Hæðin - þættir

Fréttamynd

Nú fáum við stelpurnar heim!

„Við erum ofboðslega þakklátir og hamingjusamir. Það fyrsta sem kom upp í hugann á okkur var að nú fengjum við stelpurnar heim," segir Guðbergur Garðarsson betur þekktur sem Beggi á Hæðinni. Þeir Beggi og Pacas voru sigurvegarar Hæðarinnar í kvöld og fengu þar 2 milljónir króna í verðlaunarfé.

Lífið
Fréttamynd

Beggi og Pacas sigurvegarar Hæðarinnar

Beggi og Pacas voru sigurvegarar í símakosningu um fallegustu hönnun á Hæðinni. Gulli Helga stjórnandi þáttanna tilklynnti úrslitin í lokaþættinum í kvöld. Fjörtíu þúsund manns kusu í símakosningunni sem staðið hefur í eina viku.

Lífið
Fréttamynd

Kosningavaka fyrir Elísabetu og Hreiðar

Kosningavaka verður haldin fyrir þau Elísabetu og Hreiðar á Hæðinni á Ásláki í Mosfellsbæ í kvöld. „Það eru bara allir velkomnir. Það verður mikið stuð og stemning,“ segir Elísabet.

Lífið
Fréttamynd

Hæðin kostaði næstum kirkjubrúðkaup

Annirnar á Hæðinni urðu til þess að Elísabet og Hreiðar Örn misstu næstum óstaðfestan tíma fyrir brúðkaup sitt í Lágafellskirkju. Hreiðar gleymdi að staðfesta tímann sem þau höfðu pantað 7. júní næstkomandi. Í gær kom í ljós að þau voru ekki með bókaðan tíma í kirkjunni, en greint var frá fyrirhuguðu brúðkaupi á Vísi við upphaf þáttanna. Með hjálp kirkjuvarðarins, sem heitir líka Hreiðar Örn, tókst að hliðra til og leysa málið og tími þeirra Hreiðars og Elísabetar stendur því klukkan 16 um daginn.

Lífið
Fréttamynd

Stofnaði aðdáendaklúbb fyrir Begga og Pacas

Þeir Beggi og Pakas hafa hlotið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína á Hæðinni, en fáir hafa þó líklega heillast jafn mikið af þeim og Íris Jónsdóttir. Hún kolféll fyrir þeim eftir fyrsta þátt, stofnaði aðdáendaklúbb og hefur eytt fúlgum fjár í að tryggja sínum mönnum brautargengi í símakosningunni.

Lífið
Fréttamynd

Beggi og Pacas trúlofuðu sig í dag

„Ég var í heilsuferð í Orlando og ákvað að breyta fluginu og koma heim degi fyrr en til stóð því það er stór dagur hjá strákunum mínum Begga og Pacasi bæði í dag og ekki síður á morgun þegar kosið verður um vinningshafana um fallegustu íbúðina. Þeir hafa lagt hjarta og sál sína í þáttinn og nú er kominn tími til að uppskera,“ segir Sigríður Klingenberg spákona.

Lífið