Borgarstjórn

Fréttamynd

Áhyggjur af lokun Sorpu

Umhverfisráð Reykjavíkur samþykkti í gær einróma bókun þar sem lýst er yfir áhyggjum vegna lokunar endurvinnslustöðvar Sorpu við Bæjarflöt í Grafarvogi. Um síðustu áramót var endurvinnslustöðinni lokað í sparnaðarskyni.

Innlent
Fréttamynd

Einelti gagnvart einkaskólum

Leiðtogi sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur sakar R-listann um leggja einkaskóla í einelti og vill að Landakotsskóli haldi sjálfstæði sínu.

Innlent
Fréttamynd

Innanlandsflugið til Keflavíkur

Helgi Hjörvar, vararborgarfulltrúi R-listans og þingmaður Samfylkingarinnar, segir að engin sátt muni skapast um Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýri og eina raunhæfa leiðin sé sú að innanlandsflugið flytjist til Keflavíkur. Framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands segir borgarstjóra hafa stigið jákvætt skref með yfirlýsingu sinni í gær.

Innlent
Fréttamynd

Flugvöllurinn áfram í Vatnsmýrinni

Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri boðar sátt um framtíð Vatnsmýrar þannig að flugvöllur verði þar áfram en í minnkaðri mynd. Hún segir nýja samgöngumiðstöð geta risið við Loftleiðahótelið innan þriggja ára. 

Innlent
Fréttamynd

Úttekt vegna lóðakaupa borgarinnar

Borgarfulltrúar R-listans samþykktu í gær tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar verði falið að gera úttekt á kaupum borgarinnar á svokölluðum Stjörnubíósreit við Laugaveg 86 - 94.

Innlent
Fréttamynd

Álagningarhlutfall verði lækkað

F-listinn í borgarstjórn vill að álagningarhlutfall fasteignagjalda í Reykjavík verði lækkað þannig að raunhækkun fasteignagjalda verði ekki umfram hækkun launavísitölu. Fasteignamat á sérbýli hækkaði um áramót um 20% og um 14% í fjölbýli og ákvað borgarstjórnarmeirihlutinn í ljósi þess að hækka ekki sjálft álagningarhlutfall fasteignagjalda.

Innlent
Fréttamynd

Landfylling við Gufunes samþykkt

Skipulagsstofnun hefur fallist á fyrirhugaða gerð landfyllinga við vestan- og norðanvert Gufunes í Reykjavík með því skilyrði að framkvæmdir við gerð grjótvarnargarðs og þvergarða innan hans verði utan göngutíma laxfiska, þ.e. frá 1. maí til 30. september.

Innlent
Fréttamynd

F-listinn vill frítt í strætó

F-listinn vill að strætisvagnafargjöld barna, unglinga, aldraðra og öryrkja verði felld niður. F-listinn lagði fram tillögu þessa efnis í borgarráði í gær en henni var vísað frá af borgarráðsfulltrúum R-listans.

Innlent
Fréttamynd

Strætófargjöld ekki felld niður

R-listinn vísaði frá tillögu F-listans um niðurfellingu fargjalda barna, unglinga, aldraðra og öryrkja í strætó á fundi borgarráðs í dag. Meirihlutinn vísaði í því sambandi til álits stjórnar Strætós um að niðurfelling fargjalda leiddi ekki til aukinnar nýtingar almenningssamgangna en borgarstjórn hafði áður vísað málinu til borgarráðs.

Innlent
Fréttamynd

Slæm jólagjöf R-listans

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins segja R-listann hafa gefið Reykvíkingum afar slæma jólagjöf sem ekki sé hægt að skila. Í auglýsingu sem mun birtast í Morgunblaðinu á morgun útlista sjálfstæðismenn hvað felist í þeim skatta- og gjaldahækkunum sem R-listinn staðfesti skömmu fyrir jól í fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2005.

Innlent
Fréttamynd

Kosið í nefndir hjá borginni

Á fundi Borgarstjórnar Reykjavíkur þann 21. desember sl. var kosið í nýjar nefndir Reykjavíkurborgar sem taka munu til starfa um áramót. Þessi nýja nefndarskipan er hluti af þeim stjórnkerfisbreytingum sem nú er unnið að hjá borginni Formenn nýju nefndanna eru eftirtaldir ...

Innlent
Fréttamynd

Reykjavíkurflugvöllur nýttur áfram

Það er óhjákvæmilegt að Reykjavíkurflugvöllur verði nýttur áfram segir samgönguráðherra. Annað væri sóun á þeim fjármunum sem lagðir hafa verið í flugvallarsvæðið að undanförnu. Formaður samgöngunefndar Reykjavíkur segir samgönguyfirvöld vilja flugvöllinn burt en kjósi að segja það ekki að svo stöddu.

Innlent
Fréttamynd

Rekstarafgangurinn lækkar

Eftir breytingar á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar, lækkar áætlaður rekstarafgangur um 350 milljónir. Sjálfstæðismenn segir borgina komna í fjárhagslega erfiðleika. </font />

Innlent
Fréttamynd

Léttlestarkerfi ekki raunhæft

Léttlestarkerfi er ekki raunhæfur kostur á höfuðborgarsvæðinu við óbreyttar aðstæður, segir Árni Þór Sigurðsson, formaður samgöngunefndar Reykjavíkurborgar. Sjálfstæðismenn telja eðlilegra að efla stórlega vannýtt strætisvagnakerfi þar sem sætanýtingin sé aðeins um 10 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Skuldirnar lækki um 750 milljónir

Gert er ráð fyrir að greiða skuldir Reykjavíkurborgar niður um 750 milljónir króna á næsta ári samkvæmt fjárhagsáætlun borgarinnar sem afgreidd var á fundi borgarstjórnar sem stóð til klukkan hálfþrjú í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Heimilislausar konur í athvarf

Heimilislausar konur eru farnar að nýta sér næturathvarfið Konukot, sem tekið var formlega í notkun í gær, að sögn Brynhildar Barðadóttur verkefnisstjóra hjá Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands.

Lífið
Fréttamynd

Eftirlit með ræktunarhundum

Þetta er meðal breytinga á reglum um hundahald í Reykjavík, sem samþykktar hafa verið hjá Umhverfis og heilbrigðisnefnd.

Innlent
Fréttamynd

Nýr skóli í Norðlingaholti

Nýr 350 nemenda grunnskóli í Norðlingaholti verður tekinn í notkun næsta haust. Skólinn mun fyrst um sinn vera með kennslu í færanlegu húsnæði. Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs, segir ekki ákveðið hvenær framkvæmdir við sjálfa skólabygginguna hefjist.

Innlent
Fréttamynd

Vinna hafin að skipulagi Vatnsmýri

Vinna að heildarskipulagi Vatnsmýrar er að hefjast aftur eftir um tveggja ára hlé. Skipulagsnefnd Reykjavíkur hefur skipað stýrihóp til að halda utan um skipulagið.

Innlent
Fréttamynd

Óábyrgt að hækka ekki skatta

Það væri óábyrgt að hækka ekki skatta til að auka tekjur borgarinnar og tryggja borgarbúum aukna þjónustu, segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri. Merki um óráðsíu og það óefni sem R-listinn er kominn í segja Sjálfstæðismenn í borgarstjórn. 

Innlent
Fréttamynd

Hæpin jólagjöf R-listans

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn, segir jólagjöf R-listans í ár til borgarbúa sé skatta- og gjaldahækkun sem muni kosta reykvískar fjölskyldur tugi þúsunda á næsta ári. R-listinn kynnti í gær frumvarp sitt að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2005 þar sem meðal annars er boðuð hækkun útsvars og fasteignaskatta.

Innlent
Fréttamynd

R-listinn svíkur kosningaloforð

Jólagjöf R-listans til borgarbúa er skatta- og gjaldahækkun, þvert ofan í loforð, sem kosta mun fjölskyldufólk tugi þúsunda á næsta ári. Þetta segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn.

Innlent
Fréttamynd

R-listinn hækkar gjöld á borgarbúa

R-listinn hefur samþykkt að hækka sorphirðugjald um 30 prósent. Heimaþjónusta hækkar um ríflega 40 prósent. Oddviti Sjálfstæðismanna segir hækkanir endurspegla veika fjármálastjórn meirihlutans. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Ný fjárhagsáætlun borgarinnar

Nýr borgarstjóri, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, kynnti fjárhagsáætlun næsta árs í dag. Þar er gert ráð fyrir lækkun skulda upp á einn og hálfan milljarð og aukinni þjónustu við borgarbúa. 

Innlent
Fréttamynd

Hækkun leikskólagjalda frestað

Hækkun leikskólagjalda fyrir sambúðarfólk þar sem annað foreldri er í námi verður frestað samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans höfðu samþykkt að frá og með áramótum myndi þessi hópur greiða jafnhá leikskólagjöld og sambúðarfólk þar sem báðir eru á vinnumarkaði. Við það hefðu gjöldin hækkað um 42 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Fækka slysum um 80-90%

Talið er að vel hönnuð mislæg gatnamót á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar fækki slysum þar um 80-90 prósent. Á Umferðarþingi, sem haldið var af Umferðarstofu og Umferðarráði, var samþykkt að skora á borgaryfirvöld í Reykjavík að beita sér fyrir því að sem fyrst verði ráðist í gerð mislægra gatnamóta.

Innlent
Fréttamynd

Borgarráð frestar ákvörðun

Borgarráð Reykjavíkur frestaði ákvörðun um hvenær uppbygging mannvirkja á Laugardalsvelli gæti hafist. Borgarráði barst bréf þess efnis frá borgarverkfræðing þar sem leitað var eftir samþykki til að hefja framkvæmdir nú þegar á skrifstofuhúsnæði KSÍ þar sem framkvæmdin verður alfarið á vegum KSÍ.

Innlent
Fréttamynd

Reykjavík ræður yfirmenn

Meirihluti borgarráðs samþykkti í gær skipan í stöður í yfirstjórn Reykjavíkurborgar. Konur munu gegna tíu störfum af þeim fjórtán sem ráðið var í.

Innlent
Fréttamynd

Lágreist brú besti kosturinn

Skipulagsstofnun hefur úrskurðað um umhverfisáhrif Sundabrautar. Lágreist brú yfir Kleppsvíkina er besti kosturinn. Talið er að hábrú yrði lokuð í 50 klukkustundir á ári vegna veðurs. Botngöng geta haft verulega neikvæð áhrif á lífríkið.

Innlent
Fréttamynd

Útsvarið í hámark

Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag verður lagt til að útsvarsprósenta næsta árs verði 13,03 prósent, í stað 12,7 prósenta nú. Ef það verður samþykkt verða útsvarsgreiðslur í Reykjavík samkvæmt hámarks útsvarsprósentu.

Innlent