„Ég verð að segja það í fyrsta lagi þá líður mér hérna eins og ég sé kominn á Borgarspítala og nýbúið sé að draga mig úr einhverjum rústum eftir stóran jarðskjálfta og hjúkkurnar á sjúkrastofunni eru að rífast um það um það hvaða plástrar passi á meiddið," sagði Ástþór Magnússon, talsmaður Lýðræðishreyfingarinnar.
Ástþór tók þátt í umræðuþætti með leiðtogum stjórnmálaflokkanna á Ríkissjónvarpinu í kvöld. Hann sagði að núverandi stjórnkerfi væri rotið. „Við þurfum að skipta út kerfinu."
Ástþór: Rifist um plástra sem passa á meiddið
