Stj.mál

Fréttamynd

Powell smeykur um framtíð Íraks

Colin Powell segist smeykur um framtíð Íraks að afloknum kosningum sem fara eiga fram í landinu þann þrítugasta þessa mánaðar. Utanríkisráðherrann fráfarandi segir þó nauðsynlegt að kosningarnar fari fram á tilsettum tíma, enda komi það ekki til álita að bráðabirgðastjórnin verði við völd áfram.

Erlent
Fréttamynd

Bíða viðbragða félagsmálaráðherra

ASÍ bíður eftir viðbrögðum félagsmálaráðuneytisins við greinargerð um gagnrýnina á Impregilo. Vonast er eftir viðbrögðum eða fundi í dag. Fjallað verður um málið á miðstjórnarfundi á morgun. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Gallup stendur við könnunina

IMG - Gallup á Íslandi segist standa fyllilega við könnun á afstöðu Íslendinga til þátttöku Íslands á lista hinna viljugu þjóða sem studdu hernaðaraðgerðir í Írak. Þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa farið niðrandi orðum um könnunina.

Innlent
Fréttamynd

Auglýsir fé til mannréttindamála

Dómsmálaráðuneytið auglýsti til umsóknar þær fjórar milljónir króna sem ráðuneytið hefur til ráðstöfunar vegna starfa að mannréttindamálum. Tekið er fram í auglýsingunni að fénu verði úthlutað á grundvelli umsókna, en þær verða að berast ráðuneytinu fyrir næstu mánaðamót.

Innlent
Fréttamynd

Gallup svarar ráðherrum

Stjórnendur IMG-Gallups á Íslandi sitja nú á fundi til að móta afstöðu til niðrandi ummæla þriggja ráðherra um skoðanakönnun sem félagið gerði nýverið um viðhorf til lista yfir staðföstu ríkin svonefndu.

Innlent
Fréttamynd

Komið til móts við bændur

Drífa Hjartardóttir segir flókið mál að reikna út hækkun raforkuverðs til garðyrkjubænda, en málið verði örugglega leyst og þeir verði ekki látnir sitja uppi með 30-100 prósent hækkun.

Innlent
Fréttamynd

Segir ummæli Davíðs ömurleg

Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir ömurlegt að hlusta á viðbrögð utanríkisráðherra við skoðanakönnun Gallups um afstöðu almennings til Íraksstríðsins. Hann segir að forystumönnum ríkisstjórnarinnar væri nær að biðja þjóðina afsökunar.

Innlent
Fréttamynd

Samhljómur Davíðs og Samfylkingar

Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, fagnar hugmynd Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra um að fjármagn sem ríkið fengi fyrir sölu Símans verði notað til stórs verkefnis, til dæmis að byggja nýtt sjúkrahús fyrir Landspítalann. Fyrir ári síðan lagði Kristján og fleiri þingmenn Samfylkingar fram þingsályktunartillögu þar sem þetta var lagt til.

Innlent
Fréttamynd

Finni leiðir til þjóðaratkvæðis

Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að við endurskoðun stjórnarskrárinnar sé sjálfsagt að fundnar verði lýðræðislegar leiðir til þess að koma mikilvægum málum í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Innlent
Fréttamynd

Þjóðin eigi inni afsökunarbeiðni

Formaður Samfylkingarinnar segir að þjóðin eigi inni afsökunarbeiðni hjá utanríks- og forsætisráðherra vegna veru Íslands á lista þeirra þjóða sem studdu innrásina í Írak. Hann hvikar hvergi frá þeirri skoðun sinni að Ísland verði að taka af listanum.

Innlent
Fréttamynd

Sendiherra í viðskiptum

Júlíus Hafstein, fyrrverandi borgarfulltrúi hóf störf í utanríkisráðuneytinu um áramótin. Júlíus mun hafa sendiherratign en starfa sem yfirmaður viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins. Verður hún aðskilin frá viðskiptaskrifstofu ráðuneytisins og einbeitir sér að útrás íslensks atvinnulífs.

Innlent
Fréttamynd

Segir Íraksumræðu á villigötum

Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir umræðu hér á landi um stuðning Íslands við innrásina í Írak á villigötum. Þá undrast hann að Gallup skuli hafa tekið þátt í uppþoti stjórnarandstöðunnar með því að kanna hug landsmanna til stríðsins. Spurningin hefði verið svo vitlaus að hann hefði sjálfur átt í vandræðum með að svara henni.

Innlent
Fréttamynd

Ísland ekki með í Íraksstríði

Íslendingar taka ekki þátt í stríðsrekstrinum í Írak. Þetta sagði Davíð Oddsson utanríkisráðherra á fjölmennum fundi Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í dag. Ráðherra sagði að í aðdraganda ákvörðunar um stuðning við aðgerðir Bandaríkjamanna og Breta í Írak hefði verið ljóst að Íslendingar gerðu enga stóra hluti en stjórnvöld hefðu ekki viljað sitja hjá.

Innlent
Fréttamynd

Áramótaávörp formanna flokkanna

Hér er að finna ávörp stjórnmálaforingjanna. Fréttablaðið fór þess á leit við formenn allra stjórnmálaflokkanna að þeir rituðu áramótahugvekju til birtingar í blaðinu í dag, gamlársdag. Greinar bárust frá formönnum Frjálslynda flokksins, Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið gefur 150 milljónir

Miðað við höfðatölu hefur hver Íslendingur gefið átta hundruð og tuttugu krónur til að lina þjáningar bágstaddra eftir hamfarirnar á annan jóladag við Indlandshaf. Heildarupphæð íslenskra framlaga er komin í 240 milljónir króna. Munar þar mestu um framlag ríkisstjórnarinnar, alls 150 milljónir sem samþykkt var á föstudag.

Erlent
Fréttamynd

Samningur um þjónustu við fatlaða

Árni Magnússon félagsmálaráðherra og Þengill Oddsson, formaður stjórnar Skálatúnsheimilisins, undirrituðu í dag samning um þjónustu Skálatúns við fatlaða. Árlegar greiðslur félagsmálaráðuneytisins til Skálatúns vegna samningsins nema 255 milljónum króna.

Innlent
Fréttamynd

Saumað að verðandi ráðherra

Erfiðar spurningar um grundvöll stefnu Bandaríkjastjórnar, einkum um meðferð stríðsfanga, verða lagðar fyrir dómsmálaráðherraefni Bandaríkjaforseta þegar hann kemur á fund þingnefndar í dag. Þingmenn vilja meðal annars vita hvernig hann gat komist að þeirri niðurstöðu að Genfarsáttmálarnir væru úreltir. 

Erlent
Fréttamynd

Nánast öll þjóðin á móti

Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir ekki koma á óvart að nánast öll þjóðin sé á móti því að Íslendingar séu á lista hinna staðföstu þjóða samkvæmt nýrri Gallup-könnun. Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir listann ekki skipta máli í dag þar sem hann hafi ekki haft þjóðarréttarlegar skuldbindingar í för með sér.

Innlent
Fréttamynd

84% á móti staðfestu-listanum

Mikill meirihluti landsmanna er á móti því að Ísland sé á lista hinna "staðföstu þjóða" sem lýstu yfir stuðningi við innrás Bandaríkjanna og Bretlands í Írak. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar Gallups sem gerð var í lok síðasta árs. 84% sögðust andsnúin því að Ísland væri á listanum. </font />

Innlent
Fréttamynd

Ágreiningur um hlutverk nefndar

Flokksforingjar og ráðherrar voru í gær skipaðir í nefnd til að endurskoða stjórnarskrá. Formaður Samfylkingarinnar undrast að einungis eigi að endurskoða hlutverk forseta og Alþingis. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Ekki stætt á veitingu atvinnuleyfa

Alþýðusamband Íslands telur ekki neinar forsendur fyrir stjórnvöld til að afgreiða beiðni Impregilo um atvinnuleyfi fyrir allt að 300 Kínverja með jákvæðum hætti. 4.700 Íslendingar leiti eftir atvinnu samkvæmt skrám. Ekki sé stætt á því að veita fyrirtæki atvinnuleyfi sem snuðar erlent starfsfólk. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Óeining í stjórnarskrárnefnd

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, segir skipunarbréf stjórnarskrárnefndarinnar bjóða heim óeiningu strax í upphafi starfsins. Jónína Bjartmarz, alþingismaður Framsóknarflokksins, sakar Samfylkinguna um geðvonsku á nýju ári.

Innlent
Fréttamynd

Fastagjaldið hækkar

Tilkynnt var í gær að almennur taxti hjá Orkuveitu Reykjavíkur muni nú 1. febrúar hækka um 3,89 prósent. Gjald á almennum taxta mun lækka um 3,5 prósent, en fastagjaldið mun þess í stað hækka um 3.204 krónur á ári, sem er um helmingshækkun.

Innlent
Fréttamynd

Spyr um trúnaðarstörf sendiherra

Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, leggur fram fyrirspurn til utanríkisráðherra á Alþingi, þegar þing kemur saman að nýju eftir jólaleyfi, um trúnaðarstörf sendiherra fyrir stjórnmálaflokka. Hann segir að tilefni fyrirspurnarinnar sé nýleg skipan Þorsteins Pálssonar sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í opinbera nefnd á vegum forsætisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Spurt um sendiherra

Mörður Árnason, alþingismaður Samfylkingarinnar hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi um trúnaðarstörf sendiherra fyrir stjórnmálaflokkana

Innlent
Fréttamynd

Ekkert útilokað

Jón Kristjánsson, nýskipaður formaður stjórnarskrárnefndar segir það misskilning að ekki komi til greina að breyta öðrum köflum stjórnarskrárinnar en þeim sem sérstaklega eru tilgreindir í skipunarbréfi nefndarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Hús OR 32% fram úr kostnaðaráætlun

Heildarkostnaður við nýjar höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur er tæpir 4,3 milljarðar króna. Kostnaður við aðalbygginguna fór 32% fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun en stjórnarformaðurinn segir þá áætlun hafa verið ranga. Hann segir fermetraverð hússins svipað og í vandaðri grunnskólabyggingu.

Innlent
Fréttamynd

Lækkun fasteignagjalda á Nesinu

Meirihluti Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Seltjarnarness hefur ákveðið að leggja fram tillögu um lækkun fasteignagjalda árið 2005 á Seltjarnarnesi á fundi bæjarstjórnar síðar í mánuðinum. Flokkurinn segir það í samræmi við stefnu hans um ábyrga fjármálastjórn bæjarins og lágar álögur.

Innlent
Fréttamynd

Ákvörðun verði tekin um Sundabraut

Sjálfstæðismenn í borgarstjórn vilja að ákvörðun um legu Sundabrautar verði tekin sem fyrst. Þeir vilja sjálfir að gerð verði lágbrú af Gelgjunesi yfir í Grafarvog en það er jafnframt ódýrasta leiðin. .

Innlent
Fréttamynd

Borgin skoði kaupin á Skjá einum

Hart var tekist á um tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn um úttekt á rekstri fjarskiptafyrirtækja Orkuveitunnar á fundi borgarstjórnar í gær. Þess í stað var samþykkt tillaga um að láta gera úttekt á fjárfestingum fyrirtækja í opinberri eigu.

Innlent