Stj.mál Lítill drengskapur Gunnars "Það er augljóst mál, að þingmaður sem nú vill styðja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks undir forystu Halldórs Ásgrímssonar, á ekki heima í Frjálslynda flokknum," segir í yfirlýsingu sem samþykkt var á fundi miðstjórnar Frjálslynda flokksins um ákvörðun Gunnars Örlygssonar að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Innlent 13.10.2005 19:12 Vara Írana við Stjórnvöld í Frakklandi, Bretlandi og Þýskalandi vöruðu Írana við því í dag að halda áfram kjarnorkutilraunum sínum; að öðrum kosti myndu ríkin ganga í lið með Bandaríkjamönnum í því að fá leyfi frá Sameinuðu þjóðunum til að grípa til nauðsynlegra aðgerða. Erlent 13.10.2005 19:12 Í olíuviðskiptum við Saddam? „Alger fjarstæða og pólitískt þrugl,“ segir breski þingmaðurinn George Galloway en Bandaríkjaþing sakar hann um að hafa hagnast á einkaviðskiptum með olíu fyrir Saddam Hussein. Franskur þingmaður og fyrrverandi ráðherra liggur einnig undir grun. Erlent 13.10.2005 19:12 Þingmenn ekki óþekktarlýður Halldór Blöndal, forseti Alþingis, stýrði sínum síðasta þingfundi í kvöld. Aðspurður hvernig honum væri innanbrjósts fyrir lokasprettinn í starfinu sagði hann það vera mikinn létti yfir því að vorið væri að koma. Hann stefnir á að fara norður í sveitina strax á föstudag þar sem hann ætlar m.a. að ganga um bakka Laxár. Innlent 13.10.2005 19:12 Svik við þúsundir <font face="Helv">Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar mótmælir harðlega ákvörðun um að fresta afgreiðslu frumvarps um afnám fyrninarfrests í kynferðisafbrotamálum. Hann kvaddi sér hljóðs í upphafi þingfundar í gær og vísaði til samkomulags frá því á mánudag þar sem formenn þingflokkanna og forseti alþingis sömdu um þau mál sem skyldi taka af dagskrá.</font> Innlent 13.10.2005 19:12 Ný samkeppnislög Lög um samkeppnismál voru afgreidd frá Alþingi í fyrradag. Lúðvík Bergvinsson, Samfylkingunni, sagði í umræðum um atkvæðagreiðsluna að lagabreytingarnar snerust fyrst og fremst um aðferðir stjórnarflokkanna til að ná pólítískum tökum á sjálfstæðum og óþægilegum stofnunum. Viðskiptaráðherra sagði að stjórnarandstaðan snéri umræðunni á haus. Innlent 13.10.2005 19:12 Óþverralögum var ekki breytt Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna segir slæmt að geta ekki afgreitt lög um meðferð vörsluskatta á því þingi sem nú er lokið. "Flutningsmenn eru úr öllum flokkum. Þetta er blettur á löggjöfinni sem verður að þvo af," sagði Ögmundur í upphafi þingfundar á alþingi í gær. Innlent 13.10.2005 19:12 Þingforseti kveður Halldór Blöndal stýrði sínum síðasta fundi í gær, þegar þingi var slitið, sem forseti Alþingis. Í haust sest Sólveig Pétursdóttir í stól forseta.Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra lagði í gær fram þingsályktunartillögu um frestun þings, svo sem venja er þegar þinghaldinu lýkur, og lauk atkvæðagreiðslum seint í gærkvöldi. Innlent 13.10.2005 19:12 Flokkarnir fá 295 milljónir Hið opinbera styrkir stjórnmálaflokkana um 295 milljónir á ári. Þetta kom fram í nýrri skýrslu forsætisráðherra sem rædd var á Alþingi í dag en þar er ekki tekið á styrkjum fyrirtækja og einstaklinga. Skýrslan var unnin að beiðni Jóhönnu Sigurðardóttur sem sagði að tekið hefði tvö ár að knýja hana í gegn. Innlent 13.10.2005 19:12 Úrsögn vegna ósættis Gunnar Örlygsson þingmaður Frjálslynda flokksins sagði sig úr flokknum í gær og óskaði eftir inngöngu í þingflokk Sjálfstæðisflokksins. Hann gaf út yfirlýsingu um þetta á Alþingi í gærkvöldi. Innlent 13.10.2005 19:12 Fyrningarfrumvarp ekki afgreitt Til snarpra orðaskipta kom á Alþingi fyrir stundu þegar Halldór Blöndal, forseti Alþingis, tilkynnti að framvarp Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingar, um afnám fyrningar á kynferðisbrotum gegn börnum yrði ekki afgreitt fyrir þinghlé eftir að breytingartillaga kom fram frá Jónínu Bjartmarz, þingmanni Framsóknarflokks. Innlent 13.10.2005 19:11 Gunnar yfirgefur frjálslynda Gunnar Örlygsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, hefur ákveðið að ganga úr flokknum og sækja um inngöngu í Sjálfstæðisflokkinn. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir Gunnar hafa skýrt sér frá því í fyrradag að hann teldi ástæðu til að skoða sína stöðu í flokknum; hans staða væru sú að ef til vill væri best fyrir hann að yfirgefa flokkinn. Innlent 13.10.2005 19:11 Búlgarar samþykkja skilyrði ESB Búlgarska þingi samþykkti með miklum meirihluta í morgun skilyrðin sem Evrópusambandið setti fyrir inngöngu landsins í sambandið. Þar með getur þetta fátæka land gengið í hóp hinna auðugu Evrópuþjóða. Búist er við að það gerist árið 2007. Innlent 13.10.2005 19:11 Sakaði stjórnarflokkana um svik Margir þingmenn gagnrýndu í dag að þinghald tæki mið af sauðburði á vorin og göngum og réttum á haustin. Ágúst Ólafur Ágústsson sakaði stjórnarflokkana um svik í morgun þegar frumvarp hans um afnám fyrningar kynferðisbrota fór ekki á dagskrá. Innlent 13.10.2005 19:12 Atkvæði greidd í dag Meirihluti Alþingis samþykkti nú fyrir hádegi að þrjú lagafrumvörp viðskiptaráðherra um breytingar á samkeppnislögum gengju til þriðju umræðu með þeim breytingum sem meirihluti nefndarinnar lagði til. Greidd verða atkvæði um lögin eftir hádegi í dag. Innlent 13.10.2005 19:11 Halldór Blöndal hættir sem forseti Halldór Blöndal stjórnaði sínum síðasta fundi sem þingforseti á Alþingi í gærkvöldi, en hann gefur ekki kost á sér aftur í embættið á hausti komanda. Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri Grænna þakkaði honum samstarfið fyrir hönd þingmanna. Innlent 13.10.2005 19:12 64 látnir, 110 særðir Minnst sextíu og fjórir hafa fallið í valinn og meira en eitt hundrað og tíu manns eru særðir eftir þrjár sjálfsmorðssprengjuárásir í Írak í morgun. Erlent 13.10.2005 19:11 Sendi út viðkvæmar upplýsingar Starfsmanni á skrifstofu Samfylkingarinnar var sagt upp störfum fyrir að hafa brotið trúnað varðandi viðkvæmar upplýsingar um flokksskrá Samfylkingarinnar Innlent 13.10.2005 19:12 Stuðningur mestur á landsbyggðinni Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins er stuðningur við áframhaldandi samstarf R-listans mestur á landsbyggðinni. Stuðningurinn er minnstur meðal stuðningsmanna þeirra flokka sem mynda R-listann á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 13.10.2005 19:12 Tillögur Gunnars felldar Breytingartillögur Gunnars Birgissonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks, við samgönguáætlun samgönguráðherra á árunum 2005 til 2008 voru felldar á Alþingi skömmu fyrir hádegi. Þar er nú verið að ræða samgönguáætlunina. Innlent 13.10.2005 19:11 Tilraun til afvegaleiðingar Fjármálaráðherra hafnar því alfarið að ríkissjóður nýti sér upptöku olíugjalds til tekjuöflunar. Hann segir slíkan málflutning vera tilraun til að villa mönnum sýn og afvegaleiða. Innlent 13.10.2005 19:12 Mótmæli við Alþingishúsið Ungir jafnaðarmenn og ungliðahreyfingar úr öllum flokkum hafa boðað til mótmæla við Alþingishúsið klukkan 17.45 í dag. Ástæðan er ákvörðun forseta þingsins að hleypa ekki í gegnum þingið frumvarpi um afnám fyrningarfrests í kynferðisafbrotum gegn börnum. Innlent 13.10.2005 19:11 Krafa á ríkið vegna þjóðlendumála Fjöldi hreppa á Suðurlandi krefur ríkið um milljónir króna í kostnað vegna þjóðlendumála. Þrátt fyrir að þeir hafi sýnt fram á tiltekinn kostnað vegna lögfræðiaðstoðar úrskurðaði óbyggðanefnd að sá kostnaður væri mun lægri. Innlent 13.10.2005 19:11 Sjálfstæðisflokkur fagnar Gunnari Davíð Oddsson formaður Sjálfstæðisflokksins fagnar inngöngu Gunnars Örlygssonar þingmanns í þingflokk Sjálfstæðisflokksins. Gunnar sagði sig úr Frjálslynda flokknum í kvöld. Innlent 13.10.2005 19:12 82 milljarða dala aukafjárveiting Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í nótt einróma aukafjárveitingu upp á 82 milljarða dollara vegna stríðsreksturs Bandaríkjamanna í Írak og Afganistan og vegna baráttunnar gegn hryðjuverkum í heiminum. Þetta er fimmta aukafjárveitingin vegna hernaðarmála sem er samþykkt í Bandaríkjunum síðan 11. september árið 2001. Erlent 13.10.2005 19:11 Lífstíðarfangelsi komi til greina Bjarni Benediktsson alþingismaður, sem ekki hefur viljað samþykkja frumvarp um afnám fyrningar kynferðisbrota óbreytt, segir aðra leið mögulega, það er að breyta refsiramma þannig að alvarlegustu brotin varði lífstíðarfangelsi. Innlent 13.10.2005 19:11 Ríkið auki skatta með olíugjaldi Ríkið er að auka skattheimtu með nýju olíugjaldi fyrsta júlí, segir Kristján L. Möller alþingismaður. Hann segir virðisaukaskatt og fleira leggjast ofan á eldsneytisverð, gjöld sem ekki renna til vegamála. Kristján segir allan hvata fyrir fólk að fá sér sparneytna og umhverfisvæna dísilbíla horfinn. Innlent 13.10.2005 19:11 Stjórnin næði ekki meirihluta Samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins myndu ríkisstjórnarflokkarnir fá 29 þingmenn af 63 ef boðað yrði til kosninga nú. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur bæta aðeins við sig frá síðustu könnun. Innlent 13.10.2005 19:11 Vantalið í svari utanríkisráðherra Eiríkur Bergmann Einarsson sérfræðingur í Evrópusambandsmálum segir að upplýsingar utanríkisráðherra um samþykkt Evrópusambandsgerða hér á landi séu villandi. Í svari ráðherrans við fyrirspurn Sigurðar Kára Kristjánssonar Sjálfstæðisflokki kom fram að undanfarinn áratug hafi 2527 Evrópusambandsgerðir verið teknar upp í EES samninginn eða aðeins um sex og hálft prósent af heildarfjölda ESB gerða á sama tímabili Innlent 13.10.2005 19:11 Skuldum þjóðartekjur þriggja ára Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, sagði í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í gærkvöldi að viðskiptahalli þjóðarinnar næmi nú um tíu prósentum af þjóðartekjum. Slíkt gæti ekki gengið til eilífðarnóns. Skuldir hefðu vaxið verulega og næmu nú tvöfaldri til þrefaldri vergri þjóðarframleiðslu. Innlent 13.10.2005 19:11 « ‹ 105 106 107 108 109 110 111 112 113 … 187 ›
Lítill drengskapur Gunnars "Það er augljóst mál, að þingmaður sem nú vill styðja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks undir forystu Halldórs Ásgrímssonar, á ekki heima í Frjálslynda flokknum," segir í yfirlýsingu sem samþykkt var á fundi miðstjórnar Frjálslynda flokksins um ákvörðun Gunnars Örlygssonar að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Innlent 13.10.2005 19:12
Vara Írana við Stjórnvöld í Frakklandi, Bretlandi og Þýskalandi vöruðu Írana við því í dag að halda áfram kjarnorkutilraunum sínum; að öðrum kosti myndu ríkin ganga í lið með Bandaríkjamönnum í því að fá leyfi frá Sameinuðu þjóðunum til að grípa til nauðsynlegra aðgerða. Erlent 13.10.2005 19:12
Í olíuviðskiptum við Saddam? „Alger fjarstæða og pólitískt þrugl,“ segir breski þingmaðurinn George Galloway en Bandaríkjaþing sakar hann um að hafa hagnast á einkaviðskiptum með olíu fyrir Saddam Hussein. Franskur þingmaður og fyrrverandi ráðherra liggur einnig undir grun. Erlent 13.10.2005 19:12
Þingmenn ekki óþekktarlýður Halldór Blöndal, forseti Alþingis, stýrði sínum síðasta þingfundi í kvöld. Aðspurður hvernig honum væri innanbrjósts fyrir lokasprettinn í starfinu sagði hann það vera mikinn létti yfir því að vorið væri að koma. Hann stefnir á að fara norður í sveitina strax á föstudag þar sem hann ætlar m.a. að ganga um bakka Laxár. Innlent 13.10.2005 19:12
Svik við þúsundir <font face="Helv">Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar mótmælir harðlega ákvörðun um að fresta afgreiðslu frumvarps um afnám fyrninarfrests í kynferðisafbrotamálum. Hann kvaddi sér hljóðs í upphafi þingfundar í gær og vísaði til samkomulags frá því á mánudag þar sem formenn þingflokkanna og forseti alþingis sömdu um þau mál sem skyldi taka af dagskrá.</font> Innlent 13.10.2005 19:12
Ný samkeppnislög Lög um samkeppnismál voru afgreidd frá Alþingi í fyrradag. Lúðvík Bergvinsson, Samfylkingunni, sagði í umræðum um atkvæðagreiðsluna að lagabreytingarnar snerust fyrst og fremst um aðferðir stjórnarflokkanna til að ná pólítískum tökum á sjálfstæðum og óþægilegum stofnunum. Viðskiptaráðherra sagði að stjórnarandstaðan snéri umræðunni á haus. Innlent 13.10.2005 19:12
Óþverralögum var ekki breytt Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna segir slæmt að geta ekki afgreitt lög um meðferð vörsluskatta á því þingi sem nú er lokið. "Flutningsmenn eru úr öllum flokkum. Þetta er blettur á löggjöfinni sem verður að þvo af," sagði Ögmundur í upphafi þingfundar á alþingi í gær. Innlent 13.10.2005 19:12
Þingforseti kveður Halldór Blöndal stýrði sínum síðasta fundi í gær, þegar þingi var slitið, sem forseti Alþingis. Í haust sest Sólveig Pétursdóttir í stól forseta.Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra lagði í gær fram þingsályktunartillögu um frestun þings, svo sem venja er þegar þinghaldinu lýkur, og lauk atkvæðagreiðslum seint í gærkvöldi. Innlent 13.10.2005 19:12
Flokkarnir fá 295 milljónir Hið opinbera styrkir stjórnmálaflokkana um 295 milljónir á ári. Þetta kom fram í nýrri skýrslu forsætisráðherra sem rædd var á Alþingi í dag en þar er ekki tekið á styrkjum fyrirtækja og einstaklinga. Skýrslan var unnin að beiðni Jóhönnu Sigurðardóttur sem sagði að tekið hefði tvö ár að knýja hana í gegn. Innlent 13.10.2005 19:12
Úrsögn vegna ósættis Gunnar Örlygsson þingmaður Frjálslynda flokksins sagði sig úr flokknum í gær og óskaði eftir inngöngu í þingflokk Sjálfstæðisflokksins. Hann gaf út yfirlýsingu um þetta á Alþingi í gærkvöldi. Innlent 13.10.2005 19:12
Fyrningarfrumvarp ekki afgreitt Til snarpra orðaskipta kom á Alþingi fyrir stundu þegar Halldór Blöndal, forseti Alþingis, tilkynnti að framvarp Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingar, um afnám fyrningar á kynferðisbrotum gegn börnum yrði ekki afgreitt fyrir þinghlé eftir að breytingartillaga kom fram frá Jónínu Bjartmarz, þingmanni Framsóknarflokks. Innlent 13.10.2005 19:11
Gunnar yfirgefur frjálslynda Gunnar Örlygsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, hefur ákveðið að ganga úr flokknum og sækja um inngöngu í Sjálfstæðisflokkinn. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir Gunnar hafa skýrt sér frá því í fyrradag að hann teldi ástæðu til að skoða sína stöðu í flokknum; hans staða væru sú að ef til vill væri best fyrir hann að yfirgefa flokkinn. Innlent 13.10.2005 19:11
Búlgarar samþykkja skilyrði ESB Búlgarska þingi samþykkti með miklum meirihluta í morgun skilyrðin sem Evrópusambandið setti fyrir inngöngu landsins í sambandið. Þar með getur þetta fátæka land gengið í hóp hinna auðugu Evrópuþjóða. Búist er við að það gerist árið 2007. Innlent 13.10.2005 19:11
Sakaði stjórnarflokkana um svik Margir þingmenn gagnrýndu í dag að þinghald tæki mið af sauðburði á vorin og göngum og réttum á haustin. Ágúst Ólafur Ágústsson sakaði stjórnarflokkana um svik í morgun þegar frumvarp hans um afnám fyrningar kynferðisbrota fór ekki á dagskrá. Innlent 13.10.2005 19:12
Atkvæði greidd í dag Meirihluti Alþingis samþykkti nú fyrir hádegi að þrjú lagafrumvörp viðskiptaráðherra um breytingar á samkeppnislögum gengju til þriðju umræðu með þeim breytingum sem meirihluti nefndarinnar lagði til. Greidd verða atkvæði um lögin eftir hádegi í dag. Innlent 13.10.2005 19:11
Halldór Blöndal hættir sem forseti Halldór Blöndal stjórnaði sínum síðasta fundi sem þingforseti á Alþingi í gærkvöldi, en hann gefur ekki kost á sér aftur í embættið á hausti komanda. Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri Grænna þakkaði honum samstarfið fyrir hönd þingmanna. Innlent 13.10.2005 19:12
64 látnir, 110 særðir Minnst sextíu og fjórir hafa fallið í valinn og meira en eitt hundrað og tíu manns eru særðir eftir þrjár sjálfsmorðssprengjuárásir í Írak í morgun. Erlent 13.10.2005 19:11
Sendi út viðkvæmar upplýsingar Starfsmanni á skrifstofu Samfylkingarinnar var sagt upp störfum fyrir að hafa brotið trúnað varðandi viðkvæmar upplýsingar um flokksskrá Samfylkingarinnar Innlent 13.10.2005 19:12
Stuðningur mestur á landsbyggðinni Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins er stuðningur við áframhaldandi samstarf R-listans mestur á landsbyggðinni. Stuðningurinn er minnstur meðal stuðningsmanna þeirra flokka sem mynda R-listann á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 13.10.2005 19:12
Tillögur Gunnars felldar Breytingartillögur Gunnars Birgissonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks, við samgönguáætlun samgönguráðherra á árunum 2005 til 2008 voru felldar á Alþingi skömmu fyrir hádegi. Þar er nú verið að ræða samgönguáætlunina. Innlent 13.10.2005 19:11
Tilraun til afvegaleiðingar Fjármálaráðherra hafnar því alfarið að ríkissjóður nýti sér upptöku olíugjalds til tekjuöflunar. Hann segir slíkan málflutning vera tilraun til að villa mönnum sýn og afvegaleiða. Innlent 13.10.2005 19:12
Mótmæli við Alþingishúsið Ungir jafnaðarmenn og ungliðahreyfingar úr öllum flokkum hafa boðað til mótmæla við Alþingishúsið klukkan 17.45 í dag. Ástæðan er ákvörðun forseta þingsins að hleypa ekki í gegnum þingið frumvarpi um afnám fyrningarfrests í kynferðisafbrotum gegn börnum. Innlent 13.10.2005 19:11
Krafa á ríkið vegna þjóðlendumála Fjöldi hreppa á Suðurlandi krefur ríkið um milljónir króna í kostnað vegna þjóðlendumála. Þrátt fyrir að þeir hafi sýnt fram á tiltekinn kostnað vegna lögfræðiaðstoðar úrskurðaði óbyggðanefnd að sá kostnaður væri mun lægri. Innlent 13.10.2005 19:11
Sjálfstæðisflokkur fagnar Gunnari Davíð Oddsson formaður Sjálfstæðisflokksins fagnar inngöngu Gunnars Örlygssonar þingmanns í þingflokk Sjálfstæðisflokksins. Gunnar sagði sig úr Frjálslynda flokknum í kvöld. Innlent 13.10.2005 19:12
82 milljarða dala aukafjárveiting Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í nótt einróma aukafjárveitingu upp á 82 milljarða dollara vegna stríðsreksturs Bandaríkjamanna í Írak og Afganistan og vegna baráttunnar gegn hryðjuverkum í heiminum. Þetta er fimmta aukafjárveitingin vegna hernaðarmála sem er samþykkt í Bandaríkjunum síðan 11. september árið 2001. Erlent 13.10.2005 19:11
Lífstíðarfangelsi komi til greina Bjarni Benediktsson alþingismaður, sem ekki hefur viljað samþykkja frumvarp um afnám fyrningar kynferðisbrota óbreytt, segir aðra leið mögulega, það er að breyta refsiramma þannig að alvarlegustu brotin varði lífstíðarfangelsi. Innlent 13.10.2005 19:11
Ríkið auki skatta með olíugjaldi Ríkið er að auka skattheimtu með nýju olíugjaldi fyrsta júlí, segir Kristján L. Möller alþingismaður. Hann segir virðisaukaskatt og fleira leggjast ofan á eldsneytisverð, gjöld sem ekki renna til vegamála. Kristján segir allan hvata fyrir fólk að fá sér sparneytna og umhverfisvæna dísilbíla horfinn. Innlent 13.10.2005 19:11
Stjórnin næði ekki meirihluta Samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins myndu ríkisstjórnarflokkarnir fá 29 þingmenn af 63 ef boðað yrði til kosninga nú. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur bæta aðeins við sig frá síðustu könnun. Innlent 13.10.2005 19:11
Vantalið í svari utanríkisráðherra Eiríkur Bergmann Einarsson sérfræðingur í Evrópusambandsmálum segir að upplýsingar utanríkisráðherra um samþykkt Evrópusambandsgerða hér á landi séu villandi. Í svari ráðherrans við fyrirspurn Sigurðar Kára Kristjánssonar Sjálfstæðisflokki kom fram að undanfarinn áratug hafi 2527 Evrópusambandsgerðir verið teknar upp í EES samninginn eða aðeins um sex og hálft prósent af heildarfjölda ESB gerða á sama tímabili Innlent 13.10.2005 19:11
Skuldum þjóðartekjur þriggja ára Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, sagði í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í gærkvöldi að viðskiptahalli þjóðarinnar næmi nú um tíu prósentum af þjóðartekjum. Slíkt gæti ekki gengið til eilífðarnóns. Skuldir hefðu vaxið verulega og næmu nú tvöfaldri til þrefaldri vergri þjóðarframleiðslu. Innlent 13.10.2005 19:11