Jól

Fréttamynd

Jólin eru komin í Costco

Í dag, 23. september, er búið að setja upp jólaskraut á heilu gangana í stórversluninni Costco í Garðabæ. Fyrstu haustlægðirnar eru að fara yfir landið og Costco virðist komið í bullandi jólaskap.

Lífið
Fréttamynd

Segir ó­boð­legt að halda tvenn jól í röð án jóla­tón­leika

Framkvæmdarstjóri Senu Live telur að það muni margborga sig að ríkið taki á sig þann kostnað sem fylgir nýrri breytingu á sóttvarnarreglum á sitjandi viðburðum. Frá og með 3. september mega fimm hundruð manns koma saman í rými og nándarregla verður afnumin á sitjandi viðburðum gegn því að gestir fari í hraðpróf.

Innlent
Fréttamynd

Geiturnar gæða sér á gömlum jóla­trjám

Geitur á bæ einum í Missouri í Bandaríkjunum hafa síðustu daga notið góðs af jólahaldinu. Bændurnir auglýstu á Facebook eftir því að fólk í nágrenninu myndi koma með gömul jólatré á bæinn.

Lífið
Fréttamynd

Jólin geta verið stressmartröð fyrir sambönd

Nei, nei - Ekki um jólin. Bara alls ekki um jólin takk! Afhverju er stress, álag og þreyta orðin óhjákvæmilegur fylgifiskur hátíðar ljóss og friðar? Er ekki eitthvað alvarlega bogið við það allt saman?

Makamál
Fréttamynd

Systur á sveitabæ fá fólk til að brosa með gríni og glensi

Systur á sveitabæ í Rangárvallasýslu hafa slegið í gegn á samfélagsmiðlum með söng og spili klæddar upp í jólaföt. Þær segja að hafi þær fengið eina manneskju til að brosa af uppátækjum sínum þá hafi tilganginum verið náð og það heppnaðist svo sannarlega hjá þeim.

Innlent
Fréttamynd

„Bjarni Ara er mættur, þvílíkt comeback“

Stórsöngvarinn Bjarni Ara hefur greinilega engu gleymt og hefur jafnvel aldrei verið betri. Í sérstökum jólaþætti af Í kvöld er gigg söng hann nokkur vel valin jólalög ásamt sínum eldri smellum. 

Lífið
Fréttamynd

„Fólk slasast almennt ekki mikið við að horfa á sjónvarpið“

Almennt hefur gengið nokkuð vel á bráðamóttöku Landspítalans nú um jólin og hefur álagið verið minna í ár en oft áður. Það má meðal annars rekja til þess að matarvenjur þjóðarinnar hafa að mörgu leyti breyst til hins betra auk þess sem í ljósi kórónuveirufaraldursins hafa færri þurft að leita á bráðamóttöku vegna áverka. Þetta segir Hjalti Már Björnsson bráðalæknir sem ræddi stöðuna á bráðamóttökunni í þættinum Reykjavík sídegis á Bylgjunni í dag.

Innlent
Fréttamynd

Jólaballaðan All I Want For Christmas í mögnuðum flutningi Elísabetar Ormslev

Mikið var um dýrðir í sérstökum jólaþætti af Í kvöld er gigg með Ingó Veðurguði á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Þátturinn var extra langur í þetta skipti og voru gestirnir mæðgurnar Helga Möller og Elísabet Ormslev, stórsöngvararnir Eyjólfur Kristjáns og Bjarni Ara ásamt söngkonunum Rósu Björgu Ómarsdóttur og Þórdísi Imsland.

Lífið
Fréttamynd

Meira að gera hjá hrútunum en prestunum

„Það er mjög óvenjulegt að vera prestur yfir jólin og hitta ekki sóknarbörnin sín.“ Þetta segir séra Óskar Hafsteinn Óskarsson í Hruna í Hrunamannahreppi, sem notar jólin líka til að sinna kindunum sínum, en nú stendur ástarlífið yfir í fjárhúsinu.

Innlent
Fréttamynd

„Þið eruð ekki ein“

Elísabet Englandsdrottning nýtti tækifærið í jólaávarpi sínu í gær til að fullvissa þau sem hafa átt erfitt, fjarri vinum sínum og fjölskyldu á þessu ári, um að þau séu ekki ein. Hún sagði að það sem marga langi í um jólin sé „einfalt faðmlag eða þétt handtak,“ en að „jafnvel dimmustu um nætur fylgi von með nýjum degi.“

Erlent
Fréttamynd

Glæsilegt jólaþorp á Selfossi og sextíu Múmínbollar

Margir setja upp jólaþorp inni hjá sér yfir hátíðirnar en stærð þeirra getur verið æði mismunandi. Á Selfossi er eitt risa jólaþorp sem móðirin á heimilinu og yngsta barnið sjá alltaf um að setja upp. Húsmóðirin á einnig sextíu Múmínbolla.

Innlent
Fréttamynd

Jólagigg með Ingó Veðurguði á annan í jólum

Það verður sannkölluð jólaveisla á Stöð 2 á annan í jólum þegar Ingó fær til sín góða gesti í sérstakan jólaþátt af Í kvöld er gigg. Þátturinn byrjar kl. 20:10 og verður hann extra langur í þetta skiptið. 

Lífið
Fréttamynd

Hangi­kjöt á boð­stólum 65 prósent lands­manna

Þeim fær fækkandi sem bjóða upp á hangikjöt á jóladag en þó verður það á boðstólum hjá meirihluta landsmanna, ef marka má niðurstöður könnunar MMR sem framkvæmd var um miðjan desember. Samkvæmt henni búast 65 prósent landsmanna við því að snæða hangikjöt í dag.

Innlent
Fréttamynd

Drottningin bregður út af vananum í ár

Jóladagur verður með öðruvísi móti í ár hjá Elísabetu Bretlandsdrottningu sem mun eyða honum í Windsor-kastala ásamt eiginmanni sínum Filippusi. Yfirleitt hafa hjónin haldið upp á jóladag í Sandringham sveitasetrinu með fjölskyldunni.

Lífið
Fréttamynd

Spurning vikunnar: Hitti maki þinn í mark með gjöfinni í ár?

„Jólagjöfin er ég og þú“ - Já, bara ef það væri svo einfalt. Það getur stundum verið snúið að velja gjöf handa ástinni sinni, væntingarnar geta verið miklar og upplifa sumir jafnvel pressu og stress við valið. Flestir eru þó sammála um það að hugurinn á bak við gjöfina er það sem skiptir mestu máli.

Makamál
Fréttamynd

Ferðast í stað þess að halda jól og borða á Mandi í kvöld

Systkinin Jenný Una og Hrafn Óli Eiríksbörn halda ekki jól. Þeim finnst það allt í lagi því þau fá að ferðast þau um heiminn með mömmu sinni í staðinn. Heimsfaraldur setti raunar strik í reikninginn þetta árið þannig að þau mæðgin ákváðu að gerast sjálfboðaliðar hjá Hjálpræðishernum - sem þeim þykir virkilega skemmtilegt.

Innlent