Bandaríkin

Fréttamynd

Árásir gerðar á herstöðvar Bandaríkjanna

Bandarískir hermenn eru sagðir hafa slasast lítillega í drónárásum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak í gær. Tveimur drónum var flogið að al Asad flugstöðinni í vesturhluta Íraks og einum að annarri herstöð í norðurhluta landsins.

Erlent
Fréttamynd

Rocky-leikarinn Burt Young látinn

Bandaríski leikarinn Burt Young, sem tilnefndur var til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í stórmyndinni Rocky, er látinn. Hann varð 83 ára gamall.

Lífið
Fréttamynd

Hver átti sprengjuna?

Mikil óvissa ríkir um það hver beri ábyrgð á sprengingunni sem varð við al Ahli Arab sjúkrahúsið á Gasa í gærkvöldi. Strax eftir sprenginguna lýsti heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas, því yfir að hundruð hefðu fallið og særst og beindu forsvarsmenn Hamas-samtakanna spjótum sínum strax að ísraelska hernum.

Erlent
Fréttamynd

Tuttugu Repúblikanar greiddu atkvæði gegn Jordan

Tuttugu þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu í gær atkvæði gegn því að Jim Jordan yrði næsti forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Jordan er þó borubrattur og stefnir á aðra atkvæðagreiðslu seinna í dag.

Erlent
Fréttamynd

Ver fúlgum fjár í lögmenn

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, halar inn peningum frá stuðningsmönnum sínum en ver stórum hluta peninganna í lögfræðingakostnað. Á sama tíma aflar hann fjár á grundvelli dómsmála gegn honum.

Erlent
Fréttamynd

Brit­n­ey greinir frá því hvers vegna hún snoðaði sig

Banda­ríska tón­listar­konan Brit­n­ey Spears hefur greint frá því hvers vegna hún snoðaði sig árið 2007. At­hæfið vakti heims­at­hygli en söng­konan segir nú í væntan­legri ævi­sögu sinni að það hafi verið sín við­brögð við ofsa­fengnum út­lits­kröfum.

Lífið
Fréttamynd

Sagðar meðal verstu árása sem Rússar hafa orðið fyrir

Úkraínumenn segjast hafa grandað minnst níu herþyrlum Rússa, loftvarnarkerfi, skotfærum og öðrum hergögnum í árásum á tvo flugvelli í nótt. Rússneskir herbloggarar segja árásirnar meðal þeirra alvarlegustu sem Rússar hafa orðið fyrir í stríðinu.

Erlent
Fréttamynd

Pi­per Lauri­e er látin

Banda­ríska leik­konan Pi­per Lauri­e, sem þekktust er fyrir hlut­verk sín í kvik­myndunum The Hustler og Carri­e en einnig sjón­varps­þátta­röðum líkt og Twin Peaks og Will & Grace er látin. Hún var 91 árs gömul.

Lífið
Fréttamynd

Tilnefna Steve Scalise

Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa tilnefnt Steve Scalise til embættis þingforseta. Þingmaðurinn Jim Jordan, sem einnig sóttist eftir embættinu, hefur lýst yfir stuðningi við Scalise.

Erlent