Innlent

Eignaskattur íþyngir öldruðum

Afnám eignaskatts nýtist hinum tekjulægstu ekki síst eldra fólki. Þetta kom fram í máli stjórnarliða í umræðum á Alþingi í gær um frumvarp um afnám eignaskatts. Fram kemur í gögnum frá fjármálaráðuneytinu að stærsti tekjuhópurinn sem greiðir eignaskatt er fólk sem hefur eina milljón króna í árstekjur. Halldór Ásgrímsson, forsætisráaðherra benti á að helmingur alls eignaskattsins væri greiddur af fólki sem væri komið yfir sextugt. Geir H. Haarde, fjármálaráðherra sagði: "Niðurfelling eignaskattsins er ekki síst í þágu aldraðra." Kristján L. Möller, Samfylkingu bendir á að í svari við fyrispurn sem hann hefur lagt fram sé langstærsti hluti greiðenda eignaskatts í Reykjavík og Suðvesturkjördæmi: "Niðurfelling eignaskatts nýtist því landsbyggðarfólki ekki mikið."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×