Lögreglumál

Fréttamynd

Náðu líkams­á­rás á mynd­band

Myndband náðist af hópi manna ráðast á einn á fimmta tímanum í nótt. Mennirnir flúðu vettvang en málið er nú í rannsókn. Mikið var um útköll tengd ölvun hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. 

Innlent
Fréttamynd

Á­byrgðin liggi fyrst og fremst hjá for­eldrum

Drengurinn sem er í haldi vegna stunguárásar á menningarnótt hefur verið fluttur á Hólmsheiði vegna líflátshótana. Ráðamenn vilja auka sýnileika lögreglu vegna ofbeldis unglinga en lögreglumaður ítrekar að foreldrar beri fyrst og síðast ábyrgð á börnum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Drengurinn fluttur á Hólms­heiði til að tryggja öryggi hans

Sextán ára drengur sem sætir gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa stungið þrjú á menningarnótt er nú vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir Fangelsismálastofnun ekki vista börn í fangelsum sínum nema það sé í samræmi við hagsmuni barnsins. 

Innlent
Fréttamynd

Stúlkan enn í lífs­hættu

Sextán ára piltur var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 26. september á grundvelli almannahagsmuna vegna stunguárásarinnar í Skúlagötu á Menningarnótt.

Innlent
Fréttamynd

Fallist á kröfu um á­fram­haldandi gæslu­varð­hald

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfu lögreglustjórans á Austurlandi um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um að hafa orðið hjónum að bana í Neskaupstað í síðustu viku. Krafan nær til 6. september næstkomandi. 

Innlent
Fréttamynd

Sér­sveit kölluð til að­stoðar í Safa­mýri

Liðsmenn sérsveitar ríkislögreglustjóra voru kallaðir til aðstoðar lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í Safamýri nú í kvöld. Sjónarvottur segir að þar hafi maður ráðist að öðrum með hníf eftir orðaskipti.

Innlent
Fréttamynd

Bera fyrir sig að hinir krakkarnir séu með hníf

Lögreglan telur að stórfellt átak þurfi til að taka á hnífaburði ungra barna. Dæmi er um að börn gangi um með rafvopn og piparúða. Einnig hefur borið á því að ungmenni mæti með hnífa í skólann.

Innlent
Fréttamynd

Orðið vör við hnífaburð í grunn­skólum Reykja­víkur

Borið hefur á því undanfarna mánuði að börn hafi verið með hníf á sér í grunnskólum og frístundastarfi í Reykjavík. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur hvetur foreldra til að ræða við börnin sín um hve hættulegt það geti verið að ganga með hníf á sér. Koma verði í veg fyrir vopnaburð.

Innlent
Fréttamynd

Einn slasaður í al­var­legu vinnu­slysi í Urriðaholti

Einn var fluttur á slysadeild síðdegis í dag vegna alvarlegs vinnuslyss í Urriðaholti í Garðabæ. Í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að tilkynning um slysið hafi borist lögreglu um klukkan fjögur. Viðbragðsaðilar hafi farið beint á vettvang.

Innlent
Fréttamynd

Fallist á geðrannsókn á hinum grunaða

Lögreglustjórinn á Austurlandi hefur farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem er grunaður um að hafa orðið hjónum að bana í Neskaupstað í síðustu viku. Lögreglan gerði einnig kröfu um geðrannsókn á hinum grunaða en fallist var á þá kröfu.

Innlent
Fréttamynd

Mið­bærinn orðinn hættu­legri

Bareigandi í Reykjavík segir miðbæ Reykjavíkur vera töluvert hættulegri en þegar hann kom hingað til lands frá Brasilíu fyrir um þrjátíu árum. Hann segist vera áhyggjufullur vegna stöðunnar og að reynsla hans af því að alast upp í Brasilíu sé orsökin á því.

Innlent
Fréttamynd

Hafa fundið fimm bílanna

Lögregla höfuðborgarsvæðisins og starfsmenn Heklu hafa fundið fimm af þeim sex bílum sem stolið var úr húsnæði Heklu við Laugaveg í Reykjavík á þriðjudagskvöld.

Innlent
Fréttamynd

Falsboðið hafi borist er­lendis frá

Falsboðið sem lögreglu barst, þegar tilkynnt var að tveir ferðamenn væru fastir í helli í Kerlingarfjöllum, kom erlendis frá miðað við IP-tölu tækisins sem skilaboðin voru send úr.

Innlent
Fréttamynd

Engar nýjar vís­bendingar borist lög­reglu

Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á Hamraborgarmálinu svokallaða stendur enn yfir. Engar nýjar vísbendingar eða upplýsingar hafa borist og hefur sá sem handtekinn var nokkrum vikum eftir þjófnaðinn enn einn stöðu sakbornings í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Vilja koma í veg fyrir að börnin taki lögin í eigin hendur

Elísabet Ósk Maríusdóttir hefur verið lögreglumaður í fjögur ár og þar af þrjú sinnt svokallaðri samfélagslöggæslu. Hún sinnir því meðfram almennum löggæslustörfum einn dag í viku. Samfélagslögreglan vinnur markvisst að því að stytta boðleiðir og efla traust í nærsamfélaginu.

Innlent
Fréttamynd

Ung­menni með hníf í skólanum

Tilkynnt var um ungmenni með hníf í skólanum á lögreglustöð 1, sem sér um Austurbæ, Miðbæ, Vesturbæ og Seltjarnarnes. Málið var afgreitt með foreldrum, barnavernd og lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Hafnar því að nokkuð sak­næmt sé í greininni um MAST

Ester Hilmarsdóttir hafnar því alfarið að nokkuð saknæmt sé að finna í skrifum hennar um „glyðrugang eftirlitsstofnana“ en forstjóri Matvælastofnunar og tveir starfsmenn hennar hafa kært ummælin til Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. Greint var frá því fyrr í dag.

Innlent
Fréttamynd

Sex bílum stolið af Heklu

Brotist var inn í höfuðstöðvar Heklu við Laugaveg 174 í Reykjavík seint í gærkvöldi og sex bifreiðum stolið. Bifreiðarnar eru bæði í eigu fyrirtækisins og viðskiptavina þess.

Innlent
Fréttamynd

Annar skemmdar­vargurinn hand­tekinn en hinn á bak og burt

Tvo daga í röð voru framin eignaspjöll í og við bygginguna sem stendur við Guðrúnartún 1 í Reykjavík. Í gærmorgun braust þangað inn maður sem braut rúðu og olli öðrum eignaspjöllum innandyra og á mánudagsmorgun gekk annar maður berserksgang fyrir utan húsið, braut þar flísar af klæðningu hússins og framdi önnur skemmdarverk á bílastæðinu við húsið.

Innlent
Fréttamynd

Konan sem lenti undir ísfarginu er ó­létt

Kona sem slasaðist alvarlega þegar hún varð fyrir ísfargi við Breiðamerkurjökul á sunnudaginn er ólétt. Samkvæmt heimildum fréttastofu er konan á batavegi og barnið sakaði ekki.

Innlent
Fréttamynd

Þungar á­hyggjur af vopna­burði ung­menna

Yfirlögregluþjónar um allt land lýsa yfir áhyggjum af auknum vopnaburði ungmenna og ofbeldishegðun. Þeir segja mikla vinnu fyrir höndum og ekki síst hjá foreldrum til að snúa við þróuninni. Drengur á sextánda ári situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa stungið tvær stúlkur og dreng á sama reki. Sautján ára stúlka er í lífshættu.

Innlent
Fréttamynd

Gripu í taumana og vísa mun fleiri frá landa­mærunum

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir þann árangur sem náðst hefur í frávísun brotamanna frá landinu fyrst og fremst frumkvæðisathugunum lögreglu og tollvarða á Keflavíkurflugvelli að þakka. Eftirlit ýmissa þjóða á innri landamærum Schengen sé ekki merkilegt.

Innlent