Innlent

Skjálfti við Ingólfsfjall í nótt

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Ingólfsfjall skalf nú í morgunsárið.
Ingólfsfjall skalf nú í morgunsárið. Vísir/Vilhelm

Jarðskjálfti upp á 3 stig reið yfir í nótt, klukkan sextán mínútur yfir fjögur. Í þetta skiptið skalf jörð þó ekki í grennd við Fagradalsfjall, heldur átti skjálftinn upptök sín um átta kílómetra austur af Hveragerði, í Ingólfsfjalli.

Skjálftinn fannst í Hveragerði, á Selfossi og í Grímsnesi. 

Í gær mældust um 400 skjálftar að sögn Veðurstofunnar og virðist virknin fara minnkandi. Í fyrradag mældust til að mynda 1.300 jarðskjálftar á öllum Reykjanesskaganum. Í gærmorgun kom síðast stóri skjálftinn á Reykjanesi, sá reið yfir klukkan tuttugu og tvær mínútur yfir tíu og mældist 3,7 stig. Hann fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar. 

Annar stór skjálfti, upp á 3,6 stig kom einnig í gær þegar klukkan var kortér gengin í þrjú en sá varð í Bárarbungu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×