Stangveiði Fáskrúð og Norðurá II í brennidepli Stangaveiðifélag Reykjavíkur verður með opið hús annað kvöld. Þar verða árnar Fáskrúð og Norðurá II kynntar og ýmislegt fleira skemmtilegt gert. Dagskrá opnu húsanna er í höndum skemmtinefndar Stangaveiðifélagsins. Veiði 28.2.2013 22:17 Enn hægt að finna útsölur Þó nú sé aðeins mánuður í að stangveiðitímabilið hefjist formlega eru enn víða útsölur. Veiðihornið, Krafla og Veiðivon eru með útsölur. Veiði 28.2.2013 21:09 Pálmi Gunnars og félagar leigja Eldvatn Veiðifélag Eldvatns hefur samið við Verndarsjóð sjóbirtingsins um leigu á Eldvatni næstu sjö árin. Samkvæmt heimildum blaðsins er leiguverðið í kringum 4 milljónir á króna á ári eða um 28 milljónir fyrir samningstímann. Veiði 27.2.2013 15:56 Gersemar á bókamörkuðum Veiðiáhugamenn geta gert ágætis kaup á bókum, dvd-diskum og gömlum vídespólum nú þegar rétt rúmur mánuður er í að veiðitímabilið hefjist formlega. Í veiðiversluninni Veiðivon og á bókamarkaðnum í Perlunni er þónokkur fjöldi veiðibóka og mynda til sölu. Veiði 26.2.2013 17:54 Veiðivísir orðinn sýnilegri og kominn á Facebook Veiðivísir er nú orðinn sýnilegri. Búið er að setja hnapp efst á forsíðu Vísis og með einum smelli komast menn beint inn á Veiðivísi. Þá er Veiðivísir einnig kominn með sína eigin Facebook-síðu. Veiði 25.2.2013 16:32 Norðurá - hámarkstalan liggur fyrir "Það voru í raun talsverð tíðindi að ekki kæmu fleiri tilboð í ána. Úr því sem komið er, þá tel ég ólíklegt að einhver sé þarna úti sem sé tilbúinn að borga meira en 83.5 milljónir fyrir veiðiréttinn í Norðurá. Veiði 22.2.2013 22:32 "Markaðurinn gæti hrunið til grunna" "Það er ljóst í okkar huga að ef ekki verður brugðist við, þá getur þessi markaður hrunið til grunna,“ Veiði 22.2.2013 22:19 Laxá á Skaga bjargað með hrognagreftri Hrognagröftur hefur verið reyndur af og til á Íslandi og hefur í mörgum tilvikum tekist vel. Þrátt fyrir það er þessi fiskræktaraðgerð lítið stunduð hérlendis. Þessi aðferð er hins vegar mikið notuð erlendis, sérstaklega í Kanada og Bandaríkjunum. Veiði 22.2.2013 01:42 Blanda svæði II – tvær ár í einni Ekki einungis breytist vatnshæð heldur einnig allt straumlag í hyljum – m.ö.o. má segja að svæði 2 í Blöndu séu tvær mismunandi ár fyrir og eftir hádegi. Veiði 20.2.2013 23:00 Fróðleiksmolar um bleikjuna Í erindi sínu á mánudag fjallaði Erlendur um hvað er að gerast hjá bleikjustofnum landsins; farið var meðal annars yfir helstu mögulegu þætti þess hvers vegna minnkandi bleikjuveiði er staðreynd í mörgum góðum bleikjuám. Veiði 19.2.2013 01:54 Minnkandi laxgengd kemur fram í meðafla skipa Lax sem meðafli í uppsjávarveiðum í fyrrasumar var minni en árin á undan, samkvæmt rannsóknum Fiskistofu. Þetta er í samræmi við minnkandi laxgengd fyrrasumar sem kom skýrt fram í hruni í laxveiði á stöng. Veiði 19.2.2013 01:42 Veiðileyfin umsetin hjá SVFS Það er því nokkuð fréttnæmt að óvenju mikil eftirspurn var hjá Stangveiðifélagi Selfoss þetta árið ... Veiði 18.2.2013 10:28 Veiðifélaginn sparkaði fiskinum af önglinum Björgvin Guðmundsson, ritstjóri Viðskiptablaðsins, er veikur fyrir veiði. Hann byrjaði að veiða árið 2004 og þá aðeins á maðk. Nú kann hann betur að meta handsmíðaða stöng sem hann keypti á Ebay. Hann svarar hér nokkrum spurningum fyrir Veiðivísi og segir meðal annars frá bráðskemmtilegu atviki úr Langadrætti í Hítará. Veiði 17.2.2013 17:48 Blómlegt vetrarstarf hjá SVAK Stangveiðifélag Akureyrar, Flúða og Flugunnar hafa haldið úti blómlegu starfi í vetur til að stytta norðlenskum veiðimönnum biðina þar til veiðitímabilið hefst að nýju. Veiði 16.2.2013 17:42 Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði "Við byrjuðum með þennan vef í kringum 2005 en þá var þetta bloggsíða. Í júní í fyrra ákváðum við að gera nýjan vef og byrjuðum þá um leið að gera litla sjónvarpsþætti. Nú erum við búnir að gera tólf þætti og þeir hafa fengið mjög góðar viðtökur. Traffíkin á vefinn hefur aukist mikið síðan,“ segir Egill Gomez sem heldur úti Sportveiðivefnum ásamt Bergþóri Helga Bergþórssyni. Veiði 15.2.2013 15:54 SVFR: Vefsalan hafin Stangaveiðifélag Reykjavíkur opnaði í dag fyrir vefsöluna á heimasíðu sinni svfr.is. Eins og mörgum er kunnugt var 19 prósenta samdráttur í umsóknum félagsmanna um veiðileyfi milli ára. Þetta þýðir að töluvert vænir bitar eru í vefsölunni að þessu sinni. Veiði 14.2.2013 18:23 Veiðin á leið upp úr öldudal "Það kom okkur á óvart hversu lítil veiðin var í fyrra. Yfirleitt hefur það verið þannig í þessum sveiflum fylgjast góðu árin að og slæmu árin fylgjast að. Þó árið í fyrra hafi verið slæmt kæmi það mér á óvart ef árið í ár yrði jafn slæmt,“ segir Guðni Guðbergsson, fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnun, sem hefur rýnt í veiðitölur síðustu ára. Veiði 14.2.2013 11:46 Hreggnasi með langhæsta tilboðið í Fossá Hreggnasi ehf. átti langhæsta tilboðið í veiðiréttinn í Fossá í Þjórsárdal en frestur til að skila inn tilboðum í ána rann út í gær. Hátt í tuttugu aðilar skiluðu inn tilboðum og voru þau flest á bilinu 2,9 – 4,4 milljónir króna. Tilboð Hreggnasa hljóðaði hins vegar upp á 8,5 milljónir króna, um 4 milljónum hærra en næsta tilboð. Veiði 13.2.2013 14:56 Tíu risaurriðar í Minnivallalæk Tíu urriðar yfir 5 kíló veiddust í Minnivallalæk í fyrra þar af var sá stærsti 8,1 kíló. Ekki hafa veiðst jafn margir urriðar yfir fimm kíló á einu ári síðustu tíu ár, samkvæmt tölum frá Strengjum. Árið 2011 veiddust til að mynda sjö urriðar yfir fimm kíló og var sá þyngsti sjö kíló. Veiði 12.2.2013 14:04 Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin Kvikmyndahátíðin Rise, sem helguð er fluguveiði, hefst í Bíó Paradís í mars en þetta er þriðja árið í röð sem hátíðin er haldin. Stórir fiskar og svæsin ævintýri spila stóra rulllu í dagskrá Rise, að því er segir á vef hátíðarinnar. Veiði 11.2.2013 10:49 Rússneskar laxveiðar á Loftleiðum Rússnesku laxveiðiárnar Kharlovka, Litza, Rynda og Zolotaya verða kynntar Natura Hótel Loftleiðum á miðvikudag frá klukkan til sjö. Veiði 10.2.2013 15:53 Strengsmenn áfram með Hofsá Samningur Veiðiklúbbsins Strengs og Veiðifélags Hofsár og Sunnudalsár um leigu á Hofsá í Vopnafirði hefur verið endurnýjaður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orra Vigfússyni. Veiði 8.2.2013 22:14 Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Lax-á tilkynnti í gær um fimmtungs lækkun á verði veiðileyfa í Miðdalsá í Steingrímsfirði miðað við síðasta sumar. Veiði 8.2.2013 20:52 Komið að kaflaskilum segir Þröstur Þröstur Elliðason í Strengjum spáir verðlækkun á stangveiðileyfum samfara samdrætti í veiði og minnkandi eftirspurn. Staðan sé erfið. Veiði 7.2.2013 23:31 Tíu manna álma við Langárbyrgi Viðbygging með fimm tveggja manna svefnherbergjum er nú risin við veiðihúsið við Langá. Veiði 6.2.2013 22:20 Biðla til afkomenda Flugumanna Leita á til ættingja og afkomenda stofnenda veiðifélagsins Flugunnar til að afla heimilda um veiðikofann í Hrunakrók í Stóru-Laxá Veiði 6.2.2013 10:52 Lækka verð í sumarbyrjun í Blöndu Sala veiðileyfa fyrir næsta sumar hefur verið óvenju dræm. Nú hefur Lax-á gripið til þess að bjóða leyfi á miðsvæðum Blöndu í sumarbyrjun á afslætti. Veiði 5.2.2013 13:06 Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Fyrirtækið Lax-á hefur í dag myndagetraun þar sem verðlaunin eru þriggja daga veiði á besta tíma í Ytri-Rangá, aflahæstu laxveiðiá landsins. Veiði 4.2.2013 12:19 Hölkná og Ólafsfjarðará kynntar í Amaróhúsinu Ólafsfjarðará og Hölkná í Þistilfirði verða kynntar á opnu húsi á Akureyri annað kvöld. Veiði 3.2.2013 23:51 Fréttaskýring: Blikur á lofti í útboðsmálum Þegar tilboð í Þverá og Kjarrá voru opnuð í lok árs 2011 var talað um að sprengju hefði verið varpað inn á markaðinn. Eins og alkunna er í veiðiheiminum hljóðaði hæsta tilboðið upp á 112 milljónir króna eða 560 milljónir króna fyrir fimm ára samning. Óttuðust veiðimenn að þetta tilboð myndi smita út frá sér. Borgaðar yrðu himinháar fjárhæðir fyrir aðrar ár sem væru á leið í útboð og afleiðingarnar yrðu þær að veiðileyfi myndu hækka upp úr öllu valdi. Nú eru blikur á lofti. Veiði 2.2.2013 20:33 « ‹ 51 52 53 54 55 56 57 58 59 … 94 ›
Fáskrúð og Norðurá II í brennidepli Stangaveiðifélag Reykjavíkur verður með opið hús annað kvöld. Þar verða árnar Fáskrúð og Norðurá II kynntar og ýmislegt fleira skemmtilegt gert. Dagskrá opnu húsanna er í höndum skemmtinefndar Stangaveiðifélagsins. Veiði 28.2.2013 22:17
Enn hægt að finna útsölur Þó nú sé aðeins mánuður í að stangveiðitímabilið hefjist formlega eru enn víða útsölur. Veiðihornið, Krafla og Veiðivon eru með útsölur. Veiði 28.2.2013 21:09
Pálmi Gunnars og félagar leigja Eldvatn Veiðifélag Eldvatns hefur samið við Verndarsjóð sjóbirtingsins um leigu á Eldvatni næstu sjö árin. Samkvæmt heimildum blaðsins er leiguverðið í kringum 4 milljónir á króna á ári eða um 28 milljónir fyrir samningstímann. Veiði 27.2.2013 15:56
Gersemar á bókamörkuðum Veiðiáhugamenn geta gert ágætis kaup á bókum, dvd-diskum og gömlum vídespólum nú þegar rétt rúmur mánuður er í að veiðitímabilið hefjist formlega. Í veiðiversluninni Veiðivon og á bókamarkaðnum í Perlunni er þónokkur fjöldi veiðibóka og mynda til sölu. Veiði 26.2.2013 17:54
Veiðivísir orðinn sýnilegri og kominn á Facebook Veiðivísir er nú orðinn sýnilegri. Búið er að setja hnapp efst á forsíðu Vísis og með einum smelli komast menn beint inn á Veiðivísi. Þá er Veiðivísir einnig kominn með sína eigin Facebook-síðu. Veiði 25.2.2013 16:32
Norðurá - hámarkstalan liggur fyrir "Það voru í raun talsverð tíðindi að ekki kæmu fleiri tilboð í ána. Úr því sem komið er, þá tel ég ólíklegt að einhver sé þarna úti sem sé tilbúinn að borga meira en 83.5 milljónir fyrir veiðiréttinn í Norðurá. Veiði 22.2.2013 22:32
"Markaðurinn gæti hrunið til grunna" "Það er ljóst í okkar huga að ef ekki verður brugðist við, þá getur þessi markaður hrunið til grunna,“ Veiði 22.2.2013 22:19
Laxá á Skaga bjargað með hrognagreftri Hrognagröftur hefur verið reyndur af og til á Íslandi og hefur í mörgum tilvikum tekist vel. Þrátt fyrir það er þessi fiskræktaraðgerð lítið stunduð hérlendis. Þessi aðferð er hins vegar mikið notuð erlendis, sérstaklega í Kanada og Bandaríkjunum. Veiði 22.2.2013 01:42
Blanda svæði II – tvær ár í einni Ekki einungis breytist vatnshæð heldur einnig allt straumlag í hyljum – m.ö.o. má segja að svæði 2 í Blöndu séu tvær mismunandi ár fyrir og eftir hádegi. Veiði 20.2.2013 23:00
Fróðleiksmolar um bleikjuna Í erindi sínu á mánudag fjallaði Erlendur um hvað er að gerast hjá bleikjustofnum landsins; farið var meðal annars yfir helstu mögulegu þætti þess hvers vegna minnkandi bleikjuveiði er staðreynd í mörgum góðum bleikjuám. Veiði 19.2.2013 01:54
Minnkandi laxgengd kemur fram í meðafla skipa Lax sem meðafli í uppsjávarveiðum í fyrrasumar var minni en árin á undan, samkvæmt rannsóknum Fiskistofu. Þetta er í samræmi við minnkandi laxgengd fyrrasumar sem kom skýrt fram í hruni í laxveiði á stöng. Veiði 19.2.2013 01:42
Veiðileyfin umsetin hjá SVFS Það er því nokkuð fréttnæmt að óvenju mikil eftirspurn var hjá Stangveiðifélagi Selfoss þetta árið ... Veiði 18.2.2013 10:28
Veiðifélaginn sparkaði fiskinum af önglinum Björgvin Guðmundsson, ritstjóri Viðskiptablaðsins, er veikur fyrir veiði. Hann byrjaði að veiða árið 2004 og þá aðeins á maðk. Nú kann hann betur að meta handsmíðaða stöng sem hann keypti á Ebay. Hann svarar hér nokkrum spurningum fyrir Veiðivísi og segir meðal annars frá bráðskemmtilegu atviki úr Langadrætti í Hítará. Veiði 17.2.2013 17:48
Blómlegt vetrarstarf hjá SVAK Stangveiðifélag Akureyrar, Flúða og Flugunnar hafa haldið úti blómlegu starfi í vetur til að stytta norðlenskum veiðimönnum biðina þar til veiðitímabilið hefst að nýju. Veiði 16.2.2013 17:42
Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði "Við byrjuðum með þennan vef í kringum 2005 en þá var þetta bloggsíða. Í júní í fyrra ákváðum við að gera nýjan vef og byrjuðum þá um leið að gera litla sjónvarpsþætti. Nú erum við búnir að gera tólf þætti og þeir hafa fengið mjög góðar viðtökur. Traffíkin á vefinn hefur aukist mikið síðan,“ segir Egill Gomez sem heldur úti Sportveiðivefnum ásamt Bergþóri Helga Bergþórssyni. Veiði 15.2.2013 15:54
SVFR: Vefsalan hafin Stangaveiðifélag Reykjavíkur opnaði í dag fyrir vefsöluna á heimasíðu sinni svfr.is. Eins og mörgum er kunnugt var 19 prósenta samdráttur í umsóknum félagsmanna um veiðileyfi milli ára. Þetta þýðir að töluvert vænir bitar eru í vefsölunni að þessu sinni. Veiði 14.2.2013 18:23
Veiðin á leið upp úr öldudal "Það kom okkur á óvart hversu lítil veiðin var í fyrra. Yfirleitt hefur það verið þannig í þessum sveiflum fylgjast góðu árin að og slæmu árin fylgjast að. Þó árið í fyrra hafi verið slæmt kæmi það mér á óvart ef árið í ár yrði jafn slæmt,“ segir Guðni Guðbergsson, fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnun, sem hefur rýnt í veiðitölur síðustu ára. Veiði 14.2.2013 11:46
Hreggnasi með langhæsta tilboðið í Fossá Hreggnasi ehf. átti langhæsta tilboðið í veiðiréttinn í Fossá í Þjórsárdal en frestur til að skila inn tilboðum í ána rann út í gær. Hátt í tuttugu aðilar skiluðu inn tilboðum og voru þau flest á bilinu 2,9 – 4,4 milljónir króna. Tilboð Hreggnasa hljóðaði hins vegar upp á 8,5 milljónir króna, um 4 milljónum hærra en næsta tilboð. Veiði 13.2.2013 14:56
Tíu risaurriðar í Minnivallalæk Tíu urriðar yfir 5 kíló veiddust í Minnivallalæk í fyrra þar af var sá stærsti 8,1 kíló. Ekki hafa veiðst jafn margir urriðar yfir fimm kíló á einu ári síðustu tíu ár, samkvæmt tölum frá Strengjum. Árið 2011 veiddust til að mynda sjö urriðar yfir fimm kíló og var sá þyngsti sjö kíló. Veiði 12.2.2013 14:04
Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin Kvikmyndahátíðin Rise, sem helguð er fluguveiði, hefst í Bíó Paradís í mars en þetta er þriðja árið í röð sem hátíðin er haldin. Stórir fiskar og svæsin ævintýri spila stóra rulllu í dagskrá Rise, að því er segir á vef hátíðarinnar. Veiði 11.2.2013 10:49
Rússneskar laxveiðar á Loftleiðum Rússnesku laxveiðiárnar Kharlovka, Litza, Rynda og Zolotaya verða kynntar Natura Hótel Loftleiðum á miðvikudag frá klukkan til sjö. Veiði 10.2.2013 15:53
Strengsmenn áfram með Hofsá Samningur Veiðiklúbbsins Strengs og Veiðifélags Hofsár og Sunnudalsár um leigu á Hofsá í Vopnafirði hefur verið endurnýjaður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orra Vigfússyni. Veiði 8.2.2013 22:14
Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Lax-á tilkynnti í gær um fimmtungs lækkun á verði veiðileyfa í Miðdalsá í Steingrímsfirði miðað við síðasta sumar. Veiði 8.2.2013 20:52
Komið að kaflaskilum segir Þröstur Þröstur Elliðason í Strengjum spáir verðlækkun á stangveiðileyfum samfara samdrætti í veiði og minnkandi eftirspurn. Staðan sé erfið. Veiði 7.2.2013 23:31
Tíu manna álma við Langárbyrgi Viðbygging með fimm tveggja manna svefnherbergjum er nú risin við veiðihúsið við Langá. Veiði 6.2.2013 22:20
Biðla til afkomenda Flugumanna Leita á til ættingja og afkomenda stofnenda veiðifélagsins Flugunnar til að afla heimilda um veiðikofann í Hrunakrók í Stóru-Laxá Veiði 6.2.2013 10:52
Lækka verð í sumarbyrjun í Blöndu Sala veiðileyfa fyrir næsta sumar hefur verið óvenju dræm. Nú hefur Lax-á gripið til þess að bjóða leyfi á miðsvæðum Blöndu í sumarbyrjun á afslætti. Veiði 5.2.2013 13:06
Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Fyrirtækið Lax-á hefur í dag myndagetraun þar sem verðlaunin eru þriggja daga veiði á besta tíma í Ytri-Rangá, aflahæstu laxveiðiá landsins. Veiði 4.2.2013 12:19
Hölkná og Ólafsfjarðará kynntar í Amaróhúsinu Ólafsfjarðará og Hölkná í Þistilfirði verða kynntar á opnu húsi á Akureyri annað kvöld. Veiði 3.2.2013 23:51
Fréttaskýring: Blikur á lofti í útboðsmálum Þegar tilboð í Þverá og Kjarrá voru opnuð í lok árs 2011 var talað um að sprengju hefði verið varpað inn á markaðinn. Eins og alkunna er í veiðiheiminum hljóðaði hæsta tilboðið upp á 112 milljónir króna eða 560 milljónir króna fyrir fimm ára samning. Óttuðust veiðimenn að þetta tilboð myndi smita út frá sér. Borgaðar yrðu himinháar fjárhæðir fyrir aðrar ár sem væru á leið í útboð og afleiðingarnar yrðu þær að veiðileyfi myndu hækka upp úr öllu valdi. Nú eru blikur á lofti. Veiði 2.2.2013 20:33
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent