Hryðjuverk í Útey

Fréttamynd

Samtölum Breiviks við geðlækna lokið

Eftir ellefu ítarleg viðtöl við Anders Behring Breivik er samtölum réttargeðlækna við hann nú lokið. Geir Lippestad, verjandi hans segir samtölin hafa tekið mun lengri tíma en áætlað var í fyrstu. Breivik hefur játað ábyrgð á hryðjuverkunum í Útey.

Erlent
Fréttamynd

Dómarinn þaggaði niður í Breivik

Gæsluvarðhald yfir Anders Behring Breivik var framlengt um átta vikur í dag. Þar af verður hann í fjórar vikur í einangrun, samkvæmt ákvörðun dómara í Osló. Breivik hefur sem kunnugt er játað að hafa orðið 77 manns að bana í hryðjuverkunum í Osló og Útey þann 22. júlí síðastliðinn.

Erlent
Fréttamynd

Úrskurðaður í 8 vikna gæsluvarðhald

Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik var úrskurðaður í átta vikna langt gæsluvarðhald, þar af fjórar vikur í einangrun, í héraðsdómi Oslóar um klukkan hálf eitt í dag.

Erlent
Fréttamynd

Breivik leiddur fyrir dómara í Osló

Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik var leiddur fyrir dómara í Ósló í morgun en þar verður farið fram á framlengingu gæsluvarðhalds hans.

Erlent
Fréttamynd

Breivik fær enga sérmeðferð

Líklegt er talið að Anders Behring Breivik muni afplána dóm sinn í Skien fangelsinu sem er annað tveggja norskra fangelsa með hæsta mögulegan öryggisstuðul.

Erlent
Fréttamynd

Tekur stökk í skoðanakönnun

Verkamannaflokkurinn bætir við sig talsverðu fylgi í nýrri skoðanakönnun sem birt var í norskum fjölmiðlum í gær. Spurt var um hvaða flokk fólk myndi kjósa ef gengið yrði til þingkosninga nú.

Erlent
Fréttamynd

Kæra umfjöllun fjölmiðla um hryðjuverk

Ungmenni sem komust lífs af úr Útey hinn 22. júlí hafa kært umfjöllun norska blaðsins Verdens gang til siðanefndar fjölmiðla þar í landi. Kvörtunin snýr að myndbirtingum af hryðjuverkamanninum Anders Behring Breivik þegar hann fór í vettvangsferð með lögreglunni í eyjuna.

Erlent
Fréttamynd

Flaug til Noregs í yfirheyrslur

Breski þjóðernissinninn Paul Ray kom til Óslóar í gær til að fara í yfirheyrslur hjá lögreglu vegna hryðjuverkanna í Noregi 22. júlí. Ray kom sjálfviljugur til landsins til að ræða við lögreglu.

Erlent
Fréttamynd

Breivik áfram í einangrun

Héraðsdómstóll í Osló komst í dag að þeirri niðurstöðu að Anders Behring Breivik skuli áfram dúsa í einangrun. Rétturinn tók undir með löggreglunni að raunveruleg hætta væri á að sönnunargögn töpuðust væri einangrunin rofin.

Erlent
Fréttamynd

Breivik mættur í réttinn

Fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik kom í dómshúsið í Osló rétt fyrir klukkan níu í morgun. Réttarhöld yfir honum eiga að hefjast klukkan ellefu. Hann mun nú staddur í biðherbergi dómstólsins.

Erlent
Fréttamynd

Breivik hringdi til að gefa sig fram - samtölin í heild sinni

Norska lögreglan birti í dag símtal Anders Behring Breivik við neyðarlínuna í Noregi þann 22. júlí síðastliðinn. Breivik hringdi með það í huga að gefa sig fram, en rúmum hálftíma áður hafði lögreglan í Noregi fengið tilkynningu um skotárás í Útey. Breivik reyndi tíu sinnum að hringja en náði aðeins sambandi tvisvar.

Erlent
Fréttamynd

Má ekki mæta í kjólfötunum

Anders Behring Breivik fær ekki að mæta í kjólfötum fyrir rétt á morgun eins og hann hafði óskað eftir. Síðast þegar hann kom fyrir dómara óskaði hann eftir því að mæta í einkennisbúningi en því var einnig hafnað.

Erlent
Fréttamynd

Breivik í kjólföt

Nú á föstudaginn kemur Héraðsdómur í Osló saman til að fjalla um þá kröfu lögreglunnar að fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik verði áfram í einangrun. Breivik hefur óskað eftir því að fá að klæðast kjólfötum við réttarhöldin.

Erlent
Fréttamynd

Breivik skoðaði Útey í gallabuxum og bol - Myndband

Lögreglan í Osló fór með fjöldamorðingjann Anders Breivik til Úteyjar í gær dag en hann hefur játað að hafa framið fjöldamorð á eyjunni og sprengt sprengju í miðborg Oslóar tuttugasta og annan júlí síðastliðinn.

Erlent
Fréttamynd

Breivik kurteis við yfirheyrslur

Lögreglumaðurinn sem yfirheyrir fjöldamorðingjann Anders Breivik segir að þeir tali saman á þægilegum nótum og engin tilraun sé gerð til þess að brjóta Breivik niður.

Erlent
Fréttamynd

Nokkuð vissir um að Breivik hafi ekki átt vitorðsmenn

Með hverjum deginum sem líður verður norska lögreglan æ vissari um að fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik hafi verið einn að verki þegar hann lét til skarar skríða með skotárás í Utöya og sprengitilræði í miðborg Oslóar í síðasta mánuði. Þetta sagði lögmaður norsku lögreglunnar, Christian Hatlo, á blaðamannafundi í dag. Að hans sögn eru engir aðrir grunaðir um að hafa verið í vitorði með Breivik.

Erlent
Fréttamynd

Breivik vill tala við fangelsisprest

Fjöldamorðinginn Anders Breivik hefur óskað eftir að ræða við fangelsisprestinn í Ila fangelsinu þar sem hann situr í einangrun. Fyrstu dagana í fangelsinu var Breivik kotroskinn og gerði hinar og þessar kröfur sem ekki var sinnt.

Erlent
Fréttamynd

Grunar að Breivik eigi vitorðsmenn

Vitni segjast hafa séð Anders Breivik í matvöruverslun í miðbæ í smábæjarins Krakö utan við Osló nokkrum dögum fyrir árásina. Hann hafi verið þar ásamt tveim mönnum Breivik hafi verið íklæddur hermannapeysu með lögreglumerkjum á. Breivik var einmitt dulbúinn sem lögregluþjónn þegar hann lét til skarar skríða í Útey.

Erlent
Fréttamynd

Annar maður verið yfirheyrður

Anders Behring Breivik neitar að gefa upplýsingar sem gætu skorið úr um það hvort hann hafi átt sér vitorðsmenn. Þetta segir saksóknarinn Christian Hatlo.

Erlent
Fréttamynd

Vill leika stórt hlutverk í umbreyttu stjórnmálakerfi

Hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik vill að ríkisstjórn Noregs fari frá völdum og að hann sjálfur gegni stóru hlutverki í nýju stjórnmálakerfi í landinu. Þetta er meðal krafa sem hann hefur sett fram, að sögn Geir Lippestad, verjanda hans.

Erlent
Fréttamynd

Fjarlægja ofbeldisfulla tölvuleiki úr hillum vegna fjöldamorðanna

Norski verslunarrisinn Coop hefur tímabundið fjarlægt ofbeldisfulla tölvuleiki úr hillum vegna fjöldamorðanna í Útey en hryðjuverkamaðurinn Anders Breivik spilaði slíka leiki. Verslunarmaður í BT segir ekki standa til að hætta sölu á ofbeldisleikjum og hvetur foreldra til að virða aldurstakmörk.

Erlent
Fréttamynd

Safna saman eigum fólksins í Útey

Norska lögreglan byrjar í dag á því þungbæra verkefni að taka saman eigur fólks sem var statt í Útey þegar hryðjuverkamaðurinn Breivik hóf skotárás þar. Ragnar Karlsen, yfirlögregluþjónn, segir í samtali við norska ríkisútvarpið að verkefninu gæti verið lokið á föstudaginn. Tugir manna taki þátt í verkefninu.

Erlent
Fréttamynd

Skelfilegt að hafa veitt fjöldamorðingja innblástur

Hinn umdeildi danski kvikmyndaleikstjóri, Lars von Trier, undirbýr nú gerð nýrrar erótískrar kvikmyndar sem mun heita Nymphomaniac. Í myndinni verður rakin erótísk saga konu frá því að hún er ungabarn og þar til hún er fimmtug.

Erlent
Fréttamynd

Svíakonungur minntist fórnarlambanna í Noregi

Karl Gústaf Svíakonungur heimsótti heimsmót skáta í Svíþjóð. Þar minntist hann fórnarlambanna í Noregi og sagði ódæðisverkin áminningu til skáta að leggja enn harðar að sér í baráttunni við fordóma og illsku í heiminum. Það væri hlutverk fullorðna í skátastarfi að leiðbeina sér yngri skátum og vera þeim fyrirmynd og aðstoða þá við að vera boðbera friðar hvar sem er og hvenær sem er. Karl Gústaf er heiðurforseti World Scout Foundation og hefur verið skáti frá unga aldri.

Erlent
Fréttamynd

Vitorðsmönnum verður refsað

Allir þeir sem hafa veitt Anders Behring Breivik aðstoð við að skipuleggja fjöldamorðin í Útey og Osló gætu átt yfir höfði sér refsidóma. Í vefútgáfu norska dagblaðsins Verdens gang er haft eftir lögreglu að þunginn í rannsókninni á fjöldamorðunum sé nú kanna hvort Breivik hafi átt einhverja vitorðsmenn. Breivik tók sér mörg ár til að skipuleggja sprengjuárásina í Osló og morðin í Útey og hver sá sem hefur hvatt hann til hryðjuverkanna á þeim tíma gæti borið refsiábyrgð.

Erlent
Fréttamynd

Eyðileggingin mikil í Osló og Útey

Talið er að um þúsund verslanir og önnur þjónustufyrirtæki hafi skemmst í sprengingunni í Ósló fyrir rúmri viku. Mörg fyrirtækjanna eru á svæði sem lögreglan lokaði af eftir árásirnar og hafa því verið lokuð. Nokkrar verslanir hafa reynt að bregðast við með því að selja skemmdar vörur á lægra verði.

Erlent