem hefur verið hafnað um að fá að ættleiða vegna þess að hún þykir of feit. Innlent 13.10.2005 19:14 Vill ekki rannsókn á atburðunum Islam Karimov, forseti Úsbekistan, er mótfallinn því að alþjóðastofnanir fari ofan í kjölinn á atburðum í borginni Andijan undanfarna daga. Að sögn talsmanna Sameinuðu þjóðanna telur Karimov nóg að fjölmiðlafólk og starfsmenn alþjóðastofnana hafi fengið að heimsækja borgina á miðvikudaginn. Innlent 13.10.2005 19:14 Búist við sigri Ingibjargar Búist er við því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir beri sigurorð af sitjandi formanni, Össuri Skarphéðinssyni, í formannskosningu Samfylkingarinnar. Úrslit verða kynnt á hádegi í dag á landsfundi flokksins. Talið er að þrír muni gefa kost á sér í varaformanninn, Ágúst Ólafur Ágústsson, Lúðvík Bergvinsson og Björgvin G. Sigurðsson. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:14 Gætu unnið náið saman Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur segir að pólitísk framtíð þess sem verður undir í formannskjöri Samfylkingarinnar ráðist meðal annars af því hversu afgerandi úrslitin verða. Ef það verður mjótt á mununum gæti orðið um nánari samvinnu að ræða. Hann segir litla þátttöku í kosningunum skýrast af því að fleiri séu skráðir í stjórnmálaflokka en kæri sig um. Innlent 13.10.2005 19:14 Leggjum niður allar deilur Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, talaði fyrir sáttum fylkinga innan flokksins að loknum formannsslagnum. Tímabilið fram að næstu kosningum verði hið mikilvægasta í sögu flokksins. Flokkurinn ætli sér að verða stærsti flokkurinn í næstu kosningum. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:14 Ekki kosið aftur um stjórnarskrána Hafni Frakkar stjórnarskrá Evrópusambandsins verður hún ekki lögð í dóm kjósenda á nýjan leik með breyttu sniði. Þetta segir Jean Claude Junker, forsætisráðherra Lúxemborgar og núverandi forseti Evrópusambandsins. Innlent 13.10.2005 19:14 Spurning um reynslu og bakgrunn "Ég tel mig hafa þá reynslu, þekkingu og getu sem þarf til að takast á við þetta verkefni. Ég tel að hún muni nýtast mjög vel," segir Lúðvík Bergvinsson þingmaður, sem hefur gefið kost á sér í embætti varaformanns Samfylkingar. Innlent 13.10.2005 19:14 Endalok stjórnarskrár ESB? Forseti Evrópusambandsins segir að hafni Frakkar stjórnarskrá Evrópusambandsins þýði það endalok hennar. Tuttugu og fimm háttsettir stjórnmálamenn frá allri Evrópu hafa verið fengnir til Frakklands til þess að hjálpa stjórnvöldum í landinu við að telja almenningi trú um ágæti stjórnarskrárinnar. Erlent 13.10.2005 19:14 Tveir samningar undirritaðir Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra, hefur undirritað tvo samstarfssamninga á sviði umhverfismála við kínversk yfirvöld. Samningarnir eru á sviði jarðskjálftavár og umhverfisverndar og koma í kjölfar tveggja funda sem Sigríður átti í Kína. Innlent 13.10.2005 19:14 Afmælis kosningaréttar minnst „Konur viðurkenndar löglegir borgarar þjóðfélagsins.“ Þetta var fyrirsögnin á grein Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í <em>Kvennablaðinu</em> um þær gleðifregnir sem bárust frá Kaupmannahöfn sumarið 1915 að konum hefði verið veittur kosningaréttur og kjörgengi til Alþingis. Í ár eru liðin níutíu ár frá þessum tímamótum og því er fagnað með ýmsum hætti. Innlent 13.10.2005 19:14 Lægst skattbyrði á Norðurlöndum Skattbyrði á Íslandi er lægri en annars staðar á Norðurlöndum en hærri en í sumum öðrum ríkjum Vestur-Evrópu. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu OECD um skattbyrði einstaklinga á árinu 2004, sem vefrit fjármálaráðuneytisins fjallar um í dag. Skattar á meðaltekjur einstaklinga á Íslandi, að frádregnum tekjutilfærslum, mældust 25,7 prósent af heildartekjum. Innlent 13.10.2005 19:14 Atkvæðagreiðslu lýkur í dag Frestur til að skila inn atkvæðum í formannskjöri Samfylkingarinnar rennur út klukkan sex í kvöld. Þeir seðlar sem berast eftir þann tíma verða ekki taldir með. Innlent 13.10.2005 19:14 Helmingsþátttaka í formannskjöri Kosningu í formannskjöri Samfylkingarinnar lauk klukkan sex í gærkvöldi en þá höfðu rúmlega 11.000 atkvæði borist kjörstjórn flokksins. Innlent 13.10.2005 19:14 Aðeins eitt álver vegna mengunar Aðeins er svigrúm fyrir eitt stórt álver í viðbót á Íslandi til ársins 2012 samkvæmt íslenska sérákvæðinu í Kyoto-bókuninni. Þetta er talið ýta undir álverskapphlaupið sem nú er hafið. Valdið til að úthluta mengunarkvótanum er í höndum iðnaðarráðherra. Innlent 13.10.2005 19:14 Gunnar hvattur til að segja af sér Frambjóðendur og stuðningsmenn Frjálslynda flokksins í Suðvesturkjördæmi, kjördæmi Gunnars Arnar Örlygssonar, hvetja hann til að segja af sér þingmennsku. Þetta kemur fram í ályktun frambjóðenda og stuðningsmanna flokksins fyrir síðustu kosningar í kjördæminu. Þar er harmað að Gunnar hafi snúið baki við félögum sínum og gengið í Sjálfstæðisflokkinn en með þeirri gjörð hafi hann fyrirgert því trausti sem til hans hafi verið borið. Innlent 13.10.2005 19:13 Rúmlega 11 þúsund kusu formann Frestur til að kjósa formann Samfylkingarinnar og skila atkvæðinu rann út nú klukkan sex. Alls bárust rúmlega 11 þúsund atkvæði en úrslit verða birt á hádegi á laugardaginn. Innlent 13.10.2005 19:14 Fáar konur í stjórnum innan ASÍ Konur skipa aðeins níu af 66 stjórnarsætum í þeim landssamböndum sem aðild eiga að Alþýðusambandi Íslands. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar nema í stjórnmála- og viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Innlent 13.10.2005 19:14 Húsavík sé eðlilegur fyrsti kostur Iðnaðarráðherra segir eðlilegt að horft sé fyrst til Húsavíkur við staðarval álvers á Norðurlandi vegna mikillar orku sem finnst í Þingeyjarsýslu. Hún segir ástæðu til að ræða hvort svigrúm sé bæði til byggingar nýs álvers á Suðurnesjum og stækkunar í Straumsvík. Vinstri - grænir vilja að stóriðjuviðræður verði stöðvaðar fram yfir næstu þingkosningar. Innlent 13.10.2005 19:13 Ísland beini kröftum að Taívan Einar K. Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir skrúðmælgi þá sem Kínverjar hella yfir forseta Íslands um mannréttindamál óskaplega hræsnisfullt tal. Hann vill að Íslendingar beini kröftum sínum og athygli í auknum mæli að Taívan. Innlent 13.10.2005 19:13 Hyggjast fjölga íbúum í Sandgerði Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar setti í dag af stað átak til að fjölga íbúum í bænum. Íbúar í Sandgerðisbæ eru nú rúmlega 1.400 og er markmiðið með átakinu að þeim fjölgi í að minnsta kosti tvö þúsund fyrir lok næsta kjörtímabils. Innlent 13.10.2005 19:13 Vara við óheftri stóriðju Þingflokkur Vinstri-hreyfingarinnar - græns framboðs hefur sent frá sér ályktun þar sem varað er við því að halda áfram á braut óheftrar stóriðju á landinu. Mælst er til þess að öllum frekari stóriðjuskuldbindingum verði frestað fram yfir næstu kosningar. Vinstri - grænir segja stjórnvöld nú kynda undir hömlulausri útþenslu stóriðju og telja ruðningsáhrifin af þeirri þróun á aðra hluta atvinnulífsins verða alvarleg. Innlent 13.10.2005 19:13 Frítekjumark LÍN afnumið Frítekjumark verður afnumið á næsta skólaári, samkvæmt nýsamþykktum breytingum stjórnar Lánasjóðs íslenskra námsmanna á úthlutunarreglum. Í tilkynningu frá námsmannahreyfingunum segir að um 85 prósent námsmanna muni njóta góðs af þessari breytingu auk þess sem hún hefur í för með sér auðveldari endurkomu í nám fyrir fólk á vinnumarkaði þar sem tekjusvigrúm hefur aukist. Innlent 13.10.2005 19:13 Formannsslagur og framtíðarsýn Stefán Jón Hafstein, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, telur að framtíðarsýn og hugmyndafræði jafnaðarmanna hafi ekki notið sín sem skyldi í baráttunni um formannsstólinn í Samfykingunni undanfarna mánuði. Hann kveðst ganga lengra í ályktunum en framtíðarhópur flokksins og skilgreinir sig sem róttækan endurskoðunarsinna. Innlent 13.10.2005 19:13 Ráðherra gangi erinda Norðlendinga Ýmislegt virðist vera að gerast í álmálum þessa dagana. Alcoa hefur lýst yfir áhuga á að reisa álver á Norðurlandi og verið er að stofna félög bæði með og á móti stóriðju í Eyjafirði. Sjálfstæðismenn á Suðurnesjum eru ósáttir við iðnaðarráðherra en þeir telja ráðherrann eingöngu ganga erinda Norðlendinga. Innlent 13.10.2005 19:13 Deilt um fjögur 19. aldar hús Meirihluti borgarstjórnar samþykkti á fundi sínum í gær að vísa tillögu Ólafs M. Magnússonar, borgarfulltrúa F-lista, um að dregnar verði tilbaka heimildir til að rífa niður fjögur 19. aldar hús við Laugaveg til skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Allir fulltrúar R-listans samþykktu þetta gegn mótatkvæði Ólafs, sem telur að með þessu sé í raun verið að vísa málinu frá eins og gert hafi verið í mars síðastliðnum. Innlent 13.10.2005 19:13 Á von á meira lýðræði í Kína Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands telur að Kína muni taka upp lýðræðislega stjórnarhætti innan tíðar. Hann ræddi við nemendur í Peking-háskóla í dag og minnti þá á að valdið væri þeirra. Innlent 13.10.2005 19:13 Segir kínverska ráðamenn hræsnara Einar K. Guðfinnsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, er lítt hrifinn af auknum samskiptum íslenskra ráðamanna við Kínastjórn. Hann segir á heimasíðu sinni að það sé óskaplega hræsnisfullt tal þegar kínverskir ráðamenn lofi forseta Íslands öllu fögru í mannréttindamálum. Innlent 13.10.2005 19:13 « ‹ 102 103 104 105 106 107 108 109 110 … 187 ›
Samfylkingin vanbúin síðast Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að Samfylkingin hafi farið vanbúin í kosningabaráttuna fyrir síðustu kosningar, stefnuvinnu hafi ekki verið gefinn nægur gaumur. Samfylkinguna hafi því skort trúverðugleika. Hún leggur til stofnun skuggaráðuneyta. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:14
Vopnahléið enn við lýði Leiðtogi Hamas-samtakanna segir að vopnahlé á milli Ísraels og Palestínu sé enn við lýði þrátt fyrir ofbeldi og árásir undanfarinna daga. Sem fyrr er ofbeldi á báða bóga réttlætt með því að hinn aðilinn hafi átt fyrsta leikinn. Innlent 13.10.2005 19:14
Kosningar gætu eflt Samfylkinguna Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði í ræðu sinni á landsfundi flokksins í dag að þúsundir hefðu gengið til liðs við Samfylkinguna vegna formannskosninganna. Kosningarnar gætu því markað tímamót og eflt flokkinn til langframa. Innlent 13.10.2005 19:14
Æðra stjórnvald stjórni ekki Yfirvöld eiga ekki að skipta sér af ættleiðingarferli ef barnaverndarnefnd hefur skorið úr um hvort einhver sé hæfur til að ættleiða eða ekki. Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, um mál Lilju Sæmundsdóttur sem hefur verið hafnað um að fá að ættleiða vegna þess að hún þykir of feit. Innlent 13.10.2005 19:14
Vill ekki rannsókn á atburðunum Islam Karimov, forseti Úsbekistan, er mótfallinn því að alþjóðastofnanir fari ofan í kjölinn á atburðum í borginni Andijan undanfarna daga. Að sögn talsmanna Sameinuðu þjóðanna telur Karimov nóg að fjölmiðlafólk og starfsmenn alþjóðastofnana hafi fengið að heimsækja borgina á miðvikudaginn. Innlent 13.10.2005 19:14
Búist við sigri Ingibjargar Búist er við því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir beri sigurorð af sitjandi formanni, Össuri Skarphéðinssyni, í formannskosningu Samfylkingarinnar. Úrslit verða kynnt á hádegi í dag á landsfundi flokksins. Talið er að þrír muni gefa kost á sér í varaformanninn, Ágúst Ólafur Ágústsson, Lúðvík Bergvinsson og Björgvin G. Sigurðsson. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:14
Gætu unnið náið saman Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur segir að pólitísk framtíð þess sem verður undir í formannskjöri Samfylkingarinnar ráðist meðal annars af því hversu afgerandi úrslitin verða. Ef það verður mjótt á mununum gæti orðið um nánari samvinnu að ræða. Hann segir litla þátttöku í kosningunum skýrast af því að fleiri séu skráðir í stjórnmálaflokka en kæri sig um. Innlent 13.10.2005 19:14
Leggjum niður allar deilur Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, talaði fyrir sáttum fylkinga innan flokksins að loknum formannsslagnum. Tímabilið fram að næstu kosningum verði hið mikilvægasta í sögu flokksins. Flokkurinn ætli sér að verða stærsti flokkurinn í næstu kosningum. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:14
Ekki kosið aftur um stjórnarskrána Hafni Frakkar stjórnarskrá Evrópusambandsins verður hún ekki lögð í dóm kjósenda á nýjan leik með breyttu sniði. Þetta segir Jean Claude Junker, forsætisráðherra Lúxemborgar og núverandi forseti Evrópusambandsins. Innlent 13.10.2005 19:14
Spurning um reynslu og bakgrunn "Ég tel mig hafa þá reynslu, þekkingu og getu sem þarf til að takast á við þetta verkefni. Ég tel að hún muni nýtast mjög vel," segir Lúðvík Bergvinsson þingmaður, sem hefur gefið kost á sér í embætti varaformanns Samfylkingar. Innlent 13.10.2005 19:14
Endalok stjórnarskrár ESB? Forseti Evrópusambandsins segir að hafni Frakkar stjórnarskrá Evrópusambandsins þýði það endalok hennar. Tuttugu og fimm háttsettir stjórnmálamenn frá allri Evrópu hafa verið fengnir til Frakklands til þess að hjálpa stjórnvöldum í landinu við að telja almenningi trú um ágæti stjórnarskrárinnar. Erlent 13.10.2005 19:14
Tveir samningar undirritaðir Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra, hefur undirritað tvo samstarfssamninga á sviði umhverfismála við kínversk yfirvöld. Samningarnir eru á sviði jarðskjálftavár og umhverfisverndar og koma í kjölfar tveggja funda sem Sigríður átti í Kína. Innlent 13.10.2005 19:14
Afmælis kosningaréttar minnst „Konur viðurkenndar löglegir borgarar þjóðfélagsins.“ Þetta var fyrirsögnin á grein Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í <em>Kvennablaðinu</em> um þær gleðifregnir sem bárust frá Kaupmannahöfn sumarið 1915 að konum hefði verið veittur kosningaréttur og kjörgengi til Alþingis. Í ár eru liðin níutíu ár frá þessum tímamótum og því er fagnað með ýmsum hætti. Innlent 13.10.2005 19:14
Lægst skattbyrði á Norðurlöndum Skattbyrði á Íslandi er lægri en annars staðar á Norðurlöndum en hærri en í sumum öðrum ríkjum Vestur-Evrópu. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu OECD um skattbyrði einstaklinga á árinu 2004, sem vefrit fjármálaráðuneytisins fjallar um í dag. Skattar á meðaltekjur einstaklinga á Íslandi, að frádregnum tekjutilfærslum, mældust 25,7 prósent af heildartekjum. Innlent 13.10.2005 19:14
Atkvæðagreiðslu lýkur í dag Frestur til að skila inn atkvæðum í formannskjöri Samfylkingarinnar rennur út klukkan sex í kvöld. Þeir seðlar sem berast eftir þann tíma verða ekki taldir með. Innlent 13.10.2005 19:14
Helmingsþátttaka í formannskjöri Kosningu í formannskjöri Samfylkingarinnar lauk klukkan sex í gærkvöldi en þá höfðu rúmlega 11.000 atkvæði borist kjörstjórn flokksins. Innlent 13.10.2005 19:14
Aðeins eitt álver vegna mengunar Aðeins er svigrúm fyrir eitt stórt álver í viðbót á Íslandi til ársins 2012 samkvæmt íslenska sérákvæðinu í Kyoto-bókuninni. Þetta er talið ýta undir álverskapphlaupið sem nú er hafið. Valdið til að úthluta mengunarkvótanum er í höndum iðnaðarráðherra. Innlent 13.10.2005 19:14
Gunnar hvattur til að segja af sér Frambjóðendur og stuðningsmenn Frjálslynda flokksins í Suðvesturkjördæmi, kjördæmi Gunnars Arnar Örlygssonar, hvetja hann til að segja af sér þingmennsku. Þetta kemur fram í ályktun frambjóðenda og stuðningsmanna flokksins fyrir síðustu kosningar í kjördæminu. Þar er harmað að Gunnar hafi snúið baki við félögum sínum og gengið í Sjálfstæðisflokkinn en með þeirri gjörð hafi hann fyrirgert því trausti sem til hans hafi verið borið. Innlent 13.10.2005 19:13
Rúmlega 11 þúsund kusu formann Frestur til að kjósa formann Samfylkingarinnar og skila atkvæðinu rann út nú klukkan sex. Alls bárust rúmlega 11 þúsund atkvæði en úrslit verða birt á hádegi á laugardaginn. Innlent 13.10.2005 19:14
Fáar konur í stjórnum innan ASÍ Konur skipa aðeins níu af 66 stjórnarsætum í þeim landssamböndum sem aðild eiga að Alþýðusambandi Íslands. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar nema í stjórnmála- og viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Innlent 13.10.2005 19:14
Húsavík sé eðlilegur fyrsti kostur Iðnaðarráðherra segir eðlilegt að horft sé fyrst til Húsavíkur við staðarval álvers á Norðurlandi vegna mikillar orku sem finnst í Þingeyjarsýslu. Hún segir ástæðu til að ræða hvort svigrúm sé bæði til byggingar nýs álvers á Suðurnesjum og stækkunar í Straumsvík. Vinstri - grænir vilja að stóriðjuviðræður verði stöðvaðar fram yfir næstu þingkosningar. Innlent 13.10.2005 19:13
Ísland beini kröftum að Taívan Einar K. Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir skrúðmælgi þá sem Kínverjar hella yfir forseta Íslands um mannréttindamál óskaplega hræsnisfullt tal. Hann vill að Íslendingar beini kröftum sínum og athygli í auknum mæli að Taívan. Innlent 13.10.2005 19:13
Hyggjast fjölga íbúum í Sandgerði Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar setti í dag af stað átak til að fjölga íbúum í bænum. Íbúar í Sandgerðisbæ eru nú rúmlega 1.400 og er markmiðið með átakinu að þeim fjölgi í að minnsta kosti tvö þúsund fyrir lok næsta kjörtímabils. Innlent 13.10.2005 19:13
Vara við óheftri stóriðju Þingflokkur Vinstri-hreyfingarinnar - græns framboðs hefur sent frá sér ályktun þar sem varað er við því að halda áfram á braut óheftrar stóriðju á landinu. Mælst er til þess að öllum frekari stóriðjuskuldbindingum verði frestað fram yfir næstu kosningar. Vinstri - grænir segja stjórnvöld nú kynda undir hömlulausri útþenslu stóriðju og telja ruðningsáhrifin af þeirri þróun á aðra hluta atvinnulífsins verða alvarleg. Innlent 13.10.2005 19:13
Frítekjumark LÍN afnumið Frítekjumark verður afnumið á næsta skólaári, samkvæmt nýsamþykktum breytingum stjórnar Lánasjóðs íslenskra námsmanna á úthlutunarreglum. Í tilkynningu frá námsmannahreyfingunum segir að um 85 prósent námsmanna muni njóta góðs af þessari breytingu auk þess sem hún hefur í för með sér auðveldari endurkomu í nám fyrir fólk á vinnumarkaði þar sem tekjusvigrúm hefur aukist. Innlent 13.10.2005 19:13
Formannsslagur og framtíðarsýn Stefán Jón Hafstein, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, telur að framtíðarsýn og hugmyndafræði jafnaðarmanna hafi ekki notið sín sem skyldi í baráttunni um formannsstólinn í Samfykingunni undanfarna mánuði. Hann kveðst ganga lengra í ályktunum en framtíðarhópur flokksins og skilgreinir sig sem róttækan endurskoðunarsinna. Innlent 13.10.2005 19:13
Ráðherra gangi erinda Norðlendinga Ýmislegt virðist vera að gerast í álmálum þessa dagana. Alcoa hefur lýst yfir áhuga á að reisa álver á Norðurlandi og verið er að stofna félög bæði með og á móti stóriðju í Eyjafirði. Sjálfstæðismenn á Suðurnesjum eru ósáttir við iðnaðarráðherra en þeir telja ráðherrann eingöngu ganga erinda Norðlendinga. Innlent 13.10.2005 19:13
Deilt um fjögur 19. aldar hús Meirihluti borgarstjórnar samþykkti á fundi sínum í gær að vísa tillögu Ólafs M. Magnússonar, borgarfulltrúa F-lista, um að dregnar verði tilbaka heimildir til að rífa niður fjögur 19. aldar hús við Laugaveg til skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Allir fulltrúar R-listans samþykktu þetta gegn mótatkvæði Ólafs, sem telur að með þessu sé í raun verið að vísa málinu frá eins og gert hafi verið í mars síðastliðnum. Innlent 13.10.2005 19:13
Á von á meira lýðræði í Kína Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands telur að Kína muni taka upp lýðræðislega stjórnarhætti innan tíðar. Hann ræddi við nemendur í Peking-háskóla í dag og minnti þá á að valdið væri þeirra. Innlent 13.10.2005 19:13
Segir kínverska ráðamenn hræsnara Einar K. Guðfinnsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, er lítt hrifinn af auknum samskiptum íslenskra ráðamanna við Kínastjórn. Hann segir á heimasíðu sinni að það sé óskaplega hræsnisfullt tal þegar kínverskir ráðamenn lofi forseta Íslands öllu fögru í mannréttindamálum. Innlent 13.10.2005 19:13