Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 25. febrúar 2025 07:01 Ása Steinarsdóttir er einn stærsti áhrifavaldur (e. content creator) Íslands en myndir og myndbönd hennar fá að jafnaði tugi til hundruða þúsunda „likes“ og milljónir áhorfa á Instagram. Skjáskot/Stöð 2 Héraðsdómur í Washington borg hefur vísað frá gagnkröfum sem bandarískt markaðsfyrirtæki höfðaði gegn íslenska áhrifavaldinum Ásu Steinarsdóttur. Var það í kjölfar þess að Ása stefndi fyrirtækinu fyrir brot á höfundarrétti. Dómurinn féll þann 14. febrúar síðastliðinn. Ása er ein af þekktustu áhrifavöldum landsins og er gríðarlega vinsæl á Instagram þar sem hún deilir gjarnan ljósmyndum frá ferðalögum sínum. Í dómskjölum alríkishéraðsdóms í Columbiu umdæmi, sem Vísir hefur undir höndum, kemur fram að Ása sé með yfir milljón fylgjendur á samfélagsmiðlinum. Tripscout, Inc. er markaðsfyrirtæki í ferðaþjónustu, staðsett í Washington í Bandaríkjunum en fyrirtækið hefur umsjón með samfélagsmiðlum fyrir ýmsa aðila. Fram kemur að frá árinu 2017 hafi Tripscout ítrekað deilt og endurbirt samfélagsmiðlaefni (e. content) Ásu yfir nokkurra ára tímabil. Að sögn forsvarsmanna Tripscout var það gert með leyfi Ásu og héldu þeir því að fram að Ása hefði hvatt þá til að deila efni hennar. Ása hélt því hins vegar fram að Tripscout hefði ekki rétt á því að nota efni hennar, en um var að ræða yfir 30 Instagram færslur. Sakaði hún Tripscout um að hafa endurtekið og dreift efninu án hennar leyfis. Eftir að Tripscout hafnaði beiðni hennar um bætur höfðaði Ása mál gegn fyrirtækinu fyrir brot á höfundaréttarlögum, í maí árið 2023. Sögðu Ásu hafa grætt á endurbirtingu Fyrir dómi fór Tripscout fram á að kröfu Ásu væri vísað frá á þeim grundvelli að efninu hefði verið deilt fyrir tilstuðlan Ásu og jafnvel þó svo að Ása hefði ekki ýtt undir birtingu, þá hefði fyrirtækið átt rétt á því að birta efnið, samkvæmt yfirlýstri stefnu Instagram. Í kjölfar þess að dómurinn vísaði þessum kröfum fyrirtækisins frá lagði Tripscout fram gagnkröfu á hendur Ásu fyrir sviksamlega hvatningu (e.fraudulent inducement), skaðleg afskipti (e. tortious interference) og óréttmæta auðgun (e. unjust enrichment.) Fyrir dómi héldu forsvarsmenn Tripscout því fram að Ása hefði með misvísandi hætti veitt fyrirtækinu leyfi til að birta efni hennar, með það fyrir augum að stækka eigin fylgjendahóp á Instagram. Þá var því haldið fram að samningssamband Tripscout við Instagram hafi gert fyrirtækinu kleift að birta efni Ásu. Dómstóllinn hafnaði þeim rökum og benti á að notkunarskilmálar Instagram veittu Tripscout ekki ótvírætt undirleyfi til að miðla efninu. Þá féllst dómurinn ekki á fullyrðingar Tripscout um að Ása hefði brotið gegn ákvæðum samnings. Tripsout hélt því einnig fram að Ása hefði notið góðs af því að fyrirtækið endurbirti efni hennar- fylgjendahópur hennar hafi stækkað í kjölfarið. Dómstóllinn vísaði þessari kröfu á bug og úrskurðaði að aukinn fjöldi fylgjenda Ásu væri ekki tilkominn fyrir tilstilli Tripscout. Í niðurstöðu dómsins frá 14. febrúar síðastliðnum kemur fram að málatilbúnaður Tripscout hafi verið ófullnægjandi. Öllum gagnkröfum Tripscout var því vísað frá. Dómurinn hafnaði jafnframt beiðni Tripscout um leyfi til breytinga á kröfunum þar sem Tripscout lagði ekki fram breytingartillögu. Fyrrnefnd aðalmálsókn vegna höfundarréttarbrota er enn í gangi. Ekki náðist í Ásu Steinarsdóttur við vinnslu fréttarinnar. Samfélagsmiðlar Bandaríkin Auglýsinga- og markaðsmál Íslendingar erlendis Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Ása er ein af þekktustu áhrifavöldum landsins og er gríðarlega vinsæl á Instagram þar sem hún deilir gjarnan ljósmyndum frá ferðalögum sínum. Í dómskjölum alríkishéraðsdóms í Columbiu umdæmi, sem Vísir hefur undir höndum, kemur fram að Ása sé með yfir milljón fylgjendur á samfélagsmiðlinum. Tripscout, Inc. er markaðsfyrirtæki í ferðaþjónustu, staðsett í Washington í Bandaríkjunum en fyrirtækið hefur umsjón með samfélagsmiðlum fyrir ýmsa aðila. Fram kemur að frá árinu 2017 hafi Tripscout ítrekað deilt og endurbirt samfélagsmiðlaefni (e. content) Ásu yfir nokkurra ára tímabil. Að sögn forsvarsmanna Tripscout var það gert með leyfi Ásu og héldu þeir því að fram að Ása hefði hvatt þá til að deila efni hennar. Ása hélt því hins vegar fram að Tripscout hefði ekki rétt á því að nota efni hennar, en um var að ræða yfir 30 Instagram færslur. Sakaði hún Tripscout um að hafa endurtekið og dreift efninu án hennar leyfis. Eftir að Tripscout hafnaði beiðni hennar um bætur höfðaði Ása mál gegn fyrirtækinu fyrir brot á höfundaréttarlögum, í maí árið 2023. Sögðu Ásu hafa grætt á endurbirtingu Fyrir dómi fór Tripscout fram á að kröfu Ásu væri vísað frá á þeim grundvelli að efninu hefði verið deilt fyrir tilstuðlan Ásu og jafnvel þó svo að Ása hefði ekki ýtt undir birtingu, þá hefði fyrirtækið átt rétt á því að birta efnið, samkvæmt yfirlýstri stefnu Instagram. Í kjölfar þess að dómurinn vísaði þessum kröfum fyrirtækisins frá lagði Tripscout fram gagnkröfu á hendur Ásu fyrir sviksamlega hvatningu (e.fraudulent inducement), skaðleg afskipti (e. tortious interference) og óréttmæta auðgun (e. unjust enrichment.) Fyrir dómi héldu forsvarsmenn Tripscout því fram að Ása hefði með misvísandi hætti veitt fyrirtækinu leyfi til að birta efni hennar, með það fyrir augum að stækka eigin fylgjendahóp á Instagram. Þá var því haldið fram að samningssamband Tripscout við Instagram hafi gert fyrirtækinu kleift að birta efni Ásu. Dómstóllinn hafnaði þeim rökum og benti á að notkunarskilmálar Instagram veittu Tripscout ekki ótvírætt undirleyfi til að miðla efninu. Þá féllst dómurinn ekki á fullyrðingar Tripscout um að Ása hefði brotið gegn ákvæðum samnings. Tripsout hélt því einnig fram að Ása hefði notið góðs af því að fyrirtækið endurbirti efni hennar- fylgjendahópur hennar hafi stækkað í kjölfarið. Dómstóllinn vísaði þessari kröfu á bug og úrskurðaði að aukinn fjöldi fylgjenda Ásu væri ekki tilkominn fyrir tilstilli Tripscout. Í niðurstöðu dómsins frá 14. febrúar síðastliðnum kemur fram að málatilbúnaður Tripscout hafi verið ófullnægjandi. Öllum gagnkröfum Tripscout var því vísað frá. Dómurinn hafnaði jafnframt beiðni Tripscout um leyfi til breytinga á kröfunum þar sem Tripscout lagði ekki fram breytingartillögu. Fyrrnefnd aðalmálsókn vegna höfundarréttarbrota er enn í gangi. Ekki náðist í Ásu Steinarsdóttur við vinnslu fréttarinnar.
Samfélagsmiðlar Bandaríkin Auglýsinga- og markaðsmál Íslendingar erlendis Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira