Stj.mál

Fréttamynd

Stjórnmálasamband við Tógó

Ísland hefur tekið upp stjórnmálasamband við V-Afríkurríkið Tógó, þar sem búa um fimm milljónir manna. Yfirlýsing um þetta var undirrituð í New York á föstudag. Ríkið liggur milli Gana og Benín og á landamæri við Búrkína Fasó í norðri. Strandlengja Togo í suðri við Benín flóa er um eitthundrað kílómetrar og nefnist Þrælaströndin.

Innlent
Fréttamynd

Framsókn fundar

Framsóknarmenn á Dalvík höfðu í gær ekki enn tekið afstöðu til samræðna við Sameiningu um meirihlutastarf í bæjarstjórn í Dalvíkurbyggð. Kristján Ólafsson, bæjarstjórnarfulltrúi framsóknarflokksins og formaður bæjarráðs, vildi í gær ekkert gefa upp um afstöðu framsóknarmanna, en sagði að þeir hefðu ætlað að funda í gærkveldi og ræða málin.

Innlent
Fréttamynd

Ekki óbreytt starfsemi

Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir að George W. Bush Bandaríkjaforseti fylgist vel með viðræðum um framtíð varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli og hann sé sammála því áliti Íslendinga að hver þjóð þurfi að búa við lágmarks loftvarnir.

Innlent
Fréttamynd

Vill lækka matarskatt

Samfylkingin lagði í gær til að matarskattur yrði lækkaður um helming síðari hluta ársins 2005: "Þetta kemur öllum vel og sérstaklega milli- og lágtekjufólki" segir í yfirlýsingu flokksins. Þá leggur flokkurinn til að hækkun barnabætur verði flýtt og þær hækki strax um 2,5 milljarða króna.

Innlent
Fréttamynd

Hefðu farið öðruvísi að

Formaður Samfylkingarinnar segir skattalækkanir ríkisstjórnarinnar vera ranglátar og að tímasetning þeirra sé slæm. Sjálfur lofaði hann 16 milljarða skattalækkunum fyrir síðustu kosningar. Hann segist mundu hafa staðið við þau loforð en fara aðrar leiðir.

Innlent
Fréttamynd

Enn frekari undanþágur í vændum

Íslensk stjórnvöld ætla að fara fram á frekari undanþágur frá Kyoto-bókuninni sem gerir þeim kleift að draga hægar úr losun gróðurhúsategunda en öðrum iðnríkjum. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, upplýsti þetta á Alþingi í dag. Hann sagði þingmenn Vinstri grænna vera á móti bættum lífskjörum landsmanna og fékk þau svör á móti að málflutningur hans væri ósmekklegur.

Innlent
Fréttamynd

Brögð í tafli?

Viðtæk kosningasvik voru framin í Úkraínu, að mati kosningaeftirlitsmanna. Forsætisráðherra landsins var í dag lýstur sigurvegari forsetakosninga, en tugir þúsunda mótmælenda sætta sig ekki við niðurstöðurnar.

Erlent
Fréttamynd

Sjö milljörðum meira í bætur

Öryrkjum fjölgar meira á þessu ári en árin á undan. Greiðslur til þeirra hafa hækkað úr fimm milljörðum í tólf. Fjölgar mikið eftir að læknar utan Tryggingastofnunarinnar tóku að meta örorku. Ráðherra vill rannsókn.

Innlent
Fréttamynd

Fagna tillögu viðskiptaráðherra

Ungir jafnaðarmenn fagna tillögu viðskiptaráðherra að Ríkisendurskoðun fari yfir fjármál stjórnmálaflokkanna og vilja einnig að sett verði skýr lög um fjárreiður þeirra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hreyfingunni sem send var fjölmiðlum í dag.

Innlent
Fréttamynd

Kosningar í Írak ákveðnar

Tilkynnt var í gær að fyrstu kosningarnar í Írak eftir fall Saddams Hussein verði haldnar 30. janúar. Ekki á að fresta kosningum vegna átaka í landinu. "Kjörstjórn hefur einróma samþykkt að íhuga 30. janúar sem kjördag," sagði formaður kjörstjórnar, Abdel Hussein al-Hindawi, við fréttamenn í Bagdad.

Erlent
Fréttamynd

Svanfríður í bæjarstjórastólinn

I-listi Sameiningar er í oddastöðu í viðræðum um nýjan meirihluta á Dalvík. Svanfríði Jónasdóttur, fyrrum þingkonu Samfylkingar, hefur verið boðinn bæjarstjórastóllinn.

Innlent
Fréttamynd

Hafa lækkað verulega

Jóhanna Sigurðardóttir segir á heimasíðu sinni að barnabætur hafi lækkað verulega að raungildi frá því sem þær voru árið 1995.

Innlent
Fréttamynd

Af lista hinna vígfúsu ríkja

Flokksráðsfundur Vinstri - grænna í Reykjavík um helgina ítrekar kröfu sína um að ríkisstjórnin falli frá stuðningi við stríðsreksturinn í Írak og að Ísland verði tekið af lista hinna vígfúsu ríkja, eins og það er nefnt í ályktuninni. Þá lýsir fundurinn vanþóknun á lagasetningu ríkisstjórnarinnar gegn fullkomlega lögmætu verkfalli grunnskólakennara.

Innlent
Fréttamynd

Vilja hætta samræmdum prófum

Menntakerfið er allt of miðstýrt og því verður að draga úr vægi aðalnámskrár og hætta að leggja samræmd próf fyrir nemendur grunnskólans. Þetta er niðurstaða hóps sem fjallaði um menntamál á Flokksráðsfundi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í gær.

Innlent
Fréttamynd

Reynir á efnahagskerfið

Skattalækkanir og staða efnahagslífsins var megininntak ræðu Halldórs Ásgrímssonar á fundi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem fram fór í gær.

Innlent
Fréttamynd

Norðurlandaráð lagt niður?

Finnski þingmaðurinn Tarja Cronberg lagði til á finnska þinginu í gær að Norðurlandaráð verði lagt niður en um þessar mundir er hann formaður velferðarnefndar ráðsins. Annar þingmaður tók undir þetta og segir að stjórnsýsla ráðsins sé orðin allt of umfangsmikil. Rannveig Guðmundsdóttir alþingismaður er formaður ráðsins.

Innlent
Fréttamynd

Fordæma aðgerðaleysi ráðherra

Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, fagna auknum fjárframlögum til Samkeppnisstofnunar en fordæma aðgerðarleysi viðskiptaráðherra gagnvart bönkum og tryggingafélögum. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á stjórnarfundi hreyfingarinnar í gær.

Innlent
Fréttamynd

Lítið traust á leiðtogum

Tveir af hverjum þremur Íslendingum telja að stjórnmálaleiðtogar láti undan þrýstingi þeirra sem hafa meiri völd en þeir sjálfir og góður meirihluti landsmanna telur að viðskiptaleiðtogar hafi of mikil völd og ábyrgð. Næstum þrír af hverjum tíu telja íslenska viðskiptaleiðtoga óheiðarlega og tveir af hverjum tíu segja það sama um stjórnmálaleiðtoga.

Innlent
Fréttamynd

Steingrímur í forsætisráðuneytið

Steingrímur Sævarr Ólafsson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi í forsætisráðuneytinu. Starfið er nýtt og undir það fellur meðal annars umsjón með heimasíðu ráðuneytisins, upplýsingagjöf af ýmsu tagi og afgreiðsla fyrirspurna og skýrslubeiðna.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherra sagður sniðganga þing

Kolbrún Halldórsdóttir, vinstri-grænum gagnrýndi menntamálaráðherra harkalega á Alþingi í gær fyrir að hafa átt hlut að stofnun Íþróttaakademíu í Reykjanesbæ án þess að hafa svo mikið sem kynnt málið á þingi

Innlent
Fréttamynd

Varaformaður veldur írafári

Sjálfstæðismaðurinn Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, olli talsverðu írafári á Alþingi í gær þegar hann lýsti því yfir að nýundirritaðir samningar kennarasambandsins og sveitarfélaganna væru skelfilegir, eins og hann orðaði það.

Innlent
Fréttamynd

Dagur formaður skipulagsnefndar

Dagur B. Eggertsson var í gær kjörinn formaður Skipulags og byggingarnefndar frá og með 1. desember. Hann tekur við af Steinunni Valdísi Óskarsdóttur sem lætur af formennsku þegar hún tekur við starfi borgarstjóra af Þórólfi Árnasyni.

Innlent
Fréttamynd

Til marks um aukna hörku BNA

Skiptar skoðanir eru um það hvort Condoleezza Rice sé heppilegur arftaki Colins Powells í stöðu utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Sumir kvíða skiptunum fyrir hönd heimsins meðan aðrir telja að hún skilji mikilvægi varna Íslands.

Erlent
Fréttamynd

Ísland ber ábyrgð á stríðsglæpum

Enginn ráðherra ríkisstjórnarinnar var viðstaddur umræðu á Alþingi í gær, þar sem ríkisstjórnin var sökuð um að bera ábyrgð á stríðsglæpum sem framdir væru þessa dagana borginni Fallujah í Írak.

Innlent
Fréttamynd

Kyoto leyfir 1 álver

Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra telur að pláss sé fyrir eitt nýtt 300 þúsund tonna álver eða eina stækkun núverandi álvera ef öll heimild Íslands til aukningar losunar koltvíseyrings verði nýtt í stóriðju samkvæmt Kyoto-samningnum.

Innlent
Fréttamynd

Áhyggjur á Alþingi

Nýleg skoðanakönnun Gallups um afstöðu Íslendinga til flótamanna og málefna útlendinga varð tilefni til utandagskrárumræðna á Alþingi í gær.

Innlent
Fréttamynd

Tæpur þriðjungur sendiherra heima

Fram kom í svari Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra við fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar á alþingi um sendiherra Íslendinga hér starfa 34 sendiherrar. Tuttugu þeirra starfa erlendis. Þar með er talinn Þorsteinn Ingólfsson sem er í leyfi.

Innlent
Fréttamynd

Meirihlutinn samþykktur

Félagsfundur Vestmannaeyjalista samþykkti í gærkvöld yfirlýsingu um nýtt meirihlutasamstarf V-listans og Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisfélagið í Eyjum samþykkti meirihlutasamstarfið á fundi á laugardag.

Innlent
Fréttamynd

Viðræður í skugga afsagnar

Óvíst er hvaða áhrif afsögn Colins Powells, utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur á viðræður Íslendinga og Bandaríkjamanna um framtíð varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Búist er við að afsögn Powells taki ekki gildi fyrr en á næsta ári.

Innlent