
Kosningar 2013

Píratar á ystu nöf
Samkvæmt útreikningum fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis fá Píratar þrjá þingmenn kjörna eins og staðan er núna þegar klukkan er korter yfir tvö. Ástæðan er sú að samkvæmt útreikningum Vísis og þeim forsendum sem liggja að baki þeim útreikningum fær flokkurinn þrjá uppbótarþingmenn. Útreikningar RÚV og mbl.is sýna ekki það sama og er ástæðan líklegast sú að forsendur að baki útreikningum jöfnunarþingmanna er ekki sú sama. Útlit er fyrir að staða Pírata muni breytast ótt og títt eftir því sem líður á nóttina.

Framsóknarmenn kampakátir á kosningavöku
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var kampakátur þegar hann mætti til að hitta félaga sína á Hótel Borg í kvöld. Framsóknarflokkurinn er næst stærsti flokkur landsins með átján þingmenn kjörna eins og staðan er núna, þegar klukkuna vantar fimm mínútur í tvö.

Sjálfstæðisflokkurinn enn stærstur
Sjálfstæðisflokkurinn er enn stærsti flokkurinn á landsvísu klukkan korter í tvö. Hann fær 21 þingmann kjörinn, en Framsóknarflokkurinn er næststærstur með 18 menn kjörna. Samfylkingin fær 10 þingmenn kjörna, Vg fær átta þingmenn og Björt Framtíð með sex þingmenn.

Sannfærð um að Píratar merji þetta á lokametrunum
"Ég er alveg viss um að við merjum þetta á lokametrunum,“ segir Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Píratanna í Suðvesturkjördæmi en Píratar voru með fjóra þingmenn á tímabili en eru núna dottnir niður fyrir hinn alræmda 5 prósentu múr og eru því ekki með neina þingmenn samkvæmt nýjustu tölum þegar þetta er skrifað.

Heiða Kristín inni á þingi
Heiða Kristín Helgadóttir, frambjóðandi Bjartrar framtíðar, er komin á þing fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður samkvæmt nýjustu tölum í kjördæminu þegar rétt rúm 59 prósent atkvæða hafa verið talin í kjördæminu.

Sjálfstæðismenn fagna niðurstöðu kosninganna
Það var glatt á hjalla hjá Sjálfstæðismönnum þegar Bjarni Benediktsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir og aðrir frambjóðendur flokksins fögnuðu með samflokksmönnum sínum á Hilton Nordica Hótel í kvöld. Flokkurinn er nú, klukkan hálfeitt, stærsti flokkurinn í þessum kosningum með 21 kjörinn þingmann og 28,5% fylgi. Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, leit við á kosningavökunni.

Elín Hirst inni á þingi samkvæmt nýjustu tölum
Elín Hirst er inni samkvæmt nýjustu tölum í Suðvesturkjördæmi en Sjálfstæðisflokkurinn jók fylgi sitt nokkuð og er nú með fimm menn inni.

"Hélt við myndum uppskera meira en þetta"
Jóhanna Sigurðardóttir, fráfarandi forsætisráðherra Samfylkingarinnar, er sorgmædd yfir niðurstöðum kosninganna.

Píratar ná ekki inn manni
Píratar ná ekki inn manni á Alþingi eftir að nýjustu tölur bárust frá Suðvesturkjördæmi, stæsta kjördæminu á landinu. Björt Framtíð fær sex þingmenn, Framsóknarflokkurinn fær 18, Sjálfstæðisflokkurinn fær 21, Samfylkingin 10 og VG 8.

„Þegar vinir manns verða fyrir áföllum þá faðmar maður þá“
Kári Stefánsson sá ekki Össur Skarphéðinsson þegar hann strunsaði fram hjá honum við kjörklefa í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag.

Framsókn og VG stærstir í Norðausturkjördæmi
Framsóknarflokkurinn og VG eru stærstu flokkarnir í norðausturkjördæmi. Bæði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi formaður VG, bóða fram í kjördæminu. Sjálfstæðisflokkurinn fær tvo menn kjörna í kjördæminu og Samfylkingin fær einn. Þá fær Björt framtíð einn mann kjörinn í kjördæminu.

Össur: Fyrir minn flokk eru þetta hamfarir
Samfylkingin og Vinstri grænir eru með jafn marga þingmenn þegar tæplega 31 þúsund atkvæði hafa verið talin og það er óhætt að segja að Samfylkingin er að bíða afhroð á meðan Vinstri grænir eru að vinna tiltölulega frækinn varnarsigur miðað við lágt gengi í könnunum undanfarnar vikur. Samfylkingin er með 13 prósent fylgi á meðan VG er með 11,1 prósent.

Björt nær kjöri á þing
Björt Ólafsdóttir, fyrsti maður á lista Bjartrar framtíðar, nær kjöri inn á þing eins og staðan er nú klukkan ellefu. Hið sama er að segja um Róbert Marshall sem leiðir Bjarta framtíð í Reykjavíkurkjördæmi suður.

Viðbrögð formannanna: Katrín bjartsýn - Sigmundur ánægður
"Ég sé það, í ljósi reynslunnar, að þetta er misskipt á milli kjördæma. En það er mjög ánægjulegt að sjá þessar tölur,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins en flokkurinn hefur bætt verulega við sig fylgi nú þegar og eru meðal annars með fjóra nýja þingmenn í Suðurkjördæmi. Alls eru þeir með tólf þingmenn.

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur á landsvísu
Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn á Alþingi miðað við tölurnar eins og þær líta út núna klukkan korter í ellefu. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 18 þingmenn og Framsóknarflokkurinn 17. Samfylkingin fengi 10 og VG 9. Björt Framtið og Píratar fengu báðir menn kjörna inn á þing, en Björt Framtíð fengi 5 menn en sá síðarnefndi fengi 4.

Ögmundur heldur sæti sínu
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra nær kjöri inn á Alþingi, samkvæmt fyrstu tölum úr Suðvesturkjördæmi. VG nær tveimur mönnum inn á þing í kjördæminu, Píratar ná einum manni inn á þing og einnig Björt Framtíð. Framsóknarflokkurinn nær þremur mönnum inn í kjördæminu, Samfylkingin tapar tveimur mönnum af þingi en Sjálfstæðismenn eru stærsti flokkurinn í kjördæminu með fjóra menn kjörna.

Sex nýir samkvæmt fyrstu tölum - yngsti þingmaðurinn 25 ára
Sex nýir þingmenn koma inn á Alþingi samkvæmt nýjustu tölum úr Suðurkjördæmi en flestir þeirra koma úr Framsóknarflokknum.

Björgvin dottin út samkvæmt fyrstu tölum
Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, er dottinn af þingi miðað við fyrstu tölur í Suðurkjördæmi. Samfylkingin nær einum manni inn í kjördæminu, Sjálfstæðisflokkurinn fjórum og Framsóknarflokkurinn fimm. Af þeim Framsóknarmönnum sem ná kjöri samkvæmt þessum tölum er Sigurður Ingi Jóhannsson sá eini sem áður hefur setið á þingi.

Framsóknarflokkurinn vinnur stórsigur í Suðurkjördæmi
Framsóknarflokkurinn stærstur í Suðurkjördæmi, en fyrstu tölur voru lesnar upp rétt eftir 10. Framsóknarflokkurinn fær fimm og Sjálfstæðisflokkurinn fjóra í kjördæminu.

Kosningavökur víða - sendið okkur myndir
Það verða kosningavökur haldnar víða í kvöld. Í Reykjavík verða flestir flokkanna með kosningavökur og má búast við misgóðri stemmningu eftir fyrstu tölur, en það er ljóst að það verður mikil spenna á öllum vígstöðvum.

"Íslendingar gefa hrunvöldunum annað tækifæri"
Norska dagblaðið Aftenposten fjallar um kosningarnar á Íslandi í dag og furðar sig á vinsældum Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks.

Bein útsending - Kosningapartý Stöðvar 2
Kosningapartý Stöðvar 2 er í beinni útsendingu á Vísi í kvöld, auk þess að vera í opinni dagkrá á Stöð 2.

Enn berast tölur um kjörsókn
Nýjustu tölur um kjörsókn hafa borist og eru þær frá því klukkan 20 í kvöld.

Kosning kærð í Reykjavík norður
Framkvæmd kosninganna í Reykjavíkurkjördæmi norður hefur verið kærð þar sem innsigli vantaði á kjörkassana.

Stuð á Twitter í kvöld
Það má búast við mikilli stemmingu um allt land í kvöld enda kosninganótt framundan og kosningavökur haldnar víða. Vísir verður að sjálfsögðu með puttann á púlsinum, með nýjustu tölur, viðbrögð frá frambjóðendum og þar fram eftir götunum.

Þeir sem birta myndir af kjörseðlinum geta búist við sektum
Þeir kjósendur sem hafa tekið myndir af kjörseðlinum sínum og birt þær á Facebook geta búist við því að verða sektaðir ef upp um þá kemst.

Greinilega stuð hjá Samfylkingunni
Okkur barst myndir úr herbúðum Samfylgkingarinnar en mikill mannfjöldi hefur verið í allan dag á kosningsakrifstofu Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ frá því hún var opnuð klukkan 09.00 í morgun. Bæði ungir og aldnir hafa komið við á kosningaskrifstofunni og gætt sér á hnallþórum og smurbrauðstertum af bestu gerð. Oddný G. Harðardóttir oddviti lista Samfylkingarinnar í suðurkjördæmi tók á móti gestum og stillti sér meðal annars upp í myndatöku með myndarlegu mótorhjólagengi. Í kvöld verður síðan kosningavaka Samfyklkingarinnar að Hafnargötu 90 í Reykjanesbæ og eru allir jafnaðarmenn hjartanlega velkomnir.

Fljúga frá New York til að upplifa íslenska kosninganótt
Magnús Ólafsson og Steinunn Harðardóttir kusu í Ráðhúsinu í dag.

Erfitt að skýra dræma kjörsókn
Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir erfitt að skýra hvað valdi því að kjörsókn sé minni nú en í kosningunum árið 2009. Engin skýring blasi við. "Það hafa eitthvað borist fréttir af því að það sé meira af utankjörfundaratkvæðum heldur en síðast. En ég veit ekki hvort það er að vega þetta eitthvað upp," segir Grétar.

Rosa stemmari hjá Regnboganum
Meðfylgjandi myndir fengum við sendar úr herbúðum Regnbogamanna og kvenna. Eins og sjá má er stemningin góð.