„Það vill enginn vera með þessar hugsanir eða langanir“ Lovísa Arnardóttir skrifar 23. mars 2025 12:31 Til úrræðisins leita bæði einstaklingar sem hafa brotið á öðrum og einstaklingar sem hafa hugsað um að brjóta á öðrum, fullorðnum og börnum. Vísir/Anton Brink Sálfræðingur hjá Taktu skrefið segir skömm sameiginlega hjá öllum sem leiti til þeirra. Stóra markmið meðferðarinnar sé að koma í veg fyrir frekara ofbeldi. Rannsóknir sýni að meðferð geti komið í veg fyrir að menn brjóti aftur af sér. Stór hluti sem leitar til þeirra er þó einnig fólk sem ekki hefur brotið á öðrum en er með hugsanir eða langanir sem það hefur áhyggjur af. Taktu skrefið er úrræði fyrir fólk sem hefur áhyggjur af kynferðislegri hegðun sinni eða hefur beitt aðra kynferðisofbeldi. Frá því að Taktu skrefið var stofnað 2021 hafa sálfræðingar teymisins veitt rúmlega 700 viðtöl. Heildarfjöldi einstaklinga sem hafa leitað til úrræðisins og fengið þjónustu, viðtöl eða meðferð er 104. Fjölgun hefur verið í fjölda sem leita til úrræðisins ár hvert. Jóhanna Dagbjartsdóttir, sálfræðingur hjá Taktu skrefið, segir reynt að passa að það sé ekki biðlisti. Flestir hafi samband í gegnum netfangið og yfirleitt sé hægt að koma fólki að innan viku eða í mesta lagi tveggja vikna. Þröskuldurinn hár að hafa samband „Við reynum að bregðast mjög hratt við í þessum málum. Við vitum að þröskuldurinn að hafa samband er hár og því er mikilvægt að fólk komist fljótt að. Þetta eru mestmegnis karlar en það leita til okkar konur líka. Sem við erum ánægðar með því þetta einskorðast ekki við karlmenn,“ segir Jóhanna. Fólk á öllu aldursbili hefur leitað til þeirra en flestir eru á aldrinum 20 til 40 ára. Þau taka þó aðeins á móti fólki á fullorðinsaldri en börn með óviðeigandi eða skaðlega kynhegðun geta leitað til SÓK-teymis Barna- og fjölskyldustofu. Fjallað var um það á Vísi á dögunum. „Fólk leitar til okkar vegna áhyggna af kynferðislegri hegðun sinni og hugsunum. Við höfum veitt einstaklingum meðferð sem hlotið hafa dóm og lúta þeim sérskilyrðum að sækja meðferð hjá Taktu skrefið.“ Einnig vísi lögreglan til þeirra fólki sem sé til rannsóknar vegna kynferðisbrota. „Þetta eru bæði þeir sem hafa gert eitthvað og fengið dóm, þau sem hafa verið sökuð um að gera eitthvað og eru í réttarkerfinu á einhvern hátt, og svo líka hinn hópurinn sem hefur áhyggjur af hugsunum sínum. Fólk sem hefur ekki verið kært eða verið sakað um nokkuð, en hefur áhyggjur af hegðun sinni til dæmis á netinu og vill fá aðstoð með það.“ Jóhanna segir reynt að passa að það sé ekki biðlisti. Flestir hafi samband í gegnum netfangið og yfirleitt sé hægt að koma fólki að innan viku eða í mesta lagi tveggja vikna. „Við reynum að bregðast mjög hratt við í þessum málum. Við vitum að þröskuldurinn að hafa samband er hár og því er mikilvægt að fólk komist fljótt að.“ Hún segir þjónustuna fyrir fólk sem hefur beitt eða hugsað um að beita hvers kyns kynferðisofbeldi. Ísland sé ekki nógu stórt til að vera með sérhæfða meðferð eingöngu fyrir þau sem til dæmis brjóta á börnum. Meirihluti með hugsanir eða langanir gagnvart börnum „Við höfðum þetta vítt og fyrir fólk sem hefur áhyggjur af kynferðislegum hugsunum eða hegðun. Þannig að þetta eru alls ekki bara þau sem hafa kynferðislegar hugsanir eða langanir gagnvart börnum. Þetta er líka úrræði fyrir fólk með óæskilegar hugsanir eða langanir gagnvart fullorðnum.“ Af þeim sem leiti til þeirra séu þó fleiri sem hafi hugsanir eða langanir til barna. Um 60 prósent séu með hugsanir eða langanir til barna á meðan um 40 prósent séu með langanir eða hugsanir gagnvart fullorðnum. „Þetta blandast líka oft saman.“ Til samanburðar má nefna að í afbrotatölfræði lögreglunnar er hlutfall kynferðisbrota gegn börnum og barnaníð af öllum kynferðisbrotum um 20 til 40 prósent á árabilinu 2010 til 2021. Á sálfræðingum Taktu skrefið hvílir tilkynningarskylda samkvæmt siðareglum sálfræðinga. Þau þurfa því að tilkynna til lögreglu eða barnaverndar meti þau að einhver sé í hættu eða fá vitneskju um að brotið hafi verið á barni. „Hugsanir eða langanir eru ekki lögbrot, þannig við tilkynnum það ekki.“ Þá segir hún sumt á netinu á gráu svæði, eins og að skoða efni á netinu sem er teiknað. „Það eru mörg grá svæði og vandmeðfarin.“ Fjölbreytt meðferð fyrir fjölbreyttan hóp Þær þrjár sem stofnuðu þetta og sinna meðferðinni að stærstum hluta eru allar sálfræðingar. Það eru, auk Jóhönnu, þær Anna Kristín Newton og Henrietta Ósk Gunnarsdóttir. Meðferðin sem um ræðir er því í flestum tilfellum einhvers konar samtalsmeðferð. Hópurinn sem kemur til þeirra er fjölbreyttur og meðferðin tekur mið af því hvort, til dæmis, fólk er búið að brjóta af sér eða ekki. „Það er ekkert ein meðferð til sem virkar alltaf við þessu og við vinnum með marga þætti. Við vinnum með þessar hugsanir og langanir en líka með tengsl við aðra og bjargráðin þeirra. Við vinnum með stöðu í samfélaginu og skömmina,“ segir Jóhanna og að það séu miklar áskoranir í þessari meðferð. Hún segir skömmina þó sameiginlega í öllum þessum málum. „Það vill enginn vera með þessar hugsanir eða langanir.“ Hún segir að erlendar rannsóknir sýni að almennt sé ítrekunartíðni kynferðisbrota um 10 til 15 prósent og að meðferð geti dregið úr þessari ítrekunartíðni. „Rannsóknir sýna að meðferð getur dregið úr þessari ítrekunarnartíðni allt að 50 prósent. Þannig við teljum að við séum að gera eitthvað svipað og að við séum að ná niður um helming sem hefur þegar brotið af sér. Svo horfum við á þetta sem risastóra forvörn fyrir brotum. Þau sem koma til okkar með áhyggjur af hugsunum og löngunum en hafa ekki gert neitt. Við hjálpum þeim að setja upp sterk öryggisplön og vinnum í forvörnum gagnvart því að þessir einstaklingar brjóti af sér síðar meir.“ Jóhanna segir til dæmis unnið að því að gera öryggisplan með skjólstæðingum. Vísir/Anton Brink Skemma ekki gott líf Hún segir öryggisplanið snúast að mestu um að byggja manneskjunni gott og fullnægjandi líf þar sem öllum helstu þörfum fólks er mætt. „Ef einhver lifir lífi sem hann er mjög sáttur með er ólíklegra að hann vilji skemma það. Öryggisplanið getur þannig snúist um að vinna að þessum þáttum en getur líka verið plan um hvað manneskjan eigi að gera ef þessar hugsanir eða langanir koma upp. Hvaða þröskulda þurfi að setja upp til að draga úr líkum á að þetta fari of langt.“ Hún segir tilviljanakenndar aðstæður oft verða til þess að einhver ákveður að brjóta á öðrum. En stundum sé gerandi líka búinn að búa aðstæðurnar til og búinn að undirbúa það í langan tíma. „Það er hópur sem er með einbeittan brotavilja, sem er að plana og þess vegna þekkjum við orð eins og „grooma“. Það er algengast að slík brot séu innan fjölskyldna. Það er kannski ekki stærri hópurinn, en það er hópur.“ Í mörgum tilfellum sé brotið á öðrum einfaldlega vegna þess að tækifæri býðst. „En að því sögðu, þá er samt alltaf líka eitthvað búið að eiga sér stað langt þar á undan. Flestir eru með hömlur um að brjóta á öðrum. Við förum ekki beint í að meiða annan. Það er eitthvað ferli búið að eiga sér stað þegar þetta gerist. Hægt og rólega eru einhverjar hömlur búnar að brotna niður og fólk komið yfir einhverja þröskulda og veggi. Þetta byrjar yfirleitt ekki á brotinu sjálfu, þó að tækifæri gefist.“ Hvað varðar líf gerenda eftir brot segir Jóhanna að það væri auðvitað voðalega þægilegt ef það væri eitthvað handrit fyrir gerendur um það hvernig líf þeir mega eiga, hvað þeir mega gera og hvernig þeir eiga að bregðast við eftir að hafa brotið á öðrum. Það sé þó alls ekki staðreyndin. „Vinnan okkar snýst að stórum hluta einmitt um þetta. Við erum með einhvern sem er búinn að fá dóm eða er búinn að játa eða búið að komast upp um brotið, og hvað þá? Oft eru litlar líkur á að fólk brjóti aftur af sér. Þegar manneskja er handtekin og dæmd og fær refsingu virkar það oft ágætlega sem fyrirbyggjandi fyrir annað brot.“ Fólk fái alltaf tvo dóma Í svona málum fái fólk þó alltaf tvo dóma. „Það er dómur réttarkerfisins og dómur samfélagsins, og hann kannski fylgir alla ævi. Þó að fólk sé búið að taka út sína refsingu þá er samfélagið ekki til í að líta svo á að þetta sé búið.“ Hluti af samfélagslegu refsingunni sé að til dæmis ekki geta sinnt starfi þar sem manneskjan er mjög áberandi í samfélaginu. Samfélagslegi dómurinn getur einnig verið hluti af vantrausti til réttarkerfisins. „Fólki getur liðið eins og það þurfi að passa að fólk brjóti ekki aftur af sér og sé þá með því að draga brotið upp aftur og aftur að koma í veg fyrir það. En ég veit ekki hvort það virki. Ég hef ekki séð rannsóknir sem sýna það og oftast hefur maður heyrt frá þolendum og gerendum að þetta er ekki að hjálpa.“ Jóhanna segir fólk af öllum kynjum og breiðu aldursbili hafa leitað í meðferð hjá Taktu skrefið. Vísir/Anton Brink Hún segir stóra markmiðið með þessari vinnu að draga úr ofbeldi. „Það þarf líka að vinna með þennan hóp. Við sjáum og vitum að þessum brotum hefur ekki fækkað í gegnum aldirnar þó það hafi verið refsað með dómsmálum og samfélagslega. Það er umdeilt hvort dómarnir séu nægilega harðir en við getum alveg borið okkur saman við lönd þar sem dómar eru harðir og þetta viðgengst líka þar. Þannig það þarf að fara aðrar leiðir að þessu og rannsóknir sýna að við getum minnkað ítrekunartíðni með meðferð. Ef við getum fækkað um einhver börn sem brotið er á verðum við afskaplega glöð.“ Í heild hafa átta verið dæmdir til meðferðar í úrræðinu. Það eru þá yfirleitt sérskilyrði sem eru hluti af annarri refsingu sem er ekki afplánuð í fangelsi. „Þetta er að aukast. Ég starfa líka í Heimilisfriði og það er líka verið að nýta þetta í dómum vegna heimilisofbeldis,“ segir Jóhanna og að það sé þróun sem hún fagnar. Koma menn tilbúnir? „Það er svo annað mál. Það er eitthvað sem á eftir að vinna með Fangelsismálastofnun sem sér um fullnustu refsingar. Hvernig þessu er fylgt eftir, hvort þetta sé skylda og hvað gerist ef manneskjan mætir ekki. Þetta er í þróun og er að byrja. Við fögnum þessu. Við vitum samt að þegar fólk er skikkað í meðferð er minni árangur Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Kynbundið ofbeldi Félagsmál Barnavernd Dómsmál Tengdar fréttir Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra ofbeldis- og kynheilbrigðismála hjá Barnaheillum, telur ofbeldi gegn börnum miklu stærra vandamál en fólk geri sér grein fyrir. Hún segir ekki eðlilegt að á Íslandi séu mörg hundruð manns tilbúin til að klæmast við börn og hitta þau í kynferðislegum tilgangi. Það þurfi fleiri úrræði fyrir gerendur og meiri fræðslu fyrir samfélagið allt. 4. febrúar 2025 08:53 Tugir leitað sér aðstoðar vegna kynferðislegra hugsana eða hegðunar gagnvart börnum Fjörtíu og einn einstaklingur, þar af ein kona, sóttu meðferð í gegnum úrræðið Taktu skrefið árið 2022. Um er að ræða úrræði fyrir þá sem hafa áhyggjur af kynferðislegum hugsunum sínum eða hegðun, eða hafa þegar beitt kynferðisofbeldi. 11. júlí 2023 06:29 Mest lesið Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Innlent Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Innlent Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Erlent Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Erlent Stefna á að loka skólanum á næsta ári Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Innlent Blöskrar að fyrrverandi sambýlismaður gangi laus Innlent Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Erlent Fleiri fréttir Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Grunaðir um að neyða mann upp í bíl og stinga hann með felgulykli Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Stefna á að loka skólanum á næsta ári Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Viðkvæmt mál, lokakafli og ökklabönd á eltihrella Verkfræðingar felldu samning „Við skulum ekki gera pólitík úr þessu máli“ Hafnfirðingar greiða Rio Tinto 26 milljónir vegna Reykjanesbrautar Sinnir ekki þingstörfum á næstunni Vilja herða mengunarvarnir í lögsögu Íslands MAST rannsakar gat á sjókví Arnarlax í Patreksfirði Bjargaði sér í Afríku þegar Vestfjarðaflugið gekk ekki Rúmbetri sjúkrabílar á leið á göturnar Guðrún Hafsteinsdóttir heldur fast í Árna Grétar Hratt vaxandi skjálftavirkni Blöskrar að fyrrverandi sambýlismaður gangi laus Trén fallin Trjáfellingum lokið í Öskjuhlíð og enn er beðið eftir gosi Manni kastað fram af svölum fyrir norðan Svefnvana Gnarr varð var við grunsamlegan skemmdarvarg Kvikmyndaskóli Íslands er gjaldþrota Sjá meira
Taktu skrefið er úrræði fyrir fólk sem hefur áhyggjur af kynferðislegri hegðun sinni eða hefur beitt aðra kynferðisofbeldi. Frá því að Taktu skrefið var stofnað 2021 hafa sálfræðingar teymisins veitt rúmlega 700 viðtöl. Heildarfjöldi einstaklinga sem hafa leitað til úrræðisins og fengið þjónustu, viðtöl eða meðferð er 104. Fjölgun hefur verið í fjölda sem leita til úrræðisins ár hvert. Jóhanna Dagbjartsdóttir, sálfræðingur hjá Taktu skrefið, segir reynt að passa að það sé ekki biðlisti. Flestir hafi samband í gegnum netfangið og yfirleitt sé hægt að koma fólki að innan viku eða í mesta lagi tveggja vikna. Þröskuldurinn hár að hafa samband „Við reynum að bregðast mjög hratt við í þessum málum. Við vitum að þröskuldurinn að hafa samband er hár og því er mikilvægt að fólk komist fljótt að. Þetta eru mestmegnis karlar en það leita til okkar konur líka. Sem við erum ánægðar með því þetta einskorðast ekki við karlmenn,“ segir Jóhanna. Fólk á öllu aldursbili hefur leitað til þeirra en flestir eru á aldrinum 20 til 40 ára. Þau taka þó aðeins á móti fólki á fullorðinsaldri en börn með óviðeigandi eða skaðlega kynhegðun geta leitað til SÓK-teymis Barna- og fjölskyldustofu. Fjallað var um það á Vísi á dögunum. „Fólk leitar til okkar vegna áhyggna af kynferðislegri hegðun sinni og hugsunum. Við höfum veitt einstaklingum meðferð sem hlotið hafa dóm og lúta þeim sérskilyrðum að sækja meðferð hjá Taktu skrefið.“ Einnig vísi lögreglan til þeirra fólki sem sé til rannsóknar vegna kynferðisbrota. „Þetta eru bæði þeir sem hafa gert eitthvað og fengið dóm, þau sem hafa verið sökuð um að gera eitthvað og eru í réttarkerfinu á einhvern hátt, og svo líka hinn hópurinn sem hefur áhyggjur af hugsunum sínum. Fólk sem hefur ekki verið kært eða verið sakað um nokkuð, en hefur áhyggjur af hegðun sinni til dæmis á netinu og vill fá aðstoð með það.“ Jóhanna segir reynt að passa að það sé ekki biðlisti. Flestir hafi samband í gegnum netfangið og yfirleitt sé hægt að koma fólki að innan viku eða í mesta lagi tveggja vikna. „Við reynum að bregðast mjög hratt við í þessum málum. Við vitum að þröskuldurinn að hafa samband er hár og því er mikilvægt að fólk komist fljótt að.“ Hún segir þjónustuna fyrir fólk sem hefur beitt eða hugsað um að beita hvers kyns kynferðisofbeldi. Ísland sé ekki nógu stórt til að vera með sérhæfða meðferð eingöngu fyrir þau sem til dæmis brjóta á börnum. Meirihluti með hugsanir eða langanir gagnvart börnum „Við höfðum þetta vítt og fyrir fólk sem hefur áhyggjur af kynferðislegum hugsunum eða hegðun. Þannig að þetta eru alls ekki bara þau sem hafa kynferðislegar hugsanir eða langanir gagnvart börnum. Þetta er líka úrræði fyrir fólk með óæskilegar hugsanir eða langanir gagnvart fullorðnum.“ Af þeim sem leiti til þeirra séu þó fleiri sem hafi hugsanir eða langanir til barna. Um 60 prósent séu með hugsanir eða langanir til barna á meðan um 40 prósent séu með langanir eða hugsanir gagnvart fullorðnum. „Þetta blandast líka oft saman.“ Til samanburðar má nefna að í afbrotatölfræði lögreglunnar er hlutfall kynferðisbrota gegn börnum og barnaníð af öllum kynferðisbrotum um 20 til 40 prósent á árabilinu 2010 til 2021. Á sálfræðingum Taktu skrefið hvílir tilkynningarskylda samkvæmt siðareglum sálfræðinga. Þau þurfa því að tilkynna til lögreglu eða barnaverndar meti þau að einhver sé í hættu eða fá vitneskju um að brotið hafi verið á barni. „Hugsanir eða langanir eru ekki lögbrot, þannig við tilkynnum það ekki.“ Þá segir hún sumt á netinu á gráu svæði, eins og að skoða efni á netinu sem er teiknað. „Það eru mörg grá svæði og vandmeðfarin.“ Fjölbreytt meðferð fyrir fjölbreyttan hóp Þær þrjár sem stofnuðu þetta og sinna meðferðinni að stærstum hluta eru allar sálfræðingar. Það eru, auk Jóhönnu, þær Anna Kristín Newton og Henrietta Ósk Gunnarsdóttir. Meðferðin sem um ræðir er því í flestum tilfellum einhvers konar samtalsmeðferð. Hópurinn sem kemur til þeirra er fjölbreyttur og meðferðin tekur mið af því hvort, til dæmis, fólk er búið að brjóta af sér eða ekki. „Það er ekkert ein meðferð til sem virkar alltaf við þessu og við vinnum með marga þætti. Við vinnum með þessar hugsanir og langanir en líka með tengsl við aðra og bjargráðin þeirra. Við vinnum með stöðu í samfélaginu og skömmina,“ segir Jóhanna og að það séu miklar áskoranir í þessari meðferð. Hún segir skömmina þó sameiginlega í öllum þessum málum. „Það vill enginn vera með þessar hugsanir eða langanir.“ Hún segir að erlendar rannsóknir sýni að almennt sé ítrekunartíðni kynferðisbrota um 10 til 15 prósent og að meðferð geti dregið úr þessari ítrekunartíðni. „Rannsóknir sýna að meðferð getur dregið úr þessari ítrekunarnartíðni allt að 50 prósent. Þannig við teljum að við séum að gera eitthvað svipað og að við séum að ná niður um helming sem hefur þegar brotið af sér. Svo horfum við á þetta sem risastóra forvörn fyrir brotum. Þau sem koma til okkar með áhyggjur af hugsunum og löngunum en hafa ekki gert neitt. Við hjálpum þeim að setja upp sterk öryggisplön og vinnum í forvörnum gagnvart því að þessir einstaklingar brjóti af sér síðar meir.“ Jóhanna segir til dæmis unnið að því að gera öryggisplan með skjólstæðingum. Vísir/Anton Brink Skemma ekki gott líf Hún segir öryggisplanið snúast að mestu um að byggja manneskjunni gott og fullnægjandi líf þar sem öllum helstu þörfum fólks er mætt. „Ef einhver lifir lífi sem hann er mjög sáttur með er ólíklegra að hann vilji skemma það. Öryggisplanið getur þannig snúist um að vinna að þessum þáttum en getur líka verið plan um hvað manneskjan eigi að gera ef þessar hugsanir eða langanir koma upp. Hvaða þröskulda þurfi að setja upp til að draga úr líkum á að þetta fari of langt.“ Hún segir tilviljanakenndar aðstæður oft verða til þess að einhver ákveður að brjóta á öðrum. En stundum sé gerandi líka búinn að búa aðstæðurnar til og búinn að undirbúa það í langan tíma. „Það er hópur sem er með einbeittan brotavilja, sem er að plana og þess vegna þekkjum við orð eins og „grooma“. Það er algengast að slík brot séu innan fjölskyldna. Það er kannski ekki stærri hópurinn, en það er hópur.“ Í mörgum tilfellum sé brotið á öðrum einfaldlega vegna þess að tækifæri býðst. „En að því sögðu, þá er samt alltaf líka eitthvað búið að eiga sér stað langt þar á undan. Flestir eru með hömlur um að brjóta á öðrum. Við förum ekki beint í að meiða annan. Það er eitthvað ferli búið að eiga sér stað þegar þetta gerist. Hægt og rólega eru einhverjar hömlur búnar að brotna niður og fólk komið yfir einhverja þröskulda og veggi. Þetta byrjar yfirleitt ekki á brotinu sjálfu, þó að tækifæri gefist.“ Hvað varðar líf gerenda eftir brot segir Jóhanna að það væri auðvitað voðalega þægilegt ef það væri eitthvað handrit fyrir gerendur um það hvernig líf þeir mega eiga, hvað þeir mega gera og hvernig þeir eiga að bregðast við eftir að hafa brotið á öðrum. Það sé þó alls ekki staðreyndin. „Vinnan okkar snýst að stórum hluta einmitt um þetta. Við erum með einhvern sem er búinn að fá dóm eða er búinn að játa eða búið að komast upp um brotið, og hvað þá? Oft eru litlar líkur á að fólk brjóti aftur af sér. Þegar manneskja er handtekin og dæmd og fær refsingu virkar það oft ágætlega sem fyrirbyggjandi fyrir annað brot.“ Fólk fái alltaf tvo dóma Í svona málum fái fólk þó alltaf tvo dóma. „Það er dómur réttarkerfisins og dómur samfélagsins, og hann kannski fylgir alla ævi. Þó að fólk sé búið að taka út sína refsingu þá er samfélagið ekki til í að líta svo á að þetta sé búið.“ Hluti af samfélagslegu refsingunni sé að til dæmis ekki geta sinnt starfi þar sem manneskjan er mjög áberandi í samfélaginu. Samfélagslegi dómurinn getur einnig verið hluti af vantrausti til réttarkerfisins. „Fólki getur liðið eins og það þurfi að passa að fólk brjóti ekki aftur af sér og sé þá með því að draga brotið upp aftur og aftur að koma í veg fyrir það. En ég veit ekki hvort það virki. Ég hef ekki séð rannsóknir sem sýna það og oftast hefur maður heyrt frá þolendum og gerendum að þetta er ekki að hjálpa.“ Jóhanna segir fólk af öllum kynjum og breiðu aldursbili hafa leitað í meðferð hjá Taktu skrefið. Vísir/Anton Brink Hún segir stóra markmiðið með þessari vinnu að draga úr ofbeldi. „Það þarf líka að vinna með þennan hóp. Við sjáum og vitum að þessum brotum hefur ekki fækkað í gegnum aldirnar þó það hafi verið refsað með dómsmálum og samfélagslega. Það er umdeilt hvort dómarnir séu nægilega harðir en við getum alveg borið okkur saman við lönd þar sem dómar eru harðir og þetta viðgengst líka þar. Þannig það þarf að fara aðrar leiðir að þessu og rannsóknir sýna að við getum minnkað ítrekunartíðni með meðferð. Ef við getum fækkað um einhver börn sem brotið er á verðum við afskaplega glöð.“ Í heild hafa átta verið dæmdir til meðferðar í úrræðinu. Það eru þá yfirleitt sérskilyrði sem eru hluti af annarri refsingu sem er ekki afplánuð í fangelsi. „Þetta er að aukast. Ég starfa líka í Heimilisfriði og það er líka verið að nýta þetta í dómum vegna heimilisofbeldis,“ segir Jóhanna og að það sé þróun sem hún fagnar. Koma menn tilbúnir? „Það er svo annað mál. Það er eitthvað sem á eftir að vinna með Fangelsismálastofnun sem sér um fullnustu refsingar. Hvernig þessu er fylgt eftir, hvort þetta sé skylda og hvað gerist ef manneskjan mætir ekki. Þetta er í þróun og er að byrja. Við fögnum þessu. Við vitum samt að þegar fólk er skikkað í meðferð er minni árangur
Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Kynbundið ofbeldi Félagsmál Barnavernd Dómsmál Tengdar fréttir Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra ofbeldis- og kynheilbrigðismála hjá Barnaheillum, telur ofbeldi gegn börnum miklu stærra vandamál en fólk geri sér grein fyrir. Hún segir ekki eðlilegt að á Íslandi séu mörg hundruð manns tilbúin til að klæmast við börn og hitta þau í kynferðislegum tilgangi. Það þurfi fleiri úrræði fyrir gerendur og meiri fræðslu fyrir samfélagið allt. 4. febrúar 2025 08:53 Tugir leitað sér aðstoðar vegna kynferðislegra hugsana eða hegðunar gagnvart börnum Fjörtíu og einn einstaklingur, þar af ein kona, sóttu meðferð í gegnum úrræðið Taktu skrefið árið 2022. Um er að ræða úrræði fyrir þá sem hafa áhyggjur af kynferðislegum hugsunum sínum eða hegðun, eða hafa þegar beitt kynferðisofbeldi. 11. júlí 2023 06:29 Mest lesið Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Innlent Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Innlent Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Erlent Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Erlent Stefna á að loka skólanum á næsta ári Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Innlent Blöskrar að fyrrverandi sambýlismaður gangi laus Innlent Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Erlent Fleiri fréttir Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Grunaðir um að neyða mann upp í bíl og stinga hann með felgulykli Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Stefna á að loka skólanum á næsta ári Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Viðkvæmt mál, lokakafli og ökklabönd á eltihrella Verkfræðingar felldu samning „Við skulum ekki gera pólitík úr þessu máli“ Hafnfirðingar greiða Rio Tinto 26 milljónir vegna Reykjanesbrautar Sinnir ekki þingstörfum á næstunni Vilja herða mengunarvarnir í lögsögu Íslands MAST rannsakar gat á sjókví Arnarlax í Patreksfirði Bjargaði sér í Afríku þegar Vestfjarðaflugið gekk ekki Rúmbetri sjúkrabílar á leið á göturnar Guðrún Hafsteinsdóttir heldur fast í Árna Grétar Hratt vaxandi skjálftavirkni Blöskrar að fyrrverandi sambýlismaður gangi laus Trén fallin Trjáfellingum lokið í Öskjuhlíð og enn er beðið eftir gosi Manni kastað fram af svölum fyrir norðan Svefnvana Gnarr varð var við grunsamlegan skemmdarvarg Kvikmyndaskóli Íslands er gjaldþrota Sjá meira
Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra ofbeldis- og kynheilbrigðismála hjá Barnaheillum, telur ofbeldi gegn börnum miklu stærra vandamál en fólk geri sér grein fyrir. Hún segir ekki eðlilegt að á Íslandi séu mörg hundruð manns tilbúin til að klæmast við börn og hitta þau í kynferðislegum tilgangi. Það þurfi fleiri úrræði fyrir gerendur og meiri fræðslu fyrir samfélagið allt. 4. febrúar 2025 08:53
Tugir leitað sér aðstoðar vegna kynferðislegra hugsana eða hegðunar gagnvart börnum Fjörtíu og einn einstaklingur, þar af ein kona, sóttu meðferð í gegnum úrræðið Taktu skrefið árið 2022. Um er að ræða úrræði fyrir þá sem hafa áhyggjur af kynferðislegum hugsunum sínum eða hegðun, eða hafa þegar beitt kynferðisofbeldi. 11. júlí 2023 06:29