„Fólk slasast almennt ekki mikið við að horfa á sjónvarpið“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. desember 2020 18:01 Hjalti Már Björnsson, læknir á bráðamóttöku Landspítalans. Vísir/Sigurjón Almennt hefur gengið nokkuð vel á bráðamóttöku Landspítalans nú um jólin og hefur álagið verið minna í ár en oft áður. Það má meðal annars rekja til þess að matarvenjur þjóðarinnar hafa að mörgu leyti breyst til hins betra auk þess sem í ljósi kórónuveirufaraldursins hafa færri þurft að leita á bráðamóttöku vegna áverka. Þetta segir Hjalti Már Björnsson bráðalæknir sem ræddi stöðuna á bráðamóttökunni í þættinum Reykjavík sídegis á Bylgjunni í dag. „Almennt séð hefur nú jólahaldið gengið nokkuð farsællega fyrir sig hérna á bráðamóttökunni. Þetta var á árum áður dálítið algengt að fólk hreinlega fór offari í hangikjötinu og það leituðu margir á spítalann með hjartabilunareinkenni og veikindi eftir það. En það er nú svona tilfinning lækna hér að þessum tilvikum hafi heldur fækkað, að fólk kunni sér meira magamál og það er í raun og veru engin breyting á fjölda þeirra sem leita til spítalans útaf slíkum veikindum á jólunum og öðrum dögum,“ sagði Hjalti. Þá hefur ástandið í þjóðfélaginu undanfarin misseri gert það af verkum að færri hafa þurft að leita á bráðamóttöku vegna áverka. „Það hefur fyrst og fremst núna verið svolítil minnkun í því að fólk komi með áverka. Enda í raun og vera má segja að þjóðin hafi haft mjög hægt um sig síðustu mánuðina og eiginlega allt síðasta ár,“ sagði Hjalti. „Það er ekkert skemmtanalíf og ekki slagsmál í miðbænum, það eru engin íþróttamót og minni virkni á öllu þannig að fólk slasast almennt ekki mikið við að horfa á sjónvarpið.“ Þáttarstjórnandi spurði Hjalta um fylgikvilla þess að borða of mikið af hangikjöti og söltum mat, hann hafi til að mynda heyrt af manni sem hafi ekki komist í skóna sína eftir að hafa borðað yfir sig af hangikjöti í jólaboði. „Yfirleitt þarf bara aðeins að bíða og þá sér líkaminn um að endurstilla það út. Salt og aukavökvi skylst út um nýrun. En í einstaka tilfellum getur fólk þurft lyfjameðferð til þessa og ofát getur svo sannarlega valdið hjartabilun og alvarlegum veikindum hjá þeim sem eru veikir fyrir,“ sagði Hjalti. Fjölbreytni í mataræði hafi aukist á undanförnum árum, í flestum tilfellum til hins betra. Til að mynda hafi gosdrykkjaneysla dregist saman. „Fólk þarf að muna að hlusta á líkamann með mat eins og allt annað og það er skynsamlegt að borða þar til maður er ekki lengur svangur, ekki beinlínis að borða að sársaukamörkum eða þar til að fólk getur bara ekki borðað meira, af því að þá er það í sumum tilfellum orðið aðeins of mikið,“ sagði Hjalti. Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Sjá meira
„Almennt séð hefur nú jólahaldið gengið nokkuð farsællega fyrir sig hérna á bráðamóttökunni. Þetta var á árum áður dálítið algengt að fólk hreinlega fór offari í hangikjötinu og það leituðu margir á spítalann með hjartabilunareinkenni og veikindi eftir það. En það er nú svona tilfinning lækna hér að þessum tilvikum hafi heldur fækkað, að fólk kunni sér meira magamál og það er í raun og veru engin breyting á fjölda þeirra sem leita til spítalans útaf slíkum veikindum á jólunum og öðrum dögum,“ sagði Hjalti. Þá hefur ástandið í þjóðfélaginu undanfarin misseri gert það af verkum að færri hafa þurft að leita á bráðamóttöku vegna áverka. „Það hefur fyrst og fremst núna verið svolítil minnkun í því að fólk komi með áverka. Enda í raun og vera má segja að þjóðin hafi haft mjög hægt um sig síðustu mánuðina og eiginlega allt síðasta ár,“ sagði Hjalti. „Það er ekkert skemmtanalíf og ekki slagsmál í miðbænum, það eru engin íþróttamót og minni virkni á öllu þannig að fólk slasast almennt ekki mikið við að horfa á sjónvarpið.“ Þáttarstjórnandi spurði Hjalta um fylgikvilla þess að borða of mikið af hangikjöti og söltum mat, hann hafi til að mynda heyrt af manni sem hafi ekki komist í skóna sína eftir að hafa borðað yfir sig af hangikjöti í jólaboði. „Yfirleitt þarf bara aðeins að bíða og þá sér líkaminn um að endurstilla það út. Salt og aukavökvi skylst út um nýrun. En í einstaka tilfellum getur fólk þurft lyfjameðferð til þessa og ofát getur svo sannarlega valdið hjartabilun og alvarlegum veikindum hjá þeim sem eru veikir fyrir,“ sagði Hjalti. Fjölbreytni í mataræði hafi aukist á undanförnum árum, í flestum tilfellum til hins betra. Til að mynda hafi gosdrykkjaneysla dregist saman. „Fólk þarf að muna að hlusta á líkamann með mat eins og allt annað og það er skynsamlegt að borða þar til maður er ekki lengur svangur, ekki beinlínis að borða að sársaukamörkum eða þar til að fólk getur bara ekki borðað meira, af því að þá er það í sumum tilfellum orðið aðeins of mikið,“ sagði Hjalti.
Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Sjá meira