Stj.mál

Fréttamynd

Rýnihópur komi að Laugavegsmáli

Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs Reykjavíkur, hyggst í dag á fundi ráðsins leggja til að skipaður verði rýnihópur um útlit nýbygginga, viðbygginga og breytinga við Laugaveg. Á hópurinn að vera skipulagsráði til stuðnings við mat á tillögum um uppbyggingu við Laugaveg á grundvelli samþykkts deiliskipulags eftir því sem fram kemur í fréttatilkynningu frá skipulagsráði.

Innlent
Fréttamynd

Aðför að landsbyggðinni

Stjórn Vinstri grænna í Skagafirði mótmælir hugmyndum Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra um sameiningu og einkavæðingu Landsvirkjunar, RARIK og Orkubús Vestfjarða.

Innlent
Fréttamynd

Lóðaverð nýtt sem tekjustofn

"Það er ánægjulegt að það verði skoðað hvernig koma á í veg fyrir að sveitarfélögin stuðli að hækkun fasteignaverðs," sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður í utandagskrárumræðum á Alþingi í gær um þróun fasteignaverðs.

Innlent
Fréttamynd

Vilja Íbúðalánasjóð út af markaði

"Frelsinu fylgir ábyrgð og bankarnir verða að axla þá ábyrgð gagnvart markaðnum til langtíma," segir Hjálmar Árnason, alþingismaður Framsóknarflokksins, en hann hefur ásamt Ögmundi Jónassyni, þingmanni Vinstri-grænna, farið hvað hörðustu orðum um Samtök banka og sparisjóða og aðför þeira að Íbúðalánasjóði.

Innlent
Fréttamynd

Metur lánstraustið óbreytt

Matsfyrirtækið Standard og Poors metur lánstraust Landsvirkjunar óbreytt miðað við núverandi eignarhald en segir horfurnar neikvæðar vegna boðaðrar einkavæðingar.

Innlent
Fréttamynd

Hver á að eiga orkulindirnar?

Grundvallarágreiningur í íslenskum stjórnmálum um hver eigi að eiga orkulindir þjóðarinnar kristallaðist í snörpum umræðum á Alþingi í dag. Formaður Vinstri grænna setti samstarfið innan R-listans í uppnám þegar hann strengdi þess heit að allt yrði gert til að koma í veg fyrir sameiningu orkufyrirtækja ríkisins og einkavæðingu þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Viðræður um kjarnorkumál N-Kóreu?

Kim Jong-Il, leiðtogi Norður-Kóreu, segist reiðubúinn að hefja viðræður um kjarnorkumál landsins á nýjan leik, að því gefnu að Bandaríkjamenn sýni af sér heilindi í slíkum viðræðum. Þá segir leiðtoginn einnig að uppfylla þurfi ákveðin skilyrði ef viðræðurnar eigi að hefjast á nýjan leik, en tiltekur ekki hver þau skilyrði séu.

Erlent
Fréttamynd

Óvíst um sameiningu orkufyrirtækja

Einar K. Guðfinnsson, alþingismaður og formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir engar ákvarðanir hafa verið teknar um sameiningu orkufyrirtækja í eigu ríkisins. Hann segir að það eigi að vera útgangspunktur við undirbúning hugsanlegra sameininga að störfum á landsbyggðinni fækki ekki í kjölfarið.

Innlent
Fréttamynd

Logandi átök um Landsvirkjun

Þingmenn, bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu, lýstu í gær yfir andstöðu sinni við sameiningu Landsvirkjunar, Orkubúsins og Rarik. Varaformaður Framsóknarflokksins gagnrýnir viðskiptaráðherra fyrir að ræða ekki mögulega einkavæðingu innan þingflokks Framsóknarflokksins. Málið hefur verið rætt innan þingflokks Sjálfstæðisflokks.

Innlent
Fréttamynd

Stofna samráðshóp um húsarifin

Húsarif á Laugavegi og breytingar þar hafa vakið sterk viðbrögð og nú hafa borgaryfirvöld ákveðið að stofna samráðshóp, skipulagsnefnd til ráðgjafar. Hópurinn á að starfa á meðan breytingarnar standa yfir en gert er ráð fyrir að þær taki tvo áratugi.

Innlent
Fréttamynd

Frekari skuldbindingar NATO í Írak

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra situr í þessum töluðum orðum með Bush Bandaríkjaforseta á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Brussel. Frekari skuldbindingar NATO-ríkja í Írak og Afganistan er meðal þess sem Bush er talinn ætla að mæla fyrir á fundinum.</font />

Erlent
Fréttamynd

Vanhugsaðar hugmyndir ráðherra

Vinstri - grænir í Skagafirði mótmæla harðlega „vanhugsuðum hugmyndum“ iðnaðarráðherra um sameiningu og einkavæðingu Landsvirkjunar, RARIK og Orkubús Vestfjarða. Þeir segja markaðs- og einkavæðing almannaþjónustu á sviði orkuframleiðslu og orkudreifingar ganga þvert gegn vilja og hagsmunum íbúa landsbyggðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

VG á móti sölu Landsvirkjunar

Stjórn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík áskilur sér allan rétt til að leggjast gegn áformum um fyrirhugaða sölu á hlut borgarinnar í Landsvirkjun. Það þjóni hvorki hagsmunum Reykvíkinga né annarra landsmanna að málið fari lengra á þeim forsendum sem iðnaðarráðherra hafi lagt upp.

Innlent
Fréttamynd

Guðni vill rífa Steingrímsstöð

Landbúnaðarráðherra lýsir því yfir að hann vilji fjarlægja Steingrímsstöð í Efra-Sogi. Það væri lítil fórn fyrir Landsvirkjun. Upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar segir ekki víst að það yrði urriðanum til bóta að fjarlægja stöðina.

Innlent
Fréttamynd

Uppreisnarmennirnir vel að sér

Hópur uppreisnarmanna í Írak, sem hefur það að markmiði að skerða birgðir olíu, vatns og raforku í landinu, býr yfir mikilli þekkingu á innviðum orkumála í höfuðborginni Bagdad. Dagblaðið<em> New York Times</em> hefur eftir embættismönnum í Írak og Bandaríkjunum að aðgerðir hópsins upp á síðkastið beri þess merki að hann sé orðinn mjög skipulagður.

Erlent
Fréttamynd

Ekki selt til að einkavæða

Fulltrúar Vinstri grænna í R-listanum vilja ekki að Landvirkjun verði einkavædd. Áskilja sér rétt til að greiða atkvæði gegn sölu á hlut borgarinnar í Landsvirkjun. Borgarstjóri vill aðskilja sölu borgarinnar og einkavæðingu ríkisins. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Skátar í hávegum í Hafnarfirði

Hafnarfjarðarbær verður fyrst bæjarfélaga til að semja um rekstur á skátastarfsemi. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, mun undirrita samstarfssamning við skátafélagið Hraunbúa í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið hætti afskiptum

Það hlýtur að vera tímaspursmál hvenær síðustu afskiptum ríkisvaldsins af fjármálamarkaðnum lýkur og ótrúlegt að stjórnvöld hafi enn ekki áttað sig að fullu á þeim ávinningi sem frelsisvæðing fjármálakerfisins hefur skilað samfélaginu. Þetta sagði Einar Sveinsson, formaður bankaráðs Íslandsbanka, á aðalfundi bankans fyrir stundu.

Innlent
Fréttamynd

Reiðubúinn að fara burt með herinn

Forseti Sýrlands segist reiðubúinn að taka skref í þá átt að fara með her Sýrlendinga burt frá Líbanon á næstunni. Sjónvarpsstöðin Al-Jazeera greinir frá því að forsetinn hafi lýst þessu yfir oftar en einu sinni á fundi sínum með yfirmanni Arababandalagsins í gær.

Erlent
Fréttamynd

Leita að nýjum yfirmanni

Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir leitað logandi ljósi að nýjum yfirmanni flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna en Hollendingurinn Ruub Lubbers sagði embættinu af sér um helgina vegna ásakana um kynferðislega áreitni.

Erlent
Fréttamynd

Stríðsöxin grafin á NATO-fundinum

Evrópuþjóðir og Bandaríkin grófu stríðsöxina á táknrænan hátt í dag þegar samstaða náðist meðal leiðtoga Atlantshafsbandalagsins um að NATO-ríkin tækju að sér að þjálfa öryggissveitir í Írak. Framlag Íslands felst í tólf milljóna króna stuðningi.

Erlent
Fréttamynd

Þingmenn tala af vanþekkingu

Fyrrverandi framkvæmdastjóri tóbaksvarnanefndar segir þingmenn tjá sig af mikilli vanþekkingu um hugsanlegt bann við reykingum á veitinga- og kaffihúsum. Hann bendir á að samkvæmt rammasamningi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar geti Ísland ekki skorast undan því að vernda fólk gegn tóbaksreyk á öllum opinberum stöðum.

Innlent
Fréttamynd

Sjóðirnir liggja frystir í banka

Sjóðir Bandalags jafnaðarmanna liggja frystir í Landsbankanum og svo virðist sem enginn geti gert tilkall til þeirra. Stefán Benediktsson, fyrrverandi alþingismaður, segir flokkssystkin sín hafa ásælst sjóðina á sínum tíma en ekki haft erindi sem erfiði.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnin féll í Portúgal

Stjórnarandstaðan í Portúgal bar í gær sigur úr býtum í þingkosningum í landinu. Flokkur sósíalista undir stjórn Jose Socrates fékk hreinan meirihluta í fyrsta skipti í sögu landsins. Hinn hægrisinnaði Pedro Santana Lopes hefur því hrökklast úr starfi forsætisráðherra eftir að hafa aðeins gegnt því í rúmlega hálft ár.

Erlent
Fréttamynd

Nýtt kvenfélag framsóknar stofnað

Tvö félög framsóknarkvenna starfa nú í Kópavogi. Framsóknarfélagið Brynja var stofnað í gær af sextíu og einni konu sem gengu í Framsóknarfélagið Freyju, Félag framsóknarkvenna í Kópavogi, fyrir síðasta aðalfund félagsins. Aðalfundurinn var hins vegar úrskurðaður ólöglegur þar sem láðst hafði að samþykkja breytingar á lögum félagsins fyrir fundinn.

Innlent
Fréttamynd

Siv og Una María víki

Siv Friðleifsdóttur og Hansínu Björgvinsdóttur var ekki boðið á stofnfund Brynju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi. Óskað er eftir undanþágu til að félagið geti sent fulltrúa á flokksþing og farið fram á að Siv og Una víki sæti úr landsstjórn á meðan fjallað er um málið.

Innlent
Fréttamynd

Gleðitár runnu í Palestínu

Gleðitár runnu um gervalla Palestínu í dag þegar fimm hundruð palestínskir fangar sneru aftur til síns heima úr ísraelskum fangelsum. Lausn fanganna er hluti af nýsamþykktu vopnahléi Ísraela og Palestínumanna.

Erlent
Fréttamynd

Siv undrast að vera ekki boðið

Nýtt félag framsóknarkvenna í Kópavogi var stofnað í gær. Að því félagi standa konurnar sem nýlega reyndu að hrifsa til sín völdin í Freyju, félagi framsóknarkvenna í Kópavogi. Oddvita flokksins í kjördæminu, Siv Friðleifsdóttur, var ekki boðið á fundinn og undrast hún það.

Innlent
Fréttamynd

Krefjast afsagnar Fischers

Hart er sótt að Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands, að segja af sér í kjölfar þess að upp komst um afdrifaríkt klúður í utanríkisráðuneytinu. 

Erlent