Eldgos og jarðhræringar

Fréttamynd

Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast að­draganda Reykjaneselda

Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands líkir óróahviðum í Ljósufjallakerfinu við þær sem sáust í aðdraganda eldsumbrotanna á Reykjanesskaga. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur vekur athygli á því að mun stærri jarðskjálftahrina hafi orðið í Ljósufjöllum árið 1938 með stærsta skjálfta upp á 5,2 stig.

Innlent
Fréttamynd

Land­ris heldur á­fram á stöðugum hraða

Landris í Svartsengi heldur áfram á stöðugum hraða og því áframhaldandi kvikusöfnun. Síðasta eldgos á svæðinu var það annað stærsta frá því í desember í fyrra en í gær 18. desember var eitt ár liðið frá því að fyrsta eldgosið í atburðarrásinni á Sundhnúksgígaröðinni hófst. Hættumat gildir að óbreyttu til 2. janúar 2025.

Innlent
Fréttamynd

Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári

Áætlað er að verktakar hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári, til þess að hækka varnargarða norðan við orkuverið í Svartsengi. Kostnaður við aðgerðina er minnst milljarður, en verkfræðingur segir tjónið af því að aðhafast ekkert geta orðið mun meira.

Innlent
Fréttamynd

For­setar mættu á til­finninga­ríka stund með Grind­víkingum

Það voru miklar tilfinningar í gær í Smárabíó þegar fyrstu tveir þættirnir af heimildaþáttaröðinni Grindavík voru forsýndir. Fyrsti þáttur verður sýndur á Stöð 2 Sport sunnudaginn 29. desember en þættirnir eru eftir Garðar Örn Arnarson og Sigurð Má Davíðsson, þeim sömu og gerðu Edduverðlaunaþáttaraðirnar Víkingur: Fullkominn endir og Jón Arnór.

Lífið
Fréttamynd

Nýtt bíla­stæði hafi kostað gríðar­legt fjár­magn

Nýtt bílastæði innan varnargarðanna við Bláa lónið var opnað í fyrsta skipti í dag eftir hamfarir sem fylgdu eldgosi á svæðinu í nóvember. Framkvæmdastjóri segir nýja stæðið hafa kostað gífurlegt fjármagn og vinnu. Þá hefur Grindavíkurvegur nú einnig verið opnaður umferð.

Innlent
Fréttamynd

Myndir ársins: Miskunnar­leysi hrauneðjunnar og sigur­víma frambjóðandans

Sumum atburðum er erfitt, og jafnvel ómögulegt, að lýsa með orðum. Þess vegna eru ljósmyndir nauðsynlegur þáttur í fréttaflutningi vef- og prentmiðla. Ein mynd, römmuð inn af reyndu auga og tekin á hárréttu augnabliki, getur vakið tilfinningar sem erfitt væri að koma til skila til lesandans með öðrum hætti.

Innlent
Fréttamynd

Eld­gosinu er lokið

Eldgosinu austur af Stóra-Skógfelli er lokið. Þetta var staðfest í dag þegar almannavarnir flugu drónaflug yfir svæðið og engin virkni var sjáanleg.

Innlent
Fréttamynd

Bárðarbunga skalf í næst­stærsta skjálfta ársins

Jarðskjálfti af stærðinni 5,1 varð í sunnanverðri öskju Bárðarbungu klukkan 01:49 í nótt. Þetta er annar stærsti skjálftinn sem mælst hefur á landinu á þessu ári en í apríl varð skjálfti upp á 5,4 í norðanverðri Bárðarbunguöskjunni.

Innlent
Fréttamynd

Land­ris hafið enn eina ferðina í Svarts­engi

Virkni í eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina hefur dregist saman hægt og rólega síðustu daga. Minni virkni er sýnileg á vefmyndavélum og gosórói hefur farið minnkandi þegar horft er til síðustu daga.

Innlent
Fréttamynd

Land­ris virðist hafið að nýju

Landris virðist hafið að nýju í Svartsengi og virkni í gosinu fer dvínandi. Náttúruvársérfræðingur segir kunnulegan fasa líklega að hefjast.

Innlent
Fréttamynd

Mjög lítið hlaup eða jarðhitaleki í Skálm

Aukin rafleiðni mælist nú í Skálm og eru líkur á gasmengun við upptök og árfarvegi við Mýrdalsjökul. Annað hvort er um að ræða mjög lítið hlaup eða jarðhitaleka samkvæmt Jóhönnu Malen Skúladóttur náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofunni.

Innlent
Fréttamynd

Hraun­flæði á­fram mest til austurs

Lítil sem engin breyting hefur verið á gosinu á Sundhnúkagígsröðinni í nótt. Hraunflæði er áfram mest til austur og suðausturs og er framrás á jaðrinum hæg.

Innlent
Fréttamynd

Næst­stærsta gosið hingað til

Eldgosið sem nú stendur yfir er næststærsta eldgosið hingað til á Sundhnúksgígaröðinni. Gasmengun mælist óholl á gönguleiðum við gosstöðvarnar. Gosið heldur áfram með stöðugri virkni og hraunflæðið frá virka gígnum er nú mest til suðausturs að Fagradalsfjalli.

Innlent
Fréttamynd

Stöðug virkni í eld­gosinu frá því í gær

Virkni á gosstöðvunum hefur verið frekar stöðug síðan í gær samkvæmt nýrri tilkynningu frá Veðurstofunni. Þar kemur einnig fram að gosórói hafi haldist jafn síðan í gær, í takti við stöðuga gosvirkni í gígnum í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn

Virkni á gosstöðvunum var mjög stöðug í nótt en er nú eingöngu bundin við nyrsta gíginn eftir að slökknaði í syðsta gígnum í gær. Þetta segir í tilkynningu náttúruvárvaktar Veðurstofu Íslands sem barst í morgun.

Innlent