Eldgos og jarðhræringar

Fréttamynd

Engin skýr merki um kviku við Keili

Nýjustu gervihnattagögn sýna engin skýr merki um að kvika brjóti sér leið til yfirborðs í kringum Keili á Reykjanesi. Ekki er þó talið útilokað að kvika sé á hreyfingu á það miklu dýpi að gervihnettir greini hana ekki.

Innlent
Fréttamynd

Síðasti stóri kom rétt fyrir miðnætti

Síðasti stóri skjálftinn á Reykjanesskaga í grennd við Keili kom rétt fyrir miðnættið. Sá mældist þrjú stig en síðan þá hefur verið heldur rólegra á svæðinu og engir skjálftar hafa náð tveimur stigum.

Innlent
Fréttamynd

Einn upp á þrjú stig í nótt

Enn skelfur jörð í grennd við Keili og í nótt klukkan kortér yfir tvö kom skjálfti sem mældist þrjú stig að stærð. Sá var á 5,6 kílómetra dýpi og átti hann upptök sín 1,1 kílómetra SSV af Keili.

Innlent
Fréttamynd

Upptök skjálftanna á sömu slóðum og þyrluútsending

Upptök stærstu jarðskjálftanna á Reykjanesi síðustu vikuna hafa verið á tiltölulega afmörkuðu svæði milli fjallanna Keilis og Litla-Hrúts. Skjálftar yfir tveir að stærð hafa allir átt upptök um 0,3 til 2,0 kílómetra suðsuðvestur frá Keili.

Innlent
Fréttamynd

Stærsti skjálfti þessarar hrinu

Snarpur skjálfti fannst á suðvestanverðu landinu klukkan 15:32 í dag. Meðal annars fannst hann vel á höfuðborgarsvæðinu og varð hans einnig vart í Borgarnesi.

Innlent
Fréttamynd

Gufan á myndbandinu á þekktu jarðhitasvæði

Myndband sem sýnir gufu stíga upp úr svæðinu norðan við Keili hefur vakið töluverða athygli á samfélagsmiðlum. Náttúruvásérfræðingur bendir þó á svæðið sé þekkt jarðhitasvæði og því ekki endilega óeðlilegt að gufa stígi upp úr jörðinni á svæðinu. Jarðskjálftahrinan á svæðinu mælist enn á töluverðu dýpi.

Innlent
Fréttamynd

Ekki hægt að útiloka að kvika sé á hreyfingu á svæðinu

Ekkert lát er á skjálftahrinunni við Keili sem hófst síðastliðinn mánudag en í heildina hafa um tvö þúsund skjálftar mælst frá því að hrinan hófst, þar af sex sem voru yfir þrír að stærð. Stærsti skjálftinn hingað til varð fyrr í dag og var sá skjálfti 3,8 að stærð.

Innlent
Fréttamynd

Snarpur jarðskjálfti fannst á suðvesturhorninu

Snarpur skjálfti fannst víða á suðvesturhorninu klukkan 11:28. Skjálftinn fannst meðal annars vel á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesbæ og á Akranesi. Á vef Veðurstofunnar segir að skjálftinn hafi verið 3,8 að stærð. 

Innlent
Fréttamynd

Virknin liggur of djúpt til að mæla kviku­hreyfingar

Ýmislegt bendir til þess að jarðskjálftar sem hafa fundist á Reykjanesi undanfarið orsakist af kvikuhreyfingum neðanjarðar. Þetta sagði Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Jörð nötrar á suðvesturhorninu

Snarpur jarðskjálfti varð á Reykjanesskaga, 0,9 km suðvestur af Keili og á 5,6 km dýpi, klukkan 01.52. Skjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og þá heyrðust einnig drunur í aðdraganda hans. 

Innlent
Fréttamynd

Hraunstraumurinn vellur út í sjó

Hraun úr eldgosinu á La Palma á Kanaríeyjum hefur nú náð í sjó fram. Óttast er að það geti valdið gasmengun og sprengingum þegar glóandi hraunið kemst í snertingu við kalt Atlantshafið.

Erlent
Fréttamynd

Flúðu eiturgas frá eldgosinu

Ekkert lát virðist á eldgosinu á La Palma á Kanaríeyjum þó hægt hafi á virkni í nokkra klukkutíma í gær. Um helgina barst mikið magn ösku frá eldgosinu svo loka þurfti flugvelli eyjunnar. Í gær dró einnig úr öskumyndun og sprengingum í eldgosinu en þar hefur sömuleiðis bætt í aftur.

Erlent
Fréttamynd

Öflugur skjálfti við Krít

Öflugur skjálfti varð suður af grísku eyjunni Krít í morgun. Skjálftinn mælist 5,9 að stærð og voru upptök hans um tuttugu kílómetra suðaustur af borginni Heraklion og á um tíu kílómetra dýpi. Fyrstu fréttir hermdu að skjálftinn hafi verið 6,5 að stærð.

Erlent
Fréttamynd

Flugvellinum á La Palma lokað vegna ösku

Flugvellinum á La Palma hefur verið lokað vegna eldgossins á eyjunni. Mikil læti hafa verið í eldgosinu sem hófst á sunnudaginn og þykk öskuský leiddu til þess að flugvellinum var lokað.

Erlent
Fréttamynd

Glóandi hraunið á La Palma sást úr geimnum

Appelsínugulur bjarmi hraunstrókanna frá eldgosinu á Kanaríeyjunni La Palma sást greinilega út um glugga Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á braut um jörðu í nótt. Franskur geimfari um borð náði mynd af sjónarspilinu.

Erlent