Stj.mál

Fréttamynd

Nefnd skoði gögn sem snerta öryggismál í kalda stríðinu

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur lagt þingsályktunartillögu fram á Alþingi þar sem ríkisstjórninni verður falið að skipa nefnd til að skoða opinber gögn sem snerta öryggismál landsinsins á árunum 1945-1991. Nefndinni er ætlað að skila niðurstöðu fyrir árslok.

Innlent
Fréttamynd

Umræðu um RÚV ólokið

Fundi Alþingis lauk nú á tíunda tímanum, en frá því um miðjan dag hefur staðið yfir þriðja umræða um hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins.

Innlent
Fréttamynd

Heitt í kolunum á þingi í dag

Heitt var í kolunum við upphaf þingfundar á Alþingi í dag. Stjórnarandstæðingar sökuðu stjórnarflokkana um pólitísk hrossakaup á bæði Alþingi og í borginni, til að koma mjög umdeildum málum í gegn á sumarþingi. Formaður Frjálslyndaflokksins sagði ráðherraræðið algjört á þingi og spáir þingfundum fram í júlí.

Innlent
Fréttamynd

Gísli sest í bæjarstjórastólinn á Akranesi

Sjálfstæðisflokkur og Frjálslyndir og óháðir á Akranesi tilkynntu í hádeginu um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn. Það sem er óvenjulegt við þennan meirihluta er að Gísli S. Einarsson, sem verið hefur Samfylkingarmaður, verður bæjarstjóri en sjálfstæðismenn tefldu honum fram sem slíkum.

Innlent
Fréttamynd

Gísli S. Einarsson næsti bæjarstjóri á Akranesi?

Boðað hefur verið til blaðamannafundar í hádeginu vegna myndun nýs bæjarstjórnarmeirihluta á Akranesi. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttavefjarins Skessuhorn verður Gísli S. Einarsson, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar sem var á lista sjálfstæðismanna í kosningunum, næsti bæjarstjóri á Akranesi.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæðismenn og frjálslyndir mynda meirihluta á Akranesi

Sjálfstæðisflokkur og Frjálslyndir og óháðir mynduðu meirihluta í bæjarstjórn á fundi í gærkvöldi. Fréttavefurinn Skessuhorn punktur is greinir frá því að samkvæmt áreiðanlegum heimildum þá verði Gísli S. Einarsson fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar næsti bæjarstjóri.

Innlent
Fréttamynd

Meirihlutaviðræður halda áfram í dag

Fulltrúar Fjarðarlistans og Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð hafa ákveðið að halda meirihlutasamstarfi sínu áfram, en nú stækkar sveitarfélagið um Austurbyggð, Mjóafjarðarhrepp og Fáskrúðsfjörð.

Innlent
Fréttamynd

Meirihlutaviðræðum á Akureyri slitið

Samfylkingin á Akureyri hefur slitið meirihlutaviðræðum við L-lista og Vinstri hreyfinguna - grænt framboð í bæjarstjórn Akureyrar. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Samfylkingunni.

Innlent
Fréttamynd

Vilhjálmur borgarstjóri og Björn Ingi formaður borgarráðs

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson er ný borgarstjóri Reykjavíkur og Björn Ingi Hrafnsson nýr formaður borgarráðs samkvæmt samkomulagi sem Framsóknaflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn gerðu í Reykjavík um meirihlutasamstarf. Þetta var tilkynnt fyrir stundu eftir fund framsóknarmanna og sjálfstæðismanna á heimili Vilhjálms í Breiðholti.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarmenn að mynda nýjan meirihluta

Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn eru að ná samkomulagi um myndun nýs meirihluta í Reykjavíkurborg skv. heimildum NFS. Tilkynning um málið verður send út innan tveggja klukkustunda samkvæmt sömu heimild. Bein útsending verður frá blaðamannafundi um myndun meirihlutans á NFS kl. 17.

Innlent
Fréttamynd

Skrifað undir viljayfirlýsingu um meirihlutamyndun

Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn á Ísafirði skrifuðu undir viljayfirlýsingu um myndun meirihluta á Ísafirði fyrir stundu. Samkvæmt yfirlýsingunni verður Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, áfram bæjarstjóri.

Innlent
Fréttamynd

Vilhjálmur slítur meirihlutaviðræðum við Frjálslynda

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur sleit í dag viðræðum við Ólaf F. Magnússon fulltrúa Frjálslynda flokksins. Hann tilkynnti Ólafi síðdegis að afstaða Frjálslyndra í flugvallarmálinu væri of stíf til að viðræður gætu borið árangur.

Innlent
Fréttamynd

D-listi og F-listi að ná saman í Reykjavík?

Margt bendir til að Frjálslyndi flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn séu að ná saman um myndun borgarstjórnar í Reykjavík. Efstu menn á lista Frjálslyndra sitja nú á undirbúningsfundi fyrir fund með sjálfstæðismönnum upp úr hádegi.

Innlent
Fréttamynd

Gunnar Birgisson áfram bæjarstjóri í Kópavogi

Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn í Kópavogi náðu undir miðnætti samkomulagi um að halda meirihluta samstarfi sínu áfram í bæjarstjórn. Gunnar Birgisson verður áfram bæjarstjóri og Ómar Stefánsson forseti bæjarráðs.

Innlent
Fréttamynd

Segir slit R-listans hafa verið mistök

Vel kemur til greina að endurvekja Reykjavíkurlistann fyrir borgarstjórnarkosningarnar árið 2010, að mati Katrínar Jakobsdóttur, varaformanns Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs. Þetta kom fram í umræðum forystumanna stjórnmálaflokkanna á NFS og Stöð 2 í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Gunnar Birgisson áfram bæjarstjóri

Oddvitar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í Kópavogi náðu nú í kvöld samkomulagi um meirihlutasamstarf á komandi kjörtímabili. Samkomulag er um að Gunnar I. Birgisson verði bæjarstjóri og að Ómar Stefánsson, oddviti Framsóknarflokks verði formaður bæjarráðs. Málefnasamningur liggur fyrir og veðrur hann lagður fyrir fulltrúaráð flokkanna á miðvikudag.

Innlent
Fréttamynd

Tekur aftur við oddvitahlutverkinu

Eyþór Arnalds segist líta á það sem traustsyfirlýsingu við sig hversu margir kusu Sjálfstæðisflokkinn í Árborg. Hann ætlar að taka strax til starfa með bæjarstjórnarflokki sjálfstæðismanna í Árborg.

Innlent
Fréttamynd

Sigur Á-listans staðfestur

Kjörstjórn á Álftanesi lauk fyrir skemmstu endurtalningu á atkvæðum sem greidd voru í sveitarstjórnarkosningunum í gær. Endurtalningin staðfesti sigur Álftaneslistans. Sjálfstæðismenn fóru fram á endurtalningu vegna þess hversu mjótt var á munum en aðeins munaði þremur atkvæðum þegar talningu lauk í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Meirihlutinn hélt óvænt velli

Meirihlutinn hélt á Ísafirði, þvert á það sem skoðanakannanir höfðu gefið ástæðu til að ætla. Bæjarstjórinn og oddviti Sjálfstæðismanna vill halda áfram samstarfinu við Framsóknarflokkinn undir sinni forystu.

Innlent
Fréttamynd

Straumurinn lá til vinstri

Straumur kjósenda lá til vinstri í nótt í stærstu sveitarfélögum landsins þar sem Vinstri-grænir og Samfylkingin bættu við sig fjölda sveitarstjórnarmanna. Sjálfstæðismenn bættu lítillega við sig en Framsóknarmenn töpuðu miklu.

Innlent
Fréttamynd

17,5 prósent búin að kjósa

Sautján og hálft prósent reykvískra kjósenda hafði greitt atkvæði á kjörstað klukkan eitt. Mest var kjörsóknin í Hlíðaskóla og Breiðagerðisskóla, tæpt 21 prósent, en áberandi minnst í Klébergsskóla, aðeins rúm ellefu prósent.

Innlent
Fréttamynd

Kjósa snemma og það sama og áður

Íbúar á dvalarheimilum aldraðra hafa sennilega fengið vænni skammt af kosningaáróðri en flestir aðrir. Óvíst er þó að það hafi skilað sér sem skyldi því þeir heimilismenn Hrafnistu sem NFS ræddi við í morgun kusu það sama og þeir höfðu gert hingað til.

Innlent
Fréttamynd

Margt að varast í kosningum

Það er ýmislegt sem gott er að hafa í huga þegar gengið er til kosninga í dag. Þannig getur það til dæmis varðað sekt að gera sér upp sjónleysi til að fá aðstoð á kjörstað. Menn geta jafnvel lent í fangelsi fari þeir ekki rétt að öllum reglum.

Innlent
Fréttamynd

Elsti kjósandinn er 108 ára

Elsti kjósandinn í sveitarstjórnarkosningunum á morgun er 108 ára en um sextán þúsund og fimm hundruð manns mega kjósa í fyrsta sinn.

Innlent