Segir heimaþjónustu fyrir aldraða með fíknivanda hafa reynst vel Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. október 2018 23:30 Líney Úlfarsdóttir og Sigrún Ingvarsdóttir hjá Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis. Sérsniðin heimaþjónusta fyrir eldri borgara sem glíma við áfengis-eða lyfjamisnotkun hefur reynst afar vel í Reykjavík. Eldri kona þakkaði þjónustunni að hún væri aftur komin í tengsl við fjölskyldu sína og gæti boðið barnabörnunum heim, að sögn félagsráðgjafa. Um fjögur þúsund einstaklingar yfir 65 ára aldri hafa verið greindir með vímuefnavanda eins og kom fram í fréttum Stöðvar 2 í vikunni. Flestir í hópnum glíma við áfengisvandamál eða misnotkun á róandi, kvíðastillandi eða svefnlyfjum. Síðustu átta ár hefur verið að störfum viðbragðsteymi á vegum Reykjavíkurborgar sem sinnir þörfum fólks með vímuefnavanda og vanrækir heimili sitt. Ein af upphafskonum þess segir að þjónustan hafi reynst afar vel. Sigrún Ingvarsdóttir, deildarstjóri og félagsráðgjafi hjá Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, segir að nálgunin verði alltaf að vera sú að komið sé fram af virðingu. „Þannig að við erum að mæta fólki þar sem það er statt í lífinu og hjálpum þeim að komast af stað með heimilishaldið. Við tökum ekki ábygðina af fólki, heldur gerum við með fólki. Þannig að ef það er verið að henda einhverju þá er engu hent án þess að það sé með í ráðum.“ Líney Úlfarsdóttir, sálfræðingur hjá Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, segir að oft á tíðum fylgi mikilli neyslu ákveðin sjálfsvanræksla og vanræksla á umhverfinu. „Sem veldur svo fólki aftur vélagslegum vanda. Það er ekki tilbúið að fá neinn inn, jafnvel þegar rennur af því, skammast sín fyrir ástandið. Það styrkir bataferlið að hafa sómasamlegt í kringum sig.“ Sigrún hefur séð jákvæðar breytingar. „Við sjáum, svo ég vitni í eina konu sem var talað við, hún sagði: „Ég er að ná tengslum við fjölskyldu mína aftur og ég get boðið fjölskyldu minni og barnabörnum heim, sem ég skammaðist mín fyrir áður og ég var bara búin að loka.““ Borgarstjórn Félagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fjölgar í hópi aldraðra með fíknivanda Um fjögur þúsund einstaklingar yfir 65 ára aldri hafa verið greindir með vímuefnavanda að sögn fyrrverandi forstjóra sjúkrahússins Vogs. Hann segir hópinn eiga eftir að stækka með hækkandi aldri þjóðarinnar og reynast samfélaginu dýr verði ekki brugðist við. 25. október 2018 19:45 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
Sérsniðin heimaþjónusta fyrir eldri borgara sem glíma við áfengis-eða lyfjamisnotkun hefur reynst afar vel í Reykjavík. Eldri kona þakkaði þjónustunni að hún væri aftur komin í tengsl við fjölskyldu sína og gæti boðið barnabörnunum heim, að sögn félagsráðgjafa. Um fjögur þúsund einstaklingar yfir 65 ára aldri hafa verið greindir með vímuefnavanda eins og kom fram í fréttum Stöðvar 2 í vikunni. Flestir í hópnum glíma við áfengisvandamál eða misnotkun á róandi, kvíðastillandi eða svefnlyfjum. Síðustu átta ár hefur verið að störfum viðbragðsteymi á vegum Reykjavíkurborgar sem sinnir þörfum fólks með vímuefnavanda og vanrækir heimili sitt. Ein af upphafskonum þess segir að þjónustan hafi reynst afar vel. Sigrún Ingvarsdóttir, deildarstjóri og félagsráðgjafi hjá Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, segir að nálgunin verði alltaf að vera sú að komið sé fram af virðingu. „Þannig að við erum að mæta fólki þar sem það er statt í lífinu og hjálpum þeim að komast af stað með heimilishaldið. Við tökum ekki ábygðina af fólki, heldur gerum við með fólki. Þannig að ef það er verið að henda einhverju þá er engu hent án þess að það sé með í ráðum.“ Líney Úlfarsdóttir, sálfræðingur hjá Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, segir að oft á tíðum fylgi mikilli neyslu ákveðin sjálfsvanræksla og vanræksla á umhverfinu. „Sem veldur svo fólki aftur vélagslegum vanda. Það er ekki tilbúið að fá neinn inn, jafnvel þegar rennur af því, skammast sín fyrir ástandið. Það styrkir bataferlið að hafa sómasamlegt í kringum sig.“ Sigrún hefur séð jákvæðar breytingar. „Við sjáum, svo ég vitni í eina konu sem var talað við, hún sagði: „Ég er að ná tengslum við fjölskyldu mína aftur og ég get boðið fjölskyldu minni og barnabörnum heim, sem ég skammaðist mín fyrir áður og ég var bara búin að loka.““
Borgarstjórn Félagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fjölgar í hópi aldraðra með fíknivanda Um fjögur þúsund einstaklingar yfir 65 ára aldri hafa verið greindir með vímuefnavanda að sögn fyrrverandi forstjóra sjúkrahússins Vogs. Hann segir hópinn eiga eftir að stækka með hækkandi aldri þjóðarinnar og reynast samfélaginu dýr verði ekki brugðist við. 25. október 2018 19:45 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
Fjölgar í hópi aldraðra með fíknivanda Um fjögur þúsund einstaklingar yfir 65 ára aldri hafa verið greindir með vímuefnavanda að sögn fyrrverandi forstjóra sjúkrahússins Vogs. Hann segir hópinn eiga eftir að stækka með hækkandi aldri þjóðarinnar og reynast samfélaginu dýr verði ekki brugðist við. 25. október 2018 19:45