Erlent

Breivik áfram í einangrun

Breivik segir fangelsissetuna leiðinlega og tilbreytingarlausa.
Breivik segir fangelsissetuna leiðinlega og tilbreytingarlausa.
Héraðsdómstóll í Osló komst í dag að þeirri niðurstöðu að Anders Behring Breivik skuli áfram dúsa í einangrun. Rétturinn tók undir með löggreglunni að raunveruleg hætta væri á að sönnunargögn töpuðust væri einangrunin rofin.

Breivik kallar fangelsissetuna sadíska pyndingarmeðferð, en dómstóllinn telur hana ekki ónauðsynlega ráðstöfun.




Tengdar fréttir

Breivik í kjólföt

Nú á föstudaginn kemur Héraðsdómur í Osló saman til að fjalla um þá kröfu lögreglunnar að fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik verði áfram í einangrun. Breivik hefur óskað eftir því að fá að klæðast kjólfötum við réttarhöldin.

Má ekki mæta í kjólfötunum

Anders Behring Breivik fær ekki að mæta í kjólfötum fyrir rétt á morgun eins og hann hafði óskað eftir. Síðast þegar hann kom fyrir dómara óskaði hann eftir því að mæta í einkennisbúningi en því var einnig hafnað.

Breivik hringdi til að gefa sig fram - samtölin í heild sinni

Norska lögreglan birti í dag símtal Anders Behring Breivik við neyðarlínuna í Noregi þann 22. júlí síðastliðinn. Breivik hringdi með það í huga að gefa sig fram, en rúmum hálftíma áður hafði lögreglan í Noregi fengið tilkynningu um skotárás í Útey. Breivik reyndi tíu sinnum að hringja en náði aðeins sambandi tvisvar.

Breivik mættur í réttinn

Fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik kom í dómshúsið í Osló rétt fyrir klukkan níu í morgun. Réttarhöld yfir honum eiga að hefjast klukkan ellefu. Hann mun nú staddur í biðherbergi dómstólsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×