
Stangveiði

Vötnin lifna við
Það er óhætt að segja að hlýindin undanfarna daga hafi kveikt líf í vötnunum á suðvesturlandi síðustu daga. Bleikjan er aðeins farin að gefa sig í Þingvallavatni og við heyrðum af mönnum í dag sem fengu fínt skot í Hlíðarvatni. það er helst að bleikjan taki snemma á morgnana eða í kvöldskímunni þegar dagarnir eru bjartir en það spáir þykknandi veðri og súld á vesturlandi um helgina þannig að það má reikna með að fiskurinn taki betur á daginn.

Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum sett á Miklatúni í dag
Knapar og gæðingar mun sýna listir sínar á Miklatúni í dag þegar Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum verður formlega sett af stað. Kynningarfundur deildarinnar hefst klukkan 14:00 á Kjarvalsstöðum við Miklatún.

Veiðiþjófar stálu frá barni við Hítarvatn
Það er með ólíkindum að fólk skuli leggjast svo lágt að stela aflanum frá öðrum, segir Stefán Árnason sem um síðustu helgi var ásamt fimm ára syni sinum við silungsveiðar í Hítarvatni.