Stj.mál

Fréttamynd

Sænskur kvennalisti

Nýr femínistaflokkur mun bjóða fram til þings í næstu þingkosningum í Svíþjóð. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í Stokkhólmi í gær. Fremst í flokki fyrir framboðinu fara Gudrun Schyman, fyrrverandi formaður sænska Vinstriflokksins, og samherjar hennar.

Erlent
Fréttamynd

ESB vill undanþágur

Evrópusambandið áskilur sér rétt til þess að í væntanlegum aðildarsamningum við Tyrki verði kveðið á um varanlegar undanþágur, þar á meðal varðandi frjálsa för launafólks yfir innri landamæri. Þessa kröfu segir tyrkneski lögfræðiprófessorinn Haluk Günugur vera ósanngjarna; hún standist ekki Evrópurétt eins og hann hafi verið útlagður hingað til.

Erlent
Fréttamynd

Blaðamannafundur vegna Símans

Framkvæmdanefnd um einkavæðingu hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 16 í dag í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu. Fundarefnið er fyrirkomulag sölu á hlut ríkisins í Landssímanum.

Innlent
Fréttamynd

Símakort tengd farsímanotanda

Skylt verður að skrá alla notendur svokallaðra frelsiskorta, sem eru fyrirframgreidd farsímakort, verði frumvarp um breytingar á fjarskiptalögum samþykkt á Alþingi óbreytt.

Innlent
Fréttamynd

Yfirgefa Líbanon fyrir apríllok

Sýrlendingar hafa heitið því að hverfa með allan herafla sinn burt frá Líbanon fyrir apríllok. Þá verði eftirlitsmönnum Sameinuðu þjóðanna leyft að fara til Sýrlands í því augnamiði að staðfesta brotfluttninginn.

Erlent
Fréttamynd

Akayev sagði af sér

Askar Akayev, forseti Kirgistans, er sagður hafa sagt af sér í Moskvu í morgun þar sem hann er í eins konar útlegð vega víðtækrar andstöðu við hann og stjórn hans í heimalandinu. Þar með er hægt að hefja undirbúning fyrir kosningar í landinu sem haldnar verða þann 26. júní.

Erlent
Fréttamynd

Konurnar í Framsókn minna á sig

Landsstjórn Landssambands framsóknarkvenna skorar á forsætisráðherra sem er formaður flokksins að hefja markvissar aðgerðir til að ná fram launajafnrétti milli karla og kvenna.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnarflokkarnir ræða leikskóla

Óformlegar viðræður um gjaldfrjálsa leikskólagöngu fimm ára barna hafa farið fram milli ríkisstjórnarflokkanna. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknar, segir gjaldfrjálsan leikskóla lið í fjölskyldustefnu flokksins frá síðasta flokksþingi.

Innlent
Fréttamynd

Össur opnar starfsstöð í dag

Stuðningsmenn Össurar Skarphéðinssonar formanns Samfylkingarinnar ætla að opna starfsstöð að Ármúla 40 klukkan þrjú í dag. Össur mun af því tilefni kynna helstu baráttumál sín en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur sem kunnugt er boðið sig fram í formannsembættið gegn honum.

Innlent
Fréttamynd

Vill ríkisstjórn klassískra gilda

Össur Skarphéðinsson segist finna mikinn stuðning í baráttunni um formannssæti í Samfylkingunni. Hann segist telja að þetta verði málefnaleg, opin og heiðarleg barátta. Hann vill að Samfylkingin leiði næstu ríkisstjórn sem verði ríkisstjórn klassískra gilda, sem leggi áherslu á fjölskylduna og hag barna og aldraðra.

Innlent
Fréttamynd

Meirihlutinn heldur líklega

Töluverðar líkur eru á því að meirihlutasamstarf framsóknarmanna og sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Grundarfjarðar hefjist að nýju en slit urðu á samstarfinu 23. mars síðastliðinn. Þetta kemur fram í máli Gísla Ólafssonar, varaforseta bæjarstjórnar og fulltrúa Framsóknar í bæjarstjórn.

Innlent
Fréttamynd

Vill snarpa og málefnalega baráttu

"Ég vil hefja stutta baráttu, snarpa, málefnalega og drengilega," sagði Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, í gær þegar kosningaskrifstofa hans, sem hann kýs að kalla starfsstöð, var opnuð að Ármúla 40.

Innlent
Fréttamynd

Er erfitt en á réttri leið

Baráttan um formannsembættið í Samfylkingunni hefst fyrir alvöru í dag þegar stuðningsmenn Össurar Skarphéðinssonar opna starfsstöð að Ármúla 40 klukkan þrjú. Sem kunnugt er hefur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir boðið sig fram gegn Össuri. Össur viðurkennir að á brattan sé að sækja en segist jafnframt vera á réttri leið.

Innlent
Fréttamynd

Síminn seldur þremur fjárfestum

Síminn verður seldur í einu lagi en að lágmarki til þriggja fjárfesta. Um þetta hafa formenn stjórnarflokkanna náð samkomulagi samkvæmt heimildum <em>Morgunblaðsins</em>. Segir þar að samkomulagið feli það í sér að hver hópur tilboðsgjafa verði að vera samansettur af þremur viðskiptahópum eða einstaklingum og má enginn þeirra eiga meira en 40-45 prósenta hlut.

Innlent
Fréttamynd

Friðrik Páll aftur fréttastjórinn

Óljóst er hver næstu skref í ráðningu fréttastjóra Ríkisútvarpsins verða. Útvarpsstjóri segir að það verði rætt í útvarpsráði. Útvarpsráð segir Markús einan um þá ákvörðun. Fyrrverandi fréttastjóri sem útvarpsráð vildi síður í starfið sest aftur við stjórnvölinn.

Innlent
Fréttamynd

Skýrsla um söluferlið er tilbúin

Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, segir nefndina hafa skilað endanlegri skýrslu um sölu Landssíma Íslands til ráðherranefndar um einkavæðingu. Í skýrslunni er mælt fyrir einni leið við sölu Símans.

Innlent
Fréttamynd

Össur hefur kosningabaráttuna

Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, opnar í dag kosningaskrifstofu í Ármúla 40. Össur býður sig fram til formanns Samfylkingarinnar líkt og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sem opnaði sína kosningaskrifstofu fyrir tæpum mánuði síðan.

Innlent
Fréttamynd

Vilja skilja á milli embættismanna

Skilja ber á milli pólitískra og faglegra embættismanna í stjórnarráðinu að mati sex þingmanna Samfylkingarinnar. Lögð hefur verið fram tillaga að þingsályktun um málið en flutningsmenn telja að Ísland hafi sérstöðu hvað varðar pólitískar embættisveitingar í ráðuneytum.

Innlent
Fréttamynd

Naumur meirihluti fylgjandi álveri

Naumur meirihluti Akureyringa og annarra Eyfirðinga, eða 51,6 prósent, er hlynntur því að álver rísi í grennd við Akureyri. Rúmlega 32 prósent Eyfirðinga eru því hins vegar andvíg og rúm þrettán prósent tóku ekki afstöðu. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar sem IMG Gallup gerði fyrir iðnaðarráðuneytið og Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðhera kynnti á fjölmennum fundi um stóriðju á Akureyri í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Kröfu um utandagskrárumræðu hafnað

Forseti Alþingis hafnaði kröfu Kolbrúnar Halldórsdóttur, vinstri - grænum, um utandagskrárumræðu um ástandið á fréttastofu Útvarps skömmu áður en þingfundur hófst klukkan hálftvö. Ákveðið var á fundi með formönnum þingflokka að umræðan færi fram þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir væri komin frá útlöndum.

Innlent
Fréttamynd

Þorgerður lætur Markús um málið

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði áður en Auðun Georg Ólafsson hætti við að taka við starfi fréttastjóra hjá Ríkisútvarpinu að hún ætlaði ekki að skipta sér ekki að starfsmannaráðningum Ríkisútvarpsins. Hún sagði það alveg á hreinu.

Innlent
Fréttamynd

Áhugi minni en búist var við

Mun minni áhugi er fyrir álveri við Eyjafjörð meðal Eyfirðinga en stjórnvöld höfðu reiknað með, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem gerð var fyrir iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið.

Innlent
Fréttamynd

Deilt um ráðningu á þingi

Stjórnarandstæðingar hafa gagnrýnt harðlega ráðningu nýs fréttastjóra að Ríkisútvarpinu í umræðum um störf þingsins í dag. Talað var um að pólitísk afskipti af stofnuninni væru meiri en tíðkaðist í nokkuru öðru vestrænu ríki og Alþingi var hvatt til að taka í taumana. Beðið hafði verið um utandagskrárumræðu um málið en beiðninni hafði ekki verið svarað. Frekar verður greint frá þessu í fréttum Bylgjunnar klukkan tólf.

Innlent
Fréttamynd

Átján milljónir úr menntaráði

Vesturbæjarskóli verður móðurskóli verkefnis sem kallast drengir og grunnsskólinn og bæta á líðan drengja í skólum. Verkefninu var veitt 900 þúsund króna styrk frá menntaráði Reykjavíkurborgar á fimmtudag. Ráðið veitti átján milljónir í styrki til þróunarverkefna í gunnskólumskólum borgarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Afnám verðtryggingar enn á dagskrá

"Málið hefur verið tekið fyrir á þingflokksfundum og vinna er hafin í viðskiptaráðuneytinu," segir Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins.

Innlent
Fréttamynd

Afhentu forseta Alþingis ákall

Fréttamenn og aðrir starfsmenn Ríkisútvarpsins fjölmenntu á þingpalla klukkan ellefu til að fylgjast með umræðum um ráðningu fréttastjóra Útvarps. Klukkan hálftólf tók Halldór Blöndal forseti Alþingis við ákalli fréttamanna Ríkisútvarpsins sem Jón Gunnar Grétarsson, formaður Félags fréttamanna, afhenti honum og las upp fyrir viðstadda.

Innlent
Fréttamynd

Minnir á Keilisnes sem góðan kost

Stjórn Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem minnt er á að stóriðja á Keilisnesi hafi verið talin besti kostur fyrir næstu stóriðju á Íslandi og svo sé enn. Stjórn félagsins skorar á iðnaðar- og viðskiptaráðherra að beita sér fyrir því að næsta stóriðja á Íslandi verði á Suðurnesjum.

Innlent
Fréttamynd

Ófremdarástand á RÚV

Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru ósáttir í gærmorgun við að forsætisráðherra hafnaði því að ræða ráðningu nýs fréttastjóra Ríkisútvarpsins á Alþingi í gær í fjarveru menntamálaráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Boðaðir á fund menntanefndar

Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri og útvarpsráð Ríkisútvarpsins verða kallaðir á fund menntamálanefndar til að ræða stöðuna í útvarpinu í kjölfar fréttastjóramálsins. Gunnar I. Birgisson, formann nefndarinnar, og Mörð Árnason, fulltrúa Samfylkingar, greinir á um alvarleika málsins.

Innlent