„Það er eins og eitt þúsund skýstrókar hafi farið hér í gegn“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. ágúst 2020 23:30 Allt á rúi og stúi. AP Photo/Eric Gay Minnst sex eru látnir og gríðarlegt eignatjón hefir orðið í Louisiana-ríki Bandaríkjanna eftir að fellibylurinn Lára, einn sá kraftmesti sem skollið hefur á ströndum Bandaríkjanna, reið þar yfir. Ríkisstjórinn segir eyðilegginguna mikla, en þó minni en talið var líklegt að gæti orðið. Fellibylurinn mældist fjórir að styrk, en fellibylir eru mældir á skalanum einn til fimm. Mesti vindstyrkur mældist 67 metrar á sekúndu en John Bel Edwards, ríkisstjóri Louisiana sagði ljóst að Lára væri aflmesti fellibylur sem skollið hafi á ríkinu, aflmeiri en fellibylurinn Katrína sem olli miklu tjóni í ríkinu árið 2005. Láru fylgdi gífurlegur vindur, rigning og sjávarflóð og var hundruðum þúsunda gert að flýja heimili sín. Felibylurinn gekk á land við Lake Charles, bæ þar sem um 80 þúsund manns búa. Þar mátti sjá að hús voru að hruni kominn eftir að hafa þurft að þola aflið sem bjó í Láru. Alls voru 875 þúsund manns án rafmagns vegna Láru en Edwards segir þó að svo virðist sem að betur hafi farið en menn þorðu að vona. „Það liggur fyrir að við urðum ekki fyrir þeim miklum hamförum sem við töldum líklegt að gæti orðið,“ sagði Edwards. „Það er þó ljóst að við höfum mátt þola mikla eyðileggingu.“ Lake Charles varð illa úti en í frétt AP segir að lögreglumenn hafi séð heilt spilavíti fljóta niður á, og flugvélar hafi verið á hvolfi við flugvöll bæjarins. „Það er eins og eitt þúsund skýstrókar hafi farið hér í gegn. Það er bara eyðilegging úti um allt,“ hefur AP eftir Brett Geymann, sem býr í grennd við Lake Charles. Það tók alls ellefu tíma þangað til Lára gekk á land og fellibyllurinn hafði misst vindstyrk til þess að geta ekki talist fellibylur lengur. Minnst sex létust af völdum Láru, þar á meðal 14 ára gömul stúlka og 68 ára gamall maður sem létust þegar tré féllu á heimili þeirra. Bandaríkin Veður Loftslagsmál Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Fleiri fréttir Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Sjá meira
Minnst sex eru látnir og gríðarlegt eignatjón hefir orðið í Louisiana-ríki Bandaríkjanna eftir að fellibylurinn Lára, einn sá kraftmesti sem skollið hefur á ströndum Bandaríkjanna, reið þar yfir. Ríkisstjórinn segir eyðilegginguna mikla, en þó minni en talið var líklegt að gæti orðið. Fellibylurinn mældist fjórir að styrk, en fellibylir eru mældir á skalanum einn til fimm. Mesti vindstyrkur mældist 67 metrar á sekúndu en John Bel Edwards, ríkisstjóri Louisiana sagði ljóst að Lára væri aflmesti fellibylur sem skollið hafi á ríkinu, aflmeiri en fellibylurinn Katrína sem olli miklu tjóni í ríkinu árið 2005. Láru fylgdi gífurlegur vindur, rigning og sjávarflóð og var hundruðum þúsunda gert að flýja heimili sín. Felibylurinn gekk á land við Lake Charles, bæ þar sem um 80 þúsund manns búa. Þar mátti sjá að hús voru að hruni kominn eftir að hafa þurft að þola aflið sem bjó í Láru. Alls voru 875 þúsund manns án rafmagns vegna Láru en Edwards segir þó að svo virðist sem að betur hafi farið en menn þorðu að vona. „Það liggur fyrir að við urðum ekki fyrir þeim miklum hamförum sem við töldum líklegt að gæti orðið,“ sagði Edwards. „Það er þó ljóst að við höfum mátt þola mikla eyðileggingu.“ Lake Charles varð illa úti en í frétt AP segir að lögreglumenn hafi séð heilt spilavíti fljóta niður á, og flugvélar hafi verið á hvolfi við flugvöll bæjarins. „Það er eins og eitt þúsund skýstrókar hafi farið hér í gegn. Það er bara eyðilegging úti um allt,“ hefur AP eftir Brett Geymann, sem býr í grennd við Lake Charles. Það tók alls ellefu tíma þangað til Lára gekk á land og fellibyllurinn hafði misst vindstyrk til þess að geta ekki talist fellibylur lengur. Minnst sex létust af völdum Láru, þar á meðal 14 ára gömul stúlka og 68 ára gamall maður sem létust þegar tré féllu á heimili þeirra.
Bandaríkin Veður Loftslagsmál Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Fleiri fréttir Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Sjá meira