Brexit

Fréttamynd

Brýnt að ná góðum tengslum við breska ráðamenn

Utanríkisráðherra hélt ávarp í gær við opnun breskrar hugveitu sem ber heitið Stofnun frjálsra viðskipta. Hann átti við það tækifæri tvíhliða fund með Liam Fox, sem er ráðherra yfir málum milliríkjaviðskipta í bresku ríkisstjórninni.

Innlent
Fréttamynd

Ísland eins og skilnaðarbarn í Brexit deilunni

Guðlaugur Þór Þórðarson, starfandi utanríkisráðherra, segir einkar mikilvægt að Ísland haldi sambandi sínu við Breta á meðan ríkið ákveður hvernig milliríkjaviðskiptum verði hagað eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu.

Innlent
Fréttamynd

Munu ekki fyrirgefa andóf

David Davis, Brexitmálaráðherra Bretlands, sagði á þingfundi í gær að Bretar myndu ekki fyrirgefa Verkamannaflokknum ef stjórnarandstæðingar reyndu að tefja eða skemma fyrir afgreiðslu frumvarps sem á að nema lög Evrópusambandsins úr gildi og innleiða þau í bresk lög í staðinn.

Erlent
Fréttamynd

Áhyggjur af áhrifum Brexit

Seðlabankastjóri Bretlands, Mark Carney, varaði við því í gær að óvissa vegna væntanlegrar úrgöngu ríkisins úr Evrópusambandinu væri nú þegar farin að hafa alvarleg áhrif á efnahag ríkisins. Lét Carney þau ummæli falla í kjölfar þess að seðlabankinn lækkaði hagvaxtarspár sínar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Theresa May sér ekki eftir neinu

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagðist ekki sjá eftir því að hafa boðað til kosninga. Þetta segir hún þrátt fyrir að úrslit nýafstaðinna kosninga í Bretlandi leiddu í ljós minni stuðning við Íhaldsflokkinn. Þá sýna kannanir að 60% kjósenda séu neikvæðari í garð Theresu May eftir kosningarnar heldur en fyrir.

Erlent
Fréttamynd

Umdeild saga Lýðræðislega sambandsflokksins

Lýðræðislegi sambandsflokkurinn styður minnihlutastjórn Íhaldsflokksins á Bretlandi. Norður-Írar fá milljarð punda fyrir stuðninginn. Saga flokksins og stefna er skrautleg og auðkennist af mikilli íhaldssemi.

Erlent
Fréttamynd

Bretar bjóða Íslendingum sambærilegt Brexit-tilboð

Um réttindi borgara innan Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA, og Evrópska efnahagssvæðisins, EES, segir í grein 11 í tillögunum: „Við munum ræða svipaða tilhögun við Ísland, Liechtenstein, Noreg og Sviss á gagnkvæmum grundvelli.“

Innlent
Fréttamynd

Ný ríkisstjórn ósanngjörn í garð Wales

Samkomulag Íhaldsflokksins á Bretlandi við hinn norðurírska Lýðræðislega sambandsflokk (DUP) um að styðja minnihlutastjórn fyrrnefnda flokksins er afar ósanngjarnt í garð annarra þjóða Bretlands.

Erlent
Fréttamynd

Fríverslunarsamningur við ESB ekki sjálfgefinn

Brexitmálaráðherra segir líklegt, þó ekki öruggt, að fríverslunarsamningur náist við Evrópusambandið. Enginn samningur væri þó betri en samningur sem væri til þess gerður að refsa Bretum fyrir væntanlega útgöngu úr sambandinu.

Erlent
Fréttamynd

Erkibiskupinn vill þverpólitískt samstarf í Brexit-málinu

Justin Welby, erkibiskup af Kantaraborg, kallar eftir þverpólitískri nefnd til að leiða þjóðina úr Evrópusambandinu. Hann vonast til þess að þverpólitískt samstarf muni "taka mesta eitrið úr umræðunni,“ segir erkibiskupinn í umfjöllun sinni um þær pólitísku skotgrafir sem hafa einkennt umræðuna um Brexit.

Erlent
Fréttamynd

May neyðst til að bakka með stefnumál

Jeremy Corbyn segir valdatap forsætisráðherra Bretlands kristallast í því að hún dragi stefnumál til baka. Sjálf hvetur May til aukinnar samvinnu. Stefnuræða drottningar einkenndist af væntanlegri útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.

Erlent