Evrópudeild UEFA

Fréttamynd

Eggert Gunnþór: Vill fá sigur gegn Tottenham í afmælisgjöf

Dregið var í lokaumferðina í forkeppni Evrópudeildar UEFA í gær og fékk skoska liðið Hearts það erfiða verkefni að mæta Tottenham, sem sló rækilega í gegn í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð. Eggert Gunnþór Jónsson er leikmaður Hearts og hlakkar vitanlega til að fá að kljást við þá ensku.

Fótbolti
Fréttamynd

Baldur, Guðjón og Skúli Jón á bekknum gegn Tbilisi

Baldur Sigurðsson, Guðjón Baldvinsson og Skúli Jón Friðgeirsson eru allir á varamannabekk KR sem mætir Dinamo í Tbilisi ytra klukkan 17 í dag. Auk þess fóru Bjarni Guðjónsson, Guðmundur Reynir Gunnarsson og Viktor Bjarki Arnarson ekki með liðinu til Georgíu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Jóhann Berg skoraði í sigri AZ Alkmaar

Jóhann Berg Guðmundsson skoraði seinna mark AZ Alkmaar í 2-0 sigri á tékkneska liðinu Jablonec í 3. umferð Evrópudeildarinnar í dag. Þetta var fyrri leikur liðanna en seinni leikurinn fer fram í Tékklandi í næstu viku.

Fótbolti
Fréttamynd

Mikið afrek að slá út þetta lið

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var að vonum ánægður eftir að liðið sló Zilina út úr Evrópukeppninni í gær. Rúnar segir að síðustu mínúturnar hafi tekið vel á taugarnar og á ekki von á að leikmenn BÍ/Bolungarvík hafi fagnað þessum úrslitum því nú þurfi þe

Íslenski boltinn
Fréttamynd

FH-ingar úr leik eftir 2-0 tap á Madeira

FH-ingar eru úr leik í 2. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar eftir 2-0 tap fyrir portúgalska liðinu CD Nacional á Madeira í kvöld. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í Kaplakrika fyrir vikur og unnu Portúgalirnir 3-1 samanlagt og mæta sænska liðinu Häcken í næstu umferð.

Fótbolti
Fréttamynd

Hannes: Hef aldrei verið eins glaður eftir tapleik

Hannes Þór Halldórsson, markvörður KR, var í viðtali í KR-útvarpinu eftir leikinn á móti Zilina í kvöld. Hann og félagar hans héldu út og komust áfram í 3. umferð í undankeppni Evrópudeildarinnar þrátt fyrir 0-2 tap þar sem fyrri leikurinn vannst 3-0 á KR-vellinum fyrir viku síðan.

Fótbolti
Fréttamynd

Blikarnir björguðu andlitinu - myndir

Íslandsmeistarar Breiðabliks eru úr leik í forkeppni Meistaradeildarinnar þrátt fyrir frábæra frammistöðu og 2-0 sigur á norsku meisturunum í Rosenborg í seinni leik liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar í gærkvöldi. Rosenborg vann fyrri leikinn 5-0 og því 5-2 samanlagt.

Fótbolti
Fréttamynd

Þjálfari Zilina rekinn eftir tapið gegn KR

Tapið gegn KR í Evrópukeppninni fór heldur betur illa í forráðamenn slóvenska liðsins, Žilina, en félagið hefur rekið þjálfara liðsins, Paul Hapal og því mun nýr maður stýra liðinu í síðari leiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Drátturinn í Evrópudeildinni - Mótherjar FH og KR

Nú fyrir stundu var dregið í 3. umferð í forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu og voru íslensku liðin KR og FH í hattinum. KR fer til Wales eða Georgíu og FH til Svíþjóðar eða Finnlands takist þeim að leggja andstæðinga sína að velli í 2. umferð.

Fótbolti
Fréttamynd

Mögulegir mótherjar KR og FH - dregið á eftir

KR-ingar og FH-ingar geta grætt á því að hafa dregist gegn sterkum mótherjum í 2. umferð forkeppni Evrópudeildar í knattspyrnu. C.D. Nacional og MSK Zilina eru metin það sterk af UEFA að slái íslensku liðin þau úr keppni eru þau í efri styrkleikaflokki í keppninni. Dregið verður í keppninni á eftir.

Fótbolti
Fréttamynd

Magnús Már: Ég hleyp utan í hann og fæ víti

Magnús Már Lúðvíksson hefur farið á kostum í hægri bakverðinum í sumar. Magnús átti stóran þátt í þriðja marki KR-inga. Magnús fékk boltann úr stuttri hornspyrnu, lék inn á teiginn og féll eftir samstuð við varnarmann Zilina.

Fótbolti
Fréttamynd

Umfjöllun: FH á enn möguleika fyrir síðari leikinn

FH gerði jafntefli við C.D. Nacional í 2. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA í fyrri leik liðanna á Kaplakrikavelli í kvöld, en sá síðari fer fram í Portúgal í næstu viku. Freyr Bjarnason skoraði eina mark FH í leiknum í kvöld, en það kom á 67. mínútu með skalla.

Fótbolti
Fréttamynd

Þjálfari Zilina ánægður með gluggatjöldin

MSK Ziliana frá Slóvakíu mæta KR í annarri umferð í forkeppni Evrópudeildar í kanttspyrnu í kvöld. Á heimasíðu slóvaska félagsins segist þjálfari Zilina afar ánægður með gluggatjöldin á hótelinu í Reykjavík.

Fótbolti
Fréttamynd

Grétar Sigfinnur: Erum óhræddir við Slóvakana

Slóvakíska liðið MSK Zilina sækir KR heim á KR-völlinn í kvöld en þetta er fyrri leikur liðanna í Evrópudeild UEFA. Slóvakíska liðið er geysisterkt og komst alla leið í riðlakeppni meistaradeildarinnar í fyrra sem er ekki auðvelt. Það verður því líklega við ramman reip að draga hjá KR sem hefur ekki enn tapað leik í sumar.

Fótbolti