Manndráp oftast illa skipulögð og sjaldnast mikil ráðgáta Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. september 2024 09:01 Helgi Gunnlaugsson er afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Vísir/Sigurjón Beiting eggvopna, kyrkingar og barsmíðar eru algengustu verknaðaraðferðirnar í manndrápum hér á landi. Oft eiga gerendur ofbeldis- eða brotasögu að baki áður en þeir fremja manndráp, sem eru sjaldnast vel skipulögð. Karlar eru í miklum meirihluta gerenda og fórnarlamba í manndrápsmálum. Þetta kemur fram í svari Helga Gunnlaugssonar, prófessors í félagsfræði við Háskóla Íslands, á Vísindavefnum. Spurt var: „Hverjir fremja morð og er það rétt að gerendur í morðmálum séu nær alltaf tengdir þeim sem þeir myrða?“ Karlar meirihluti gerenda og fórnarlamba „En hver er félagslegur veruleiki manndrápa? Yfir 80 prósent gerenda hér á landi eru karlar og þolendur mestmegnis karlar líka eða um 75 prósent. Að konur drepi eða séu drepnar er því mun fátíðara. Oftast eru tengsl milli gerenda og þolenda, fjölskyldutengsl, vina- eða kunningjatengsl, vinnufélagar. Manndráp alls ókunnugra aðila eru mun sjaldgæfari eða innan við 20 prósent allra manndrápa,“ skrifar Helgi. Hann bætir við að mynstrið erlendis væri ekki ósvipað því sem er uppi hér á landi. Í öðru svari Helga við spurningu um fjölda manndápa á Íslandi kom fram að frá aldamótum til dagsins í dag hefðu 60 manndrápsmál verið skráð hjá lögreglu, eða 3,6 að meðaltali á ári. Sjaldnast mikil ráðgáta hver var að verki „Algengasta verknaðaraðferðin á Íslandi eru eggvopn eins og hnífur; kyrking; barsmíðar. Skotvopn koma við sögu, samt ekki eins algeng. Gerendur eiga oft einhverja afbrota- eða ofbeldissögu að baki, stríða stundum við félagslegar eða persónulegar áskoranir, en fremja sjaldan annað manndráp þegar þeir losna.“ Manndrápin séu sjaldnast skipulögð með löngum fyrirvara, séu oft tengd áfengi og vímuefnum, ágreiningi og uppgjöri sem endi í harmleik. „Oft ekki mikil ráðgáta hver framdi verknaðinn, gerandinn tilkynnir jafnvel stundum drápið, þótt rannsókn lögreglu geti verið umfangsmikil.“ Rauðagerðismálið sker sig úr Helgi segir manndráp sem skeri sig frá ofangreindu mynstri oft vekja mikla athygli og ugg í samfélaginu, og nefnir sérstaklega Rauðagerðismálið frá árinu 2021 sem gott dæmi um slíkt. „Það var ásetningsmorð sem bar öll einkenni skipulagðrar alþjóðlegrar brotastarfsemi. Umfangsmikla og faglega rannsóknarvinnu lögreglu þurfti til að leysa það mál.“ Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Innlent „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Erlent Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Fleiri fréttir Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Helga Gunnlaugssonar, prófessors í félagsfræði við Háskóla Íslands, á Vísindavefnum. Spurt var: „Hverjir fremja morð og er það rétt að gerendur í morðmálum séu nær alltaf tengdir þeim sem þeir myrða?“ Karlar meirihluti gerenda og fórnarlamba „En hver er félagslegur veruleiki manndrápa? Yfir 80 prósent gerenda hér á landi eru karlar og þolendur mestmegnis karlar líka eða um 75 prósent. Að konur drepi eða séu drepnar er því mun fátíðara. Oftast eru tengsl milli gerenda og þolenda, fjölskyldutengsl, vina- eða kunningjatengsl, vinnufélagar. Manndráp alls ókunnugra aðila eru mun sjaldgæfari eða innan við 20 prósent allra manndrápa,“ skrifar Helgi. Hann bætir við að mynstrið erlendis væri ekki ósvipað því sem er uppi hér á landi. Í öðru svari Helga við spurningu um fjölda manndápa á Íslandi kom fram að frá aldamótum til dagsins í dag hefðu 60 manndrápsmál verið skráð hjá lögreglu, eða 3,6 að meðaltali á ári. Sjaldnast mikil ráðgáta hver var að verki „Algengasta verknaðaraðferðin á Íslandi eru eggvopn eins og hnífur; kyrking; barsmíðar. Skotvopn koma við sögu, samt ekki eins algeng. Gerendur eiga oft einhverja afbrota- eða ofbeldissögu að baki, stríða stundum við félagslegar eða persónulegar áskoranir, en fremja sjaldan annað manndráp þegar þeir losna.“ Manndrápin séu sjaldnast skipulögð með löngum fyrirvara, séu oft tengd áfengi og vímuefnum, ágreiningi og uppgjöri sem endi í harmleik. „Oft ekki mikil ráðgáta hver framdi verknaðinn, gerandinn tilkynnir jafnvel stundum drápið, þótt rannsókn lögreglu geti verið umfangsmikil.“ Rauðagerðismálið sker sig úr Helgi segir manndráp sem skeri sig frá ofangreindu mynstri oft vekja mikla athygli og ugg í samfélaginu, og nefnir sérstaklega Rauðagerðismálið frá árinu 2021 sem gott dæmi um slíkt. „Það var ásetningsmorð sem bar öll einkenni skipulagðrar alþjóðlegrar brotastarfsemi. Umfangsmikla og faglega rannsóknarvinnu lögreglu þurfti til að leysa það mál.“
Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Innlent „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Erlent Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Fleiri fréttir Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Sjá meira