Loftslagsmál

Fréttamynd

Rekja gróður­eld til kynaf­hjúpunar­teitis í Kali­forníu

Yfirvöld í Kaliforníu telja að reykvél sem væntanlegri foreldrar notuðu þegar þeir tilkynntu um kyn barns síns hafi verið kveikjan að nokkrum þeirra gróðurelda sem nú geisa í ríkinu. Söguleg hitabylgja gengur nú yfir Kaliforníu sem hefur skapað kjöraðstæður fyrir elda.

Erlent
Fréttamynd

Að pissa í skó komandi kynslóða

Flest af minni kynslóð kannast við loftslagskvíða. Hvernig er annað hægt þegar fréttir og umræða um loftslagsvísindi sýna að áhrif loftslagsbreytinga eru orðin daglegt brauð víða um heim — án þess að þær teljist til forsíðufrétta á einum einasta miðli. 

Skoðun
Fréttamynd

„Það er eins og eitt þúsund skýstrókar hafi farið hér í gegn“

Minnst sex eru látnir og gríðarlegt eignatjón hefir orðið í Louisiana-ríki Bandaríkjanna eftir að fellibylurinn Lára, einn sá kraftmesti sem skollið hefur á ströndum Bandaríkjanna, reið þar yfir. Ríkisstjórinn segir eyðilegginguna mikla, en þó minni en talið var líklegt að gæti orðið.

Erlent
Fréttamynd

Andstyggðarvandi

Það fara fáir ef nokkrir í gegnum lífið án þess að standa frammi fyrir margs konar vanda.

Skoðun
Fréttamynd

Grænn gróði

Ísland hefur einstakt tækifæri til að vera í fremstu röð í grænmetisframleiðslu.

Skoðun
Fréttamynd

Óttast aldauða hvítabjarna fyrir lok aldarinnar

Hop hafíss á norðurskautinu vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna gæti leitt til þess að hvítabirnir verði nær útdauðir á jörðinni fyrir lok þessarar aldar, að mati vísindamanna. Jafnvel þó að dregið verði hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda eigi margir undirstofnar þeirra eftir að verða breytingunum að bráð.

Erlent
Fréttamynd

Segja vísindarök skorta og tómt rugl að moka ofan í skurðina

Verulegar efasemdir eru í röðum bænda um gagnsemi þess að endurheimta votlendi og vísindarök sögð skorta. Bændurnir á Syðri-Fljótum í Meðallandi segja að framræsla lands með skurðgreftri geri sveitina byggilega og það að moka oní skurðina sé tómt rugl.

Innlent
Fréttamynd

Segir vegabætur með styttingu leiðar valda auknum útblæstri

Skipulagsstofnun hafnar þeim rökum Vegagerðarinnar í umhverfismati vegna Dynjandisheiðar að stytting leiðar með þverun Vatnsfjarðar muni draga úr útblæstri. Stofnunin telur þvert á móti að samgöngubætur muni fjölga ferðum og þar með leiða til aukins útblásturs.

Innlent
Fréttamynd

Hitamet í Síberíu kyndir undir miklum gróðureldum

Meira en fimm gráðum hlýrra var í Síberíu norðan heimskautsbaugs í júní en í venjulegu árferði. Hitabylgjan hefur skapað aðstæður fyrir eina verstu gróðurelda sem geisað hafa á svæðinu samkvæmt gögnum evrópskra gervitungla.

Erlent
Fréttamynd

Stefnt að því að draga úr losun frá sjávarútvegi

Stefnt er að því að draga úr losun frá sjávarútvegi og auka eftirspurn eftir heilnæmum íslenskum fiski með samstarfi stjórnvalda og atvinnugreinarinnar. Markmiðið er að samdráttur í losun verði um 50-60 prósent árið 2030 miðað við árið 2005.

Innlent
Fréttamynd

Hlýnar þrefalt hraðar á suðurpólnum en meðaltalið

Loftið yfir suðurpólnum hefur hlýnað um þrefalt hraðar undanfarna áratugi en jörðin að meðaltali frá 10. áratug síðustu aldar. Hlýnunin er talin geta verið afleiðing náttúrulegra sveiflna að mestu en að losun manna á gróðurhúsalofttegundum hafi einnig lagt sitt af mörkum.

Erlent
Fréttamynd

Losun frá flugi dróst saman um meira en þriðjung

Meira en þriðjungs samdráttur varð í losun íslenskra flugrekenda á gróðurhúsalofttegunda á milli ára eftir fall Wow air. Losun frá flugi jókst svo mikið á tímabilinu á undan að hún er enn svipuð og árið 2015 þrátt fyrir brotthvarf eins stærsta flugrekandans.

Innlent