Fv. aðstoðarmaður Brexit-ráðherra: Brexit verður hörmung fyrir Bretland Kjartan Kjartansson skrifar 11. ágúst 2017 10:33 Ekki er einhugur á meðal Breta um útgönguna úr Evrópusambandinu. Vísir/EPA Íhaldsflokkurinn mun aldrei vinna meirihluta í þingkosningum á Bretlandi aftur vegna þess hvernig hann hefur haldið á málum varðandi Brexit. Þetta er mat fyrrverandi starfsmannastjóra Brexit-ráðherra ríkisstjórnarinnar sem telur Brexit verða „hörmung“ fyrir Bretland. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC segir James Clapham, fyrrverandi starfsmannastjóri David Davis, Brexit-ráðherra, að málið hafi skaðað ímynd Íhaldsflokksins svo mikið að hann muni aldrei aftur vinna meirihluta. Bendir hann á að 60% þingflokks íhaldsmanna hafi verið andsnúin Brexit en þau geti nú ekki tjáð hug sinn. Clapham hætti störfum hjá ráðherranum í júní fyrir þingkosningarnar þar sem Íhaldsflokkurinn glutraði niður stóru forskoti sem hann hafði mælst með í skoðanakönnunum. Á endanum neyddist Theresa May, leiðtogi Íhaldsmanna, að reiða sig á sambandssinna á Norður-Írlandi til að verja minnihlutastjórn. Þegar Clapham sagði af sér sem starfsmannastjóri sakaði hann May um „alræðishyggju“ í sumum málum sem vörðuðu útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og að hafa bundið hendur Davis.Ráðherrar úr stóru flokkunum áhugasamir um nýjan miðjuflokkNú kallar hann eftir stofnun nýs miðjuflokks sem geti veitt Brexit andspyrnu vegna þess að öfgaöfl hafi náð yfirhöndinni í bæði Íhaldsflokknum og Verkamannaflokknum. Fullyrðir hann að jafnt ráðherrar í ríkisstjórninni og skuggaráðherrar stjórnarandstöðunnar hafi verið í sambandi við hann vegna slíkra hugmynda. „Þeir eru ekki að segja að þeir ætli að hætta í flokkum sínum en þeir skilja að það er gríðarleg gjá í miðju breskra stjórnmála,“ segir Clapham sem sneri sér að almannatengslum eftir að hann hætti í stjórnsýslunni. Brexit Tengdar fréttir Fleiri vilja kjósa aftur um Brexit Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Opinium vill 41 prósent Breta kjósa aftur um útgöngu þjóðarinnar úr Evrópusambandinu. 19. júlí 2017 07:00 Breskir ráðherrar deila hart um útgönguna Viðskiptaráðherra Bretlands segir ríkisstjórnina ekki hafa samþykkt tillögu fjármálaráðherrans um að heimila áfram frjálsa för fólks til og frá landinu eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu. Það sé ekki í samræmi við vilja meirihluta breskra kjósenda. 31. júlí 2017 07:00 Konan sem barðist gegn Brexit fær hótanir um sýruárásir Ofsafullir stuðninigsmenn Brexit hafa hótað konu sem vann dómsmál sem þvingaði ríkisstjórnina til að leggja útgönguna fyrir þingið með sýruárásum. Hún óttast um öryggi sitt og útilokar ekki að flytja úr landi. 10. ágúst 2017 11:50 Ríkisstjórn Breta leggur fram lykilfrumvarp vegna BREXIT Breska ríkisstjórnin birti í gær frumvarp er snýr að Brexit. Fjallar frumvarpið um innleiðingu laga Evrópusambandsins í bresk lög sem og afnám laga er samþykkt voru við inngöngu Bretlands. Stjórnarandstaðan mun ekki styðja frumvarpið í 14. júlí 2017 07:00 Frjálsum ferðum ríkisborgara ESB-ríkja til Bretlands lýkur 2019 Talsmaður Theresu May segir að breska ríkisstjórnin hafi þegar lagt fram tillögu um hvernig ferðum ríkisborgara ESB-ríkja til Bretlands skuli háttað eftir útgöngu Bretlands úr sambandinu. 31. júlí 2017 12:41 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Sjá meira
Íhaldsflokkurinn mun aldrei vinna meirihluta í þingkosningum á Bretlandi aftur vegna þess hvernig hann hefur haldið á málum varðandi Brexit. Þetta er mat fyrrverandi starfsmannastjóra Brexit-ráðherra ríkisstjórnarinnar sem telur Brexit verða „hörmung“ fyrir Bretland. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC segir James Clapham, fyrrverandi starfsmannastjóri David Davis, Brexit-ráðherra, að málið hafi skaðað ímynd Íhaldsflokksins svo mikið að hann muni aldrei aftur vinna meirihluta. Bendir hann á að 60% þingflokks íhaldsmanna hafi verið andsnúin Brexit en þau geti nú ekki tjáð hug sinn. Clapham hætti störfum hjá ráðherranum í júní fyrir þingkosningarnar þar sem Íhaldsflokkurinn glutraði niður stóru forskoti sem hann hafði mælst með í skoðanakönnunum. Á endanum neyddist Theresa May, leiðtogi Íhaldsmanna, að reiða sig á sambandssinna á Norður-Írlandi til að verja minnihlutastjórn. Þegar Clapham sagði af sér sem starfsmannastjóri sakaði hann May um „alræðishyggju“ í sumum málum sem vörðuðu útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og að hafa bundið hendur Davis.Ráðherrar úr stóru flokkunum áhugasamir um nýjan miðjuflokkNú kallar hann eftir stofnun nýs miðjuflokks sem geti veitt Brexit andspyrnu vegna þess að öfgaöfl hafi náð yfirhöndinni í bæði Íhaldsflokknum og Verkamannaflokknum. Fullyrðir hann að jafnt ráðherrar í ríkisstjórninni og skuggaráðherrar stjórnarandstöðunnar hafi verið í sambandi við hann vegna slíkra hugmynda. „Þeir eru ekki að segja að þeir ætli að hætta í flokkum sínum en þeir skilja að það er gríðarleg gjá í miðju breskra stjórnmála,“ segir Clapham sem sneri sér að almannatengslum eftir að hann hætti í stjórnsýslunni.
Brexit Tengdar fréttir Fleiri vilja kjósa aftur um Brexit Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Opinium vill 41 prósent Breta kjósa aftur um útgöngu þjóðarinnar úr Evrópusambandinu. 19. júlí 2017 07:00 Breskir ráðherrar deila hart um útgönguna Viðskiptaráðherra Bretlands segir ríkisstjórnina ekki hafa samþykkt tillögu fjármálaráðherrans um að heimila áfram frjálsa för fólks til og frá landinu eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu. Það sé ekki í samræmi við vilja meirihluta breskra kjósenda. 31. júlí 2017 07:00 Konan sem barðist gegn Brexit fær hótanir um sýruárásir Ofsafullir stuðninigsmenn Brexit hafa hótað konu sem vann dómsmál sem þvingaði ríkisstjórnina til að leggja útgönguna fyrir þingið með sýruárásum. Hún óttast um öryggi sitt og útilokar ekki að flytja úr landi. 10. ágúst 2017 11:50 Ríkisstjórn Breta leggur fram lykilfrumvarp vegna BREXIT Breska ríkisstjórnin birti í gær frumvarp er snýr að Brexit. Fjallar frumvarpið um innleiðingu laga Evrópusambandsins í bresk lög sem og afnám laga er samþykkt voru við inngöngu Bretlands. Stjórnarandstaðan mun ekki styðja frumvarpið í 14. júlí 2017 07:00 Frjálsum ferðum ríkisborgara ESB-ríkja til Bretlands lýkur 2019 Talsmaður Theresu May segir að breska ríkisstjórnin hafi þegar lagt fram tillögu um hvernig ferðum ríkisborgara ESB-ríkja til Bretlands skuli háttað eftir útgöngu Bretlands úr sambandinu. 31. júlí 2017 12:41 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Sjá meira
Fleiri vilja kjósa aftur um Brexit Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Opinium vill 41 prósent Breta kjósa aftur um útgöngu þjóðarinnar úr Evrópusambandinu. 19. júlí 2017 07:00
Breskir ráðherrar deila hart um útgönguna Viðskiptaráðherra Bretlands segir ríkisstjórnina ekki hafa samþykkt tillögu fjármálaráðherrans um að heimila áfram frjálsa för fólks til og frá landinu eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu. Það sé ekki í samræmi við vilja meirihluta breskra kjósenda. 31. júlí 2017 07:00
Konan sem barðist gegn Brexit fær hótanir um sýruárásir Ofsafullir stuðninigsmenn Brexit hafa hótað konu sem vann dómsmál sem þvingaði ríkisstjórnina til að leggja útgönguna fyrir þingið með sýruárásum. Hún óttast um öryggi sitt og útilokar ekki að flytja úr landi. 10. ágúst 2017 11:50
Ríkisstjórn Breta leggur fram lykilfrumvarp vegna BREXIT Breska ríkisstjórnin birti í gær frumvarp er snýr að Brexit. Fjallar frumvarpið um innleiðingu laga Evrópusambandsins í bresk lög sem og afnám laga er samþykkt voru við inngöngu Bretlands. Stjórnarandstaðan mun ekki styðja frumvarpið í 14. júlí 2017 07:00
Frjálsum ferðum ríkisborgara ESB-ríkja til Bretlands lýkur 2019 Talsmaður Theresu May segir að breska ríkisstjórnin hafi þegar lagt fram tillögu um hvernig ferðum ríkisborgara ESB-ríkja til Bretlands skuli háttað eftir útgöngu Bretlands úr sambandinu. 31. júlí 2017 12:41