Innlent

Standa við könnun

Forsvarsmenn IMG Gallup höfnuðu í gær ávirðingum þriggja ráðherra um skoðanakönnun sem fyrirtækið framkæmdi um stuðning við hernaðaraðgerðir í Írak. Eftir fundinn sendu forsvarsmenn fyrirtækisins frá sér tilkynningu þar sem segir að könnunin hafi verið gerð að frumkvæði IMG Gallup og hún hafi birst í janúarhefti Þjóðarpúlsins, mánaðarlegu fréttabréfi fyrirtæksins. "IMG Gallup stendur að öllu leyti við það sem þar birtist. Af gefnu tilefni skal tekið fram að óheimilt er að birta niðurstöður kannana úr Þjóðarpúlsi Gallup í auglýsingum án sérstakrar heimildar, eins og þar er skýrt tekið fram." Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur sagt spurninguna sem borin var upp villandi. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði í viðtali við Stöð 2 á laugardag að spurningin hafi verið svo vitlaus að hann hefði sjálfur átt í vandræðum með að svara henni. Þá hefur Björn Bjarnason undrast á heimasíðu sinni þá ákvörðun Gallups að spyrja spurningarinnar og að óljóst sé um hvaða lista sé verið að spyrja.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×