
Fimleikar

Neyddust til þess að skila bronsverðlaununum
Íslenska stúlknalandsliðið í fimleikum þurfti að skila bronsverðlaununum sem liðið vann um helgina á Norðurlandamóti unglinga en mótið fór fram í Noregi.

Stúlknalandsliðið fékk brons á Norðurlandamóti unglinga
Íslenska stúlknalandsliðið í fimleikum fékk bronsverðlaun í sveitakeppni á Norðurlandamóti unglinga í áhaldafimleikum sem fer fram í Elverum í Noregi en þetta kemur fram í frétt frá Fimleikasambandi Íslands.

Fimleikafólk á smáþjóðaleikana
Fimleikasamband Íslands hefur valið 10 einstaklinga til að til að taka þátt í Smáþjóðaleikunum sem fara fram í Lúxemborg 26. maí - 2. júní næstkomandi.

Fimleikaeinvígið í Versölum
Söguleg stund var í húsnæði fimleiksfélagsins Gerplu í gær þegar fyrsta Íslandsmótið í AT fimleikum fór fram. Í AT fimleikum keppa tveir keppendur á hverju áhaldi og því um úrslitaviðureign að ræða hverju sinni.

Egill Gunnar vann gull í Halmstad
Egill Gunnar Kristjánsson sigraði í úrslitum á stökki á Norðurlandamóti drengja 14 ára og yngri í fimleikum í dag.

Ólafur Ragnar óskar fimleikastúlkunum til hamingju
Forseti Íslands sendi í morgun hinum nýbökuðu evrópumeisturum hugheilar heillaóskir.

Stóðu sig betur en þær dönsku og norsku - 24. sæti á EM í fimleikum
Íslenska kvennalandsliðið í fimleikum hefur lokið keppni á Evrópumeistaramótinu í áhaldafimleikum sem fram fór í í Brussel í Belgíu. Íslensku stelpurnar stóðu sig ágætlega og náðu 24. sæti en það var betri árangur en hjá norska og danska landsliðinu.

Verðlaunaði sjálfan sig með pitsu
Róbert Kristmannsson var maður helgarinnar á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum. Hann sigraði í fjölþraut á laugardag og bætti um betur í gær er hann vann Íslandsmeistaratitil á öllum áhöldum. Fullt hús hjá honum. Í kvennaflokki varð Thelma Rut Hermannsdótti

Róbert Íslandsmeistari á öllum áhöldum
Síðari keppnisdagur á Íslandsmeistaramótinu í fimleikum fór fram í Ármannsheimilinu í dag. Þá fór fram keppni í úrslitum á einstaka áhöldum í karla- og kvennaflokki, ásamt unglingaflokki karla og kvenna.

Fyrrum Ólympíumeistari í fimleikum lamdi leigubílstjóra
Paul Hamm, fyrrum Ólympíumeistari í fimleikum, hefur verið kærður fyrir líkamsárás. Honum er gefið að sök að hafa lamið og sparkað í leigubílstjóra í Bandaríkjunum.

Gullstelpurnar úr Gerplu á ferðinni út á landi
Evrópumeistarar Gerplu í hópfimleikum hafa verið duglegar að kynna fimleika á landsbyggðinni og þær eru nú annað árið í röð á leiðinni í Fimleikahringinn. Í fyrra fóru stelpurnar á fimm staði í kringum landið en nú hafa þær bætt einum stað við og koma því við á sex stöðum.

Viktor og Thelma Rut bæði inn á topp 50 á EM í fimleikum
Íslandsmeistararnir Viktor Kristmannsson og Thelma Rut Hermannsdóttir náðu bestum árangri Íslendinga á Evrópumótinu í áhaldafimleikum í Berlín í Þýskalandi sem stendur nú yfir. Íslensku keppendurnir hafa lokið keppni en alls tóku níu þátt í mótinu í ár.

Kvennalið Gerplu fær þrjár milljónir frá ríkisstjórninni
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að styrkja kvennalið Gerplu, nýkrýnda Evrópumeistara í hópfimleikum, um þrjár milljónir króna. Kvennalið Gerplu í fimleikum náði þeim einstaka árangri að vinna til gullverðlauna á Evrópumótinu í hópfimleikum, sem fram fór í Malmö í Svíþjóð í október 2010. Ríkisstjórnin fagnar þessum frábæra árangri liðsins og samþykkti í tilefni af honum að veita liðinu þrjár milljónir króna til undirbúnings fyrir þátttöku þess í Norðurlandamóti sem fram fer í Noregi árið 2011.