Kosningar 2009

Sjálfstæðismenn leggja til sáttaleið
„Sterk krafa er um það í samfélaginu að þingmenn snúi bökum saman og móti lausnir og úrræði fyrir heimili og fyrirtæki í vanda. Okkar mat er að þetta verkefni sé það mikilvægasta sem liggi fyrir þinginu um þessar mundir,“ segir í opnu bréfi til Guðbjarts Hannessonar sem allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins skrifa undir.

Þingmenn allra flokka einhuga um skýrslu bresku þingnefndarinnar
Kristrún Heimisdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar og fyrrum aðstoðarmaður utanríkisráðherra, sagði að skýrsla fjármálanefndar breska þingsins væri lýsing á beinni árás bresku ríkisstjórnarinnar á grunnstoðir íslensks samfélags. „Þetta er móralskur sigur,“ sagði varaþingmaðurinn.

Umræður um stjórnarskrá skammt á veg komnar
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra sakaði sjálfstæðismenn um málþóf á vikulegum blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Þjóðmenningarhúsinu fyrr í dag. Sagði hún að umræða um stjórnskipunarlög hafa tekið 34 klukkustundur og sjálfstæðismenn hefðu talað í 75% af þeim tíma. Sagði hún ræður sjálfstæðismanna einnkennast af endurtekningum og greinilegt væri að þeir beittu málþófi.

Endurtekningar sjálfstæðismanna - frumvarpið rætt í 34 klukkustundir
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að umræða um frumvarp forystumanna allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins til stjórnskipunarlaga hafa tekið 44 klukkustundir. Þar af hafi sjálfstæðismenn talað í 75% af þeim tíma. Þetta kom fram í máli Jóhönnu á fundi með blaðamönnum í dag.

Helga bendir á ólíka sýn Tryggva Þórs
Helga Vala Helgadóttir, laganemi og Samfylkingarkona, gerir yfirlýsingar Tryggva Þórs Herbertssonar, frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi efnahagsráðagjafa forsætisráðherra, að umfjöllunarefni á bloggsíðu sinni í dag.

Þingmaður vill fresta kosningunum
Grétar Mar Jónsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, vill fresta þingkosningunum sem fram fara 25. apríl um mánuð. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í dag. Hann sagði sérkennilegt ástand í þinginu og benti á að þingmenn hafi ekki haft tækifæri til að fara út í kjördæmin og kynna sig.

Bannað verður að veðsetja náttúruauðlindir
Bannað verður að veðsetja náttúruauðlindir, samkvæmt auðlindaákvæði í frumvarpi um stjórnarskrá. Lögfræðingur segir að þetta hafi þó ekki áhrif á veðsetningu fiskveiðikvóta. Hann sé þegar í einkaeign.

Reyna aftur að breyta dagskrá þingsins
Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins flutti á þingi í dag tillögu um að gerð yrði sú breyting á dagskrá þingsins að frumvarp um greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna yrði sett fyrst á dagskrá í dag.

Staða efnahagsmála verri en talið var
Horfur í efnahagsmálum þjóðarinnar voru verri á vaxtaákvörðunardegi Seðlabankans 19. mars en við stýrivaxtaákvörðun 29. janúar.

Samstaða um brýnustu málin
Alþingi Þingmenn eru flestir sammála um að ekki megi ljúka þingstörfum fyrr en tiltekin brýn frumvörp, önnur en stjórnarskrármálið sem nú er þæft á hverjum þingfundinum á fætur öðrum, hafa verið afgreidd sem lög. Um 120 frumvörp liggja nú fyrir Alþingi en ljóst er að aðeins lítill hluti þeirra verður að lögum fyrir kosningar.

Alþingi hefur aldrei áður fundað jafn nærri kjördegi
Nær öruggt er að Alþingi mun koma saman eftir páska, segir Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Hann segir að jafnvel þótt sjálfstæðismenn létu þegar af málþófi sínu væri tíminn til að koma nauðsynlegum málum í höfn í dag og á morgun sennilega of naumur.

Einhliða upptaka ekki rædd
Alþingi Íslensk stjórnvöld hafa ekki rætt um það við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn að taka einhliða upp evru hér á landi. Þetta sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á Alþingi í gær.

„Hættum nú þessum kjánaskap góðir þingmenn“
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vildu vita þegar þingfundur hófst að nýju klukkan þrjú hversu lengi fundurinn ætti að standa. Sturla Böðvarsson óskaði eftir því að hlé yrði gert á fundinum á meðan sjónvarpsútsending með frambjóðendum í Norðvesturkjördæmi fer fram á Ísafirði kvöld. Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar, bað þingmenn um að hætta því sem hann kallaði kjánaskap.

Allir nema Álfheiður eiga hlut í Smugunni
Allir þingmenn Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs fyrir utan Álfheiði Ingadóttur eiga hlut í vefmiðlinum Smugunni. Meirihluti þeirra á hlut í Friðarhúsi, húsnæði Samtaka hernaðarandstæðinga. Formaður flokksins á 200 þúsund krónu hlut í Efnalaug Suðurlands.

Efnahagskreppan og atvinnuleysið mikilvægustu verkefnin
Efnahagskreppan og atvinnuleysið eru mikilvægustu verkefnin sem Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra þarf að fast við. Þetta sýna niðurstöður nýrrar Gallup könnunar.

Framsóknarmenn styðja ekki frumvarp fjármálaráðherra
Framsóknarmenn ætla ekki að styðja frumvarp fjármálaráðherra um stofnun sérstaks hlutafélags sem á að taka yfir og endurskipuleggja gjaldþrota fyrirtæki. Þeir segja frumvarpið vera meingallað og auki hættu á spillingu.

Kærir RÚV til lögreglunnar
Ástþór Magnússon hefur kært fréttastofu og yfirstjórn Ríkisútvarpsins til lögreglunnar fyrir kosningaspjöll gegn Lýðræðishreyfingunni, stjórnmálaflokki Ástþórs. Segir Ástþór að RÚV hafi logið um og afskræmt svar Lýðræðishreyfingarinnar með vísvitandi og meiðandi hætti þegar flutt var frétt undir fyrirsögninni „Skattahækkanir líklegar".

Harðar deilur um hagsmunatengsl í Framsóknarflokknum
Hart var deilt um tengsl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar við fyrirtækið Kögun í þættinum Sprengisandi í morgun. Þar ræddu þau Sigmundur Davíð, Tryggvi Þór Herbertsson og Ólína Þorvarðardóttir um 20% flata niðurfellingu á skuldum. Ólína sagði að tortryggni gætti í samfélaginu vegna

Eignaumsýslufélag gæti skaðað íslenskt atvinnulíf
Stofnun sérstaks eignaumsýslufélags á vegum ríkisins gæti skaðað íslenskt atvinnulíf að mati aðila vinnumarkaðarins. Samkvæmt frumvarpi fjármálaráðherra er félaginu ætlað að kaupa og endurskipuleggja þjóðhagslega mikilvæg fyriræki sem bankarnir hafa tekið yfir vegna greiðsluerfiðleika. Sjálfstæðismenn óttast að þetta bjóði upp á spillingu.

Vill berjast fyrir aðildarsamningi við ESB
„Ég ákvað að taka sæti á lista Samfylkingarinnar til þess að berjast fyrir aðildarsamningi við Evrópusambandið," segir Baldur Þórhallsson. Baldur skipar sjötta sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hann hefur hingað til verið betur þekktur sem fræðimaður á sviði stjórnmála fremur en þátttakandi.

Kosið verði til stjórnlagaþings og sveitastjórna á sama tíma
Gert er ráð fyrir að kosningar til stjórnlagaþings fari fram samhliða sveitastjórnarkosningum 2010. Þingið starfi frá 17 júní 2010 til 17 júní 2011.

Enn karpað um stjórnskipunarfrumvarp
Umræður um stjórnskipunarlög hafa nú staðið yfir í tvo daga á Alþingi. Tuttugu og tveir voru enn á mælendaskrá þegar þingfundi var frestað klukkan eitt í nótt.

700 fleiri konur á kjörskránni
Á kjörskrá vegna alþingiskosninganna í apríl eru 227.896 kjósendur, þar af eru konur 114.295 en karlar 113.601. Konur eru því 694 eða 0,6 prósentum fleiri en karlar, að því er fram kemur í tölum frá Hagstofunni. Í kosningunum 2007 voru 221.330 á kjörskrá. Fjölgunin nemur 3,0 prósentum.

Segir forseta Alþingis taka við fyrirmælum frá Jóhönnu
Björn Bjarnason heldur áfram að gagnrýna Guðbjart Hannesson, forseta Alþingis, og segir hann ósjálfstæðan og hafa sýnt að hann eigi ekki síðasta orðið sem forseti heldur Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra.

21 sjálfstæðismaður vill ræða stjórnarskrárfrumvarpið
Frumvarp um breytingar á stjórnarskránni er enn til umræðu á Alþingi en þingfundur hófst klukkan 11 í morgun. Málið var rætt fram yfir miðnætti í gær og lauk þingfundi ekki fyrir enn á þriðja tímanum í nótt. 21 sjálfstæðismaður auk Kristins H. Gunnarssonar eru nú á mælendaskrá og bíða þess að taka til máls.

Ástþór: Rifist um plástra sem passa á meiddið
„Ég verð að segja það í fyrsta lagi þá líður mér hérna eins og ég sé kominn á Borgarspítala og nýbúið sé að draga mig úr einhverjum rústum eftir stóran jarðskjálfta og hjúkkurnar á sjúkrastofunni eru að rífast um það um það hvaða plástrar passi á meiddið,“ sagði Ástþór Magnússon, talsmaður Lýðræðishreyfingarinnar.

Sjö bændur á framboðslista Frjálslyndra
Búið er að samþykja framboðslista Frjálslynda flokksins í Norðvesturkjördæmi. Sem fyrr mun formaður flokksins, Guðjónar Arnar Kristjánsson, leiða framboðið í kjördæminu. Athygli vekur að sjö bændur eiga sæti á framboðslistanum en 18 frambjóðendur skipa listann.

Fullveldissinnar hætta við framboð
L-listi fullveldissinna hefur ákveðið að bjóða ekki fram í komandi alþingiskosningum eins og ætlunin var að gera. Í tilkynningu frá L-listanum kemur fram að ákvörðun þessa efnis hafi verið tekin á fundi í dag. Hreyfingin muni hinsvegar starfa áfram sem frjáls framboðs- og sjálfstæðishreyfing.

Samkomulag um samræmingu úrræða
Undirritað hefur verið samkomulag milli stjórnvalda og allra lánveitenda fasteignaveðlána hér á landi um samræmingu úrræða fyrir einstaklinga og heimili sem eru í greiðsluerfiðleikum vegna fasteignaveðlána.