Evrópudeild UEFA Undanúrslitin í UEFA bikarnum á Sýn í kvöld Í kvöld fara fram fyrri undanúrslitaleikirnir í Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu og verða báðir leikir sýndir beint á rásum Sýnar. Espanyol tekur á móti Werder Bremen í beinni á Sýn og hefst útsending klukkan 18:35. Á sama tíma eigast við spænsku liðin Osasuna og Sevilla og er sá leikur í beinni á Sýn Extra. Fótbolti 26.4.2007 14:28 Jol: Sevilla greip okkur í bólinu Martin Jol viðurkenndi að hræðileg byrjun hans manna í Tottenham hefði gert út um vonir þeirra á áframhaldandi þáttöku í Evrópukeppni félagsliða í kvöld. Tottenham lenti undir 2-0 eftir sjö mínútur og eftir það var róðurinn liðinu skiljanlega þungur. Fótbolti 12.4.2007 21:54 Tottenham úr leik þrátt fyrir hetjulega baráttu Enska liðið Tottenham féll í kvöld úr leik í Evrópukeppni félagsliða eftir 2-2 jafntefli við ríkjandi meistarana í Sevilla. Spænska liðið vann fyrri leikinn á Spáni 2-1. Möguleikar Tottenham voru nánast úr sögunni eftir að liðið lenti undir 2-0 eftir aðeins sjö mínútur. Heimamenn gáfust þó ekki upp og jöfnuðu leikinn í 2-2 með mörkum frá Aaron Lennon og Jermain Defoe, en auk þess átti liðið ef til vill að fá vítaspyrnu í leiknum og átti stangarskot í fyrri hálfleik. Fótbolti 12.4.2007 20:41 Sevilla leiðir í hálfleik Sevilla hefur yfir 2-0 gegn Tottenham þegar flautað hefur verið til leikhlés í síðari leikjunum í 8-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða. Sevilla komst í 2-0 eftir aðeins sjö mínútur með sjálfsmarki og marki frá Freddie Kanoute og nú þurfa heimamenn fjögur mörk í síðari hálfleik til að komast í undanúrslitin. Leikurinn er í beinni á Sýn Extra. Fótbolti 12.4.2007 19:40 Sevilla komst í 2-0 eftir sjö mínútur Sevilla er komið með annan fótinn í undanúrslit Evrópukeppni félagsliða eftir sannkallaða draumabyrjun í síðari leiknum gegn Tottenham á White Hart Lane. Spænska liðið komst í 2-0 eftir aðeins sjö mínútna leik og leiðir 4-1 samanlagt. Fyrra markið var sjálfsmark á þriðju mínútu en fyrrum leikmaður Tottenham, Freddie Kanoute, skoraði það síðara. Fótbolti 12.4.2007 19:02 Einn leikfær varnarmaður hjá Tottenham Miðvörðurinn Ledley King mun væntanlega verða í byrjunarliði Tottenham í fyrsta skipti síðan um jólin þegar liðið tekur á móti Sevilla í síðari leiknum í 8-liða úrslitum UEFA keppninnar í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn klukkan 18:45 en spænska liðið vann fyrri leikinn 2-1. Fótbolti 12.4.2007 13:58 Enskir stuðningsmenn enn til vandræða Enskir stuðningsmenn komust annan daginn í röð í fréttirnar fyrir ólæti sín á erlendri grundu í kvöld þegar fylgismenn Tottenham flugust á við óeirðalögreglu í Sevilla. Til harðra átaka kom á áhorfendabekkjunum á meðan leik stóð, en þeir höfðu reyndir verið með ólæti fyrir utan leikvöllinn nokkru áður en leikurinn hófst. Fótbolti 5.4.2007 20:51 Tottenham lá í Sevilla Tottenham tapaði 2-1 fyrir Sevilla í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða í kvöld. Robbie Keane kom enska liðinu yfir eftir rúma mínútu, en fyrrum leikmaður Tottenham, Freddie Kanoute, jafnaði skömmu síðar. Alexander Kerzhakov skoraði sigurmark spænska liðsins eftir 36 mínútur. Fótbolti 5.4.2007 20:45 Grétar Rafn verður í banni í Þýskalandi Landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson verður í leikbanni í síðari leik AZ Alkmaar og Werder Bremen í Evrópukeppni félagsliða. Grétar fékk að líta gula spjaldið á 75. mínútu leiks í kvöld og fer því í bann vegna gulra spjalda. Staðan í leiknum er enn jöfn 0-0 en leikurinn hefur verið mjög skemmtilegur engu að síður. Fótbolti 5.4.2007 20:18 Sevilla yfir í hálfleik Sevilla hefur yfir 2-1 gegn Tottenham á heimavelli þegar flautað hefur verið til hálfleiks í fyrri viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða. Robbie Keane kom gestunum yfir á 2. mínútu en fyrrum leikmaður Tottenham Freddie Kanoute jafnaði skömmu síðar. Það var svo Alexander Kerzhakov sem kom heimamönnum yfir á 36. mínútu. Leikurinn er sýndur beint á Sýn Extra og á VefTV hér á Vísi. Fótbolti 5.4.2007 19:31 Tottenham getur jafnað met í kvöld Fyrri leikirnir í fjórðungsúrslitum Evrópukeppni félagsliða fara fram í kvöld. Leikur Sevilla og Tottenham verður sýndur beint á Sýn Extra og þar getur enska liðið jafnað met Parma og Gladbach með níunda sigri sínum í röð í keppninni. Útsending frá leiknum hefst klukkan 18:30. Fótbolti 5.4.2007 14:31 Beiðni Sevilla vísað frá Fyrri leikur Sevilla og Tottenham í átta liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða fer fram fimmta apríl eins og til stóð. Spænska liðið vildi láta færa leikinn til vegna hátíðarhalda í borginni á skírdag, en Knattspyrnusambandið neitaði beiðninni. Fótbolti 22.3.2007 14:14 Sevilla vill ekki spila á skírdag Forráðamenn spænska knattspyrnuliðsins Sevilla hafa farið þess á leit við Knattspyrnusamband Evrópu að fyrri leikur liðsins við Tottenham í 8-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða verði færður. Leikurinn er á dagskrá 5. apríl, en það er skírdagur. Fótbolti 21.3.2007 16:49 Tottenham mætir Evrópumeisturunum Í dag var dregið um hvaða lið mætast í 8-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða. Tottenham mætir Evrópumeisturum Sevilla frá Spáni og Grétar Rafn Steinsson og félagar í AZ Alkmaar fá erfitt verkefni þegar þeir mæta Werder Bremen. Fótbolti 16.3.2007 13:10 Frækinn sigur AZ á Newcastle AZ Alkmaar vann í kvöld góðan 2-0 sigur á Newcastle í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða og sendu þar með enska liðið úr keppni þrátt fyrir 4-2 tap í fyrri leiknum á Englandi. Grétar Rafn Steinsson var á sínum stað í vörninni hjá hollenska liðinu sem er greinilega til alls líklegt í keppninni. Shota Arveladze og Danny Koevermans skoruðu mörk AZ í kvöld, en liðið hefði vel geta unnið stærri sigur. Fótbolti 15.3.2007 22:12 Tottenham í 8-liða úrslit Tottenham tryggði sér í kvöld sæti í 8-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða með sigri á portúgalska liðinu Braga á heimavelli 3-2. Heimamenn lentu undir snemma leiks með sjálfsmarki Tom Huddlestone, en hinn magnaði Dimitar Berbatov kom Tottenham í 2-1í hálfleik með frábærum mörkum. Gestirnir náðu að jafna leikinn á 61. mínútu en það var svo Steed Malbranque sem tryggði Tottenham samtals 6-4 sigur með marki á 76. mínútu. Fótbolti 14.3.2007 21:51 Tottenham í góðum málum Tottenham hefur yfir 2-1 í hálfleik gegn Braga þegar flautað hefur verið til hálfleiks í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða. Leikurinn er sýndur beint á Sýn og hefur enska liðið haft algjöra yfirburði og er yfir 5-3 samanlagt. Sjálfsmark Tom Huddlestone kom Braga yfir en hinn magnaði Dimitar Berbatov hefur síðan skorað tvö lagleg mörk og komið Tottenham yfir. Fótbolti 14.3.2007 21:01 Tottenham - Braga í beinni á Sýn í kvöld Síðari leikur Tottenham og Braga í 16-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða verður sýndur beint á Sýn í kvöld klukkan 20:05. Enska liðið vann fyrri leikinn í Portúgal 3-2 og er því í ágætri stöðu fyrir þann síðari, en mikil meiðsli eru í herbúðum heimamanna. Fótbolti 14.3.2007 15:52 UEFA Cup: Góður sigur Tottenham í Portúgal Tottenham er í góðri stöðu eftir fyrri leik sinn við portúgalska liðið Braga í 16-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða í kvöld eftir 3-2 útisigur. Nokkur óvænt úrslit litu dagsins ljós í kvöld. Fótbolti 8.3.2007 23:51 Newcastle lagði AZ - Grétar skoraði sjálfsmark Newcastle lagði AZ Alkmaar 4-2 í æsilegum fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða í kvöld. Grétar Rafn Steinsson kom enska liðinu á bragðið á 8. mínútu þegar hann skoraði sjálfsmark og þeir Obafemi Martins (2) og Kieron Dyer tryggðu Newcastle 4-1 stöðu í hálfleik. Shota Arveladze og Danny Koervermans (víti) skoruðu mörk AZ sem gætu reynst dýrmæt fyrir síðari leikinn. Fótbolti 8.3.2007 21:43 Newcastle leiðir 4-1 í hálfleik Newcastle hefur farið á kostum í fyrri hálfleik gegn AZ Alkmaar í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða. Grétar Rafn Steinsson varð fyrir því óláni að koma heimamönnum yfir með sjálfsmarki í byrjun leiks og síðan hafa þeir Obafemi Martins (2) og Kieron Dyer komið Newcastle í 4-1 eftir að Shota Arveladze minnkaði muninn í 3-1 með glæsilegu marki. Leikurinn er sýndur beint á Sýn. Fótbolti 8.3.2007 20:19 Newcastle að sundurspila AZ Alkmaar Newcastle er komið í 3-0 eftir aðeins 23 mínútur gegn AZ Alkmaar í Evrópukeppni félagsliða. Leikmenn Newcastle fara á kostum í leiknum sem sýndur er beint á Sýn. Grétar Rafn Steinsson skoraði sjálfsmark eftir 8 mínútur og þeir Kieron Dyer og Obafemi Martins skoruðu svo annað og þriðja markið með stuttu millibili. Fótbolti 8.3.2007 19:54 Grétar Rafn skoraði sjálfsmark Það er ekki hægt að segja að Grétar Rafn Steinsson byrji vel með AZ Alkmaar í leiknum gegn Newcastle í Evrópukeppni félagsliða sem sýndur er beint á sjónvarpsstöðinni Sýn. Grétar skoraði sjálfsmark á áttundu mínútu leiksins og því hefur enska liðið fengið draumabyrjun. Fótbolti 8.3.2007 19:41 Grétar Rafn í byrjunarliði AZ gegn Newcastle Grétar Rafn Steinsson verður í byrjunarliði AZ Alkmaar á ný þegar liðið sækir Newcastle heim á St. James Park í Evrópukeppni félagsliða í kvöld. Þetta er fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum keppninnar og verður leikurinn sýndur beint á Sýn klukkan 19:30. Grétar gat ekki spilað með liðinu vegna meiðsla þegar það mætti Utrecht um helgina, en er nú klár í slaginn. Fótbolti 8.3.2007 19:01 Newcastle í 16-liða úrslit Enska liðið Newcastle tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða með 1-0 sigri á belgíska liðinu Zulte-Waregem á heimavelli. Það var Obafemi Martins sem skoraði sigurmark Newcastle, sem mætir Grétari Steinssyni og félögum í AZ Alkmaar í næstu umferð. AZ gerði 2-2 jafntefli við Fenerbahce í kvöld og fór áfram á útimörkum. Fótbolti 22.2.2007 21:48 Blackburn úr leik í Evrópukeppninni Enska liðið Blackburn er úr leik í Evrópukeppni félagsliða eftir 0-0 jafntefli gegn Leverkusen í síðari leik liðanna í 32-liða úrslitum keppninnar á Ewood Park í kvöld. Leverkusen vann fyrri leikinn 3-2 og er komið í 16-liða úrslit. Blackburn fékk nokkur ágæt færi í síðari hálfleiknum en náði ekki að nýta þau og er fallið úr leik. Fótbolti 22.2.2007 19:56 Markalaust á Ewood Park í hálfleik Ekkert mark hefur enn litið dagsins ljós í leik Blackburn og Bayer Leverkusen á Ewood Park, en leikurinn er sýndur beint á Sýn. Þetta er síðari leikur liðanna í 32-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða og hefur þýska liðið 3-2 forystu frá fyrri leiknum. Blacburn nægir því 1-0 sigur á heimavelli til að komast áfram í keppninni. Fótbolti 22.2.2007 18:54 Blackburn - Leverkusen í beinni á Sýn Fjöldi leikja er á dagskrá í Evrópukeppni félagsliða í kvöld en þar verða spilaðir síðari leikirnir í 32-liða úrslitum keppninnar. Leikur Blackburn og Bayer Leverkusen verður sýndur beint á Sýn klukkan 18 en þar hefur þýska liðið 3-2 forskot úr fyrri leiknum í Þýskalandi. Fótbolti 22.2.2007 16:48 Newcastle í góðri stöðu Newcastle fór langt með að tryggja sér sæti í 16 liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða í kvöld með 3-1 útisigri á belgíska liðinu Zulte-Waregem í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum. Fyrsta mark leiksins var sjálfsmark heimamanna og þeir Obafemi Martins og Antonie Sibierski gerðu út um leikinn. Fótbolti 15.2.2007 21:46 Öruggur sigur Bremen Nokkrir leikir voru á dagskrá í UEFA bikarnum í kvöld. Bremen vann sannfærandi 3-0 sigur á Ajax á heimavelli, AZ Alkmaar þurfti að sætta sig við 3-3 jafntefli við Fenerbahce í Tyrklandi eftir að hafa komist í 3-1, þar sem Grétar Rafn Steinsson spilaði 90 mínútur fyrir AZ. Fótbolti 14.2.2007 22:23 « ‹ 74 75 76 77 78 ›
Undanúrslitin í UEFA bikarnum á Sýn í kvöld Í kvöld fara fram fyrri undanúrslitaleikirnir í Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu og verða báðir leikir sýndir beint á rásum Sýnar. Espanyol tekur á móti Werder Bremen í beinni á Sýn og hefst útsending klukkan 18:35. Á sama tíma eigast við spænsku liðin Osasuna og Sevilla og er sá leikur í beinni á Sýn Extra. Fótbolti 26.4.2007 14:28
Jol: Sevilla greip okkur í bólinu Martin Jol viðurkenndi að hræðileg byrjun hans manna í Tottenham hefði gert út um vonir þeirra á áframhaldandi þáttöku í Evrópukeppni félagsliða í kvöld. Tottenham lenti undir 2-0 eftir sjö mínútur og eftir það var róðurinn liðinu skiljanlega þungur. Fótbolti 12.4.2007 21:54
Tottenham úr leik þrátt fyrir hetjulega baráttu Enska liðið Tottenham féll í kvöld úr leik í Evrópukeppni félagsliða eftir 2-2 jafntefli við ríkjandi meistarana í Sevilla. Spænska liðið vann fyrri leikinn á Spáni 2-1. Möguleikar Tottenham voru nánast úr sögunni eftir að liðið lenti undir 2-0 eftir aðeins sjö mínútur. Heimamenn gáfust þó ekki upp og jöfnuðu leikinn í 2-2 með mörkum frá Aaron Lennon og Jermain Defoe, en auk þess átti liðið ef til vill að fá vítaspyrnu í leiknum og átti stangarskot í fyrri hálfleik. Fótbolti 12.4.2007 20:41
Sevilla leiðir í hálfleik Sevilla hefur yfir 2-0 gegn Tottenham þegar flautað hefur verið til leikhlés í síðari leikjunum í 8-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða. Sevilla komst í 2-0 eftir aðeins sjö mínútur með sjálfsmarki og marki frá Freddie Kanoute og nú þurfa heimamenn fjögur mörk í síðari hálfleik til að komast í undanúrslitin. Leikurinn er í beinni á Sýn Extra. Fótbolti 12.4.2007 19:40
Sevilla komst í 2-0 eftir sjö mínútur Sevilla er komið með annan fótinn í undanúrslit Evrópukeppni félagsliða eftir sannkallaða draumabyrjun í síðari leiknum gegn Tottenham á White Hart Lane. Spænska liðið komst í 2-0 eftir aðeins sjö mínútna leik og leiðir 4-1 samanlagt. Fyrra markið var sjálfsmark á þriðju mínútu en fyrrum leikmaður Tottenham, Freddie Kanoute, skoraði það síðara. Fótbolti 12.4.2007 19:02
Einn leikfær varnarmaður hjá Tottenham Miðvörðurinn Ledley King mun væntanlega verða í byrjunarliði Tottenham í fyrsta skipti síðan um jólin þegar liðið tekur á móti Sevilla í síðari leiknum í 8-liða úrslitum UEFA keppninnar í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn klukkan 18:45 en spænska liðið vann fyrri leikinn 2-1. Fótbolti 12.4.2007 13:58
Enskir stuðningsmenn enn til vandræða Enskir stuðningsmenn komust annan daginn í röð í fréttirnar fyrir ólæti sín á erlendri grundu í kvöld þegar fylgismenn Tottenham flugust á við óeirðalögreglu í Sevilla. Til harðra átaka kom á áhorfendabekkjunum á meðan leik stóð, en þeir höfðu reyndir verið með ólæti fyrir utan leikvöllinn nokkru áður en leikurinn hófst. Fótbolti 5.4.2007 20:51
Tottenham lá í Sevilla Tottenham tapaði 2-1 fyrir Sevilla í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða í kvöld. Robbie Keane kom enska liðinu yfir eftir rúma mínútu, en fyrrum leikmaður Tottenham, Freddie Kanoute, jafnaði skömmu síðar. Alexander Kerzhakov skoraði sigurmark spænska liðsins eftir 36 mínútur. Fótbolti 5.4.2007 20:45
Grétar Rafn verður í banni í Þýskalandi Landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson verður í leikbanni í síðari leik AZ Alkmaar og Werder Bremen í Evrópukeppni félagsliða. Grétar fékk að líta gula spjaldið á 75. mínútu leiks í kvöld og fer því í bann vegna gulra spjalda. Staðan í leiknum er enn jöfn 0-0 en leikurinn hefur verið mjög skemmtilegur engu að síður. Fótbolti 5.4.2007 20:18
Sevilla yfir í hálfleik Sevilla hefur yfir 2-1 gegn Tottenham á heimavelli þegar flautað hefur verið til hálfleiks í fyrri viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða. Robbie Keane kom gestunum yfir á 2. mínútu en fyrrum leikmaður Tottenham Freddie Kanoute jafnaði skömmu síðar. Það var svo Alexander Kerzhakov sem kom heimamönnum yfir á 36. mínútu. Leikurinn er sýndur beint á Sýn Extra og á VefTV hér á Vísi. Fótbolti 5.4.2007 19:31
Tottenham getur jafnað met í kvöld Fyrri leikirnir í fjórðungsúrslitum Evrópukeppni félagsliða fara fram í kvöld. Leikur Sevilla og Tottenham verður sýndur beint á Sýn Extra og þar getur enska liðið jafnað met Parma og Gladbach með níunda sigri sínum í röð í keppninni. Útsending frá leiknum hefst klukkan 18:30. Fótbolti 5.4.2007 14:31
Beiðni Sevilla vísað frá Fyrri leikur Sevilla og Tottenham í átta liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða fer fram fimmta apríl eins og til stóð. Spænska liðið vildi láta færa leikinn til vegna hátíðarhalda í borginni á skírdag, en Knattspyrnusambandið neitaði beiðninni. Fótbolti 22.3.2007 14:14
Sevilla vill ekki spila á skírdag Forráðamenn spænska knattspyrnuliðsins Sevilla hafa farið þess á leit við Knattspyrnusamband Evrópu að fyrri leikur liðsins við Tottenham í 8-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða verði færður. Leikurinn er á dagskrá 5. apríl, en það er skírdagur. Fótbolti 21.3.2007 16:49
Tottenham mætir Evrópumeisturunum Í dag var dregið um hvaða lið mætast í 8-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða. Tottenham mætir Evrópumeisturum Sevilla frá Spáni og Grétar Rafn Steinsson og félagar í AZ Alkmaar fá erfitt verkefni þegar þeir mæta Werder Bremen. Fótbolti 16.3.2007 13:10
Frækinn sigur AZ á Newcastle AZ Alkmaar vann í kvöld góðan 2-0 sigur á Newcastle í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða og sendu þar með enska liðið úr keppni þrátt fyrir 4-2 tap í fyrri leiknum á Englandi. Grétar Rafn Steinsson var á sínum stað í vörninni hjá hollenska liðinu sem er greinilega til alls líklegt í keppninni. Shota Arveladze og Danny Koevermans skoruðu mörk AZ í kvöld, en liðið hefði vel geta unnið stærri sigur. Fótbolti 15.3.2007 22:12
Tottenham í 8-liða úrslit Tottenham tryggði sér í kvöld sæti í 8-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða með sigri á portúgalska liðinu Braga á heimavelli 3-2. Heimamenn lentu undir snemma leiks með sjálfsmarki Tom Huddlestone, en hinn magnaði Dimitar Berbatov kom Tottenham í 2-1í hálfleik með frábærum mörkum. Gestirnir náðu að jafna leikinn á 61. mínútu en það var svo Steed Malbranque sem tryggði Tottenham samtals 6-4 sigur með marki á 76. mínútu. Fótbolti 14.3.2007 21:51
Tottenham í góðum málum Tottenham hefur yfir 2-1 í hálfleik gegn Braga þegar flautað hefur verið til hálfleiks í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða. Leikurinn er sýndur beint á Sýn og hefur enska liðið haft algjöra yfirburði og er yfir 5-3 samanlagt. Sjálfsmark Tom Huddlestone kom Braga yfir en hinn magnaði Dimitar Berbatov hefur síðan skorað tvö lagleg mörk og komið Tottenham yfir. Fótbolti 14.3.2007 21:01
Tottenham - Braga í beinni á Sýn í kvöld Síðari leikur Tottenham og Braga í 16-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða verður sýndur beint á Sýn í kvöld klukkan 20:05. Enska liðið vann fyrri leikinn í Portúgal 3-2 og er því í ágætri stöðu fyrir þann síðari, en mikil meiðsli eru í herbúðum heimamanna. Fótbolti 14.3.2007 15:52
UEFA Cup: Góður sigur Tottenham í Portúgal Tottenham er í góðri stöðu eftir fyrri leik sinn við portúgalska liðið Braga í 16-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða í kvöld eftir 3-2 útisigur. Nokkur óvænt úrslit litu dagsins ljós í kvöld. Fótbolti 8.3.2007 23:51
Newcastle lagði AZ - Grétar skoraði sjálfsmark Newcastle lagði AZ Alkmaar 4-2 í æsilegum fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða í kvöld. Grétar Rafn Steinsson kom enska liðinu á bragðið á 8. mínútu þegar hann skoraði sjálfsmark og þeir Obafemi Martins (2) og Kieron Dyer tryggðu Newcastle 4-1 stöðu í hálfleik. Shota Arveladze og Danny Koervermans (víti) skoruðu mörk AZ sem gætu reynst dýrmæt fyrir síðari leikinn. Fótbolti 8.3.2007 21:43
Newcastle leiðir 4-1 í hálfleik Newcastle hefur farið á kostum í fyrri hálfleik gegn AZ Alkmaar í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða. Grétar Rafn Steinsson varð fyrir því óláni að koma heimamönnum yfir með sjálfsmarki í byrjun leiks og síðan hafa þeir Obafemi Martins (2) og Kieron Dyer komið Newcastle í 4-1 eftir að Shota Arveladze minnkaði muninn í 3-1 með glæsilegu marki. Leikurinn er sýndur beint á Sýn. Fótbolti 8.3.2007 20:19
Newcastle að sundurspila AZ Alkmaar Newcastle er komið í 3-0 eftir aðeins 23 mínútur gegn AZ Alkmaar í Evrópukeppni félagsliða. Leikmenn Newcastle fara á kostum í leiknum sem sýndur er beint á Sýn. Grétar Rafn Steinsson skoraði sjálfsmark eftir 8 mínútur og þeir Kieron Dyer og Obafemi Martins skoruðu svo annað og þriðja markið með stuttu millibili. Fótbolti 8.3.2007 19:54
Grétar Rafn skoraði sjálfsmark Það er ekki hægt að segja að Grétar Rafn Steinsson byrji vel með AZ Alkmaar í leiknum gegn Newcastle í Evrópukeppni félagsliða sem sýndur er beint á sjónvarpsstöðinni Sýn. Grétar skoraði sjálfsmark á áttundu mínútu leiksins og því hefur enska liðið fengið draumabyrjun. Fótbolti 8.3.2007 19:41
Grétar Rafn í byrjunarliði AZ gegn Newcastle Grétar Rafn Steinsson verður í byrjunarliði AZ Alkmaar á ný þegar liðið sækir Newcastle heim á St. James Park í Evrópukeppni félagsliða í kvöld. Þetta er fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum keppninnar og verður leikurinn sýndur beint á Sýn klukkan 19:30. Grétar gat ekki spilað með liðinu vegna meiðsla þegar það mætti Utrecht um helgina, en er nú klár í slaginn. Fótbolti 8.3.2007 19:01
Newcastle í 16-liða úrslit Enska liðið Newcastle tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða með 1-0 sigri á belgíska liðinu Zulte-Waregem á heimavelli. Það var Obafemi Martins sem skoraði sigurmark Newcastle, sem mætir Grétari Steinssyni og félögum í AZ Alkmaar í næstu umferð. AZ gerði 2-2 jafntefli við Fenerbahce í kvöld og fór áfram á útimörkum. Fótbolti 22.2.2007 21:48
Blackburn úr leik í Evrópukeppninni Enska liðið Blackburn er úr leik í Evrópukeppni félagsliða eftir 0-0 jafntefli gegn Leverkusen í síðari leik liðanna í 32-liða úrslitum keppninnar á Ewood Park í kvöld. Leverkusen vann fyrri leikinn 3-2 og er komið í 16-liða úrslit. Blackburn fékk nokkur ágæt færi í síðari hálfleiknum en náði ekki að nýta þau og er fallið úr leik. Fótbolti 22.2.2007 19:56
Markalaust á Ewood Park í hálfleik Ekkert mark hefur enn litið dagsins ljós í leik Blackburn og Bayer Leverkusen á Ewood Park, en leikurinn er sýndur beint á Sýn. Þetta er síðari leikur liðanna í 32-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða og hefur þýska liðið 3-2 forystu frá fyrri leiknum. Blacburn nægir því 1-0 sigur á heimavelli til að komast áfram í keppninni. Fótbolti 22.2.2007 18:54
Blackburn - Leverkusen í beinni á Sýn Fjöldi leikja er á dagskrá í Evrópukeppni félagsliða í kvöld en þar verða spilaðir síðari leikirnir í 32-liða úrslitum keppninnar. Leikur Blackburn og Bayer Leverkusen verður sýndur beint á Sýn klukkan 18 en þar hefur þýska liðið 3-2 forskot úr fyrri leiknum í Þýskalandi. Fótbolti 22.2.2007 16:48
Newcastle í góðri stöðu Newcastle fór langt með að tryggja sér sæti í 16 liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða í kvöld með 3-1 útisigri á belgíska liðinu Zulte-Waregem í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum. Fyrsta mark leiksins var sjálfsmark heimamanna og þeir Obafemi Martins og Antonie Sibierski gerðu út um leikinn. Fótbolti 15.2.2007 21:46
Öruggur sigur Bremen Nokkrir leikir voru á dagskrá í UEFA bikarnum í kvöld. Bremen vann sannfærandi 3-0 sigur á Ajax á heimavelli, AZ Alkmaar þurfti að sætta sig við 3-3 jafntefli við Fenerbahce í Tyrklandi eftir að hafa komist í 3-1, þar sem Grétar Rafn Steinsson spilaði 90 mínútur fyrir AZ. Fótbolti 14.2.2007 22:23