Fimleikar

Fréttamynd

Gullstelpurnar úr Gerplu á ferðinni út á landi

Evrópumeistarar Gerplu í hópfimleikum hafa verið duglegar að kynna fimleika á landsbyggðinni og þær eru nú annað árið í röð á leiðinni í Fimleikahringinn. Í fyrra fóru stelpurnar á fimm staði í kringum landið en nú hafa þær bætt einum stað við og koma því við á sex stöðum.

Sport
Fréttamynd

Viktor og Thelma Rut bæði inn á topp 50 á EM í fimleikum

Íslandsmeistararnir Viktor Kristmannsson og Thelma Rut Hermannsdóttir náðu bestum árangri Íslendinga á Evrópumótinu í áhaldafimleikum í Berlín í Þýskalandi sem stendur nú yfir. Íslensku keppendurnir hafa lokið keppni en alls tóku níu þátt í mótinu í ár.

Sport
Fréttamynd

Kvennalið Gerplu fær þrjár milljónir frá ríkisstjórninni

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að styrkja kvennalið Gerplu, nýkrýnda Evrópumeistara í hópfimleikum, um þrjár milljónir króna. Kvennalið Gerplu í fimleikum náði þeim einstaka árangri að vinna til gullverðlauna á Evrópumótinu í hópfimleikum, sem fram fór í Malmö í Svíþjóð í október 2010. Ríkisstjórnin fagnar þessum frábæra árangri liðsins og samþykkti í tilefni af honum að veita liðinu þrjár milljónir króna til undirbúnings fyrir þátttöku þess í Norðurlandamóti sem fram fer í Noregi árið 2011.

Innlent