Loftslagsmál

Fréttamynd

Lítill ávinningur fyrir 46 milljarða

Er líklegt að loftslagáætlanir sem hér eru boðaðar með ærnum tilkostnaði breyti einhverju um þróun tækninnar á heimsvísu í samgöngum, landbúnaði, iðnaði, orkuframleiðslu o.s.frv?

Skoðun
Fréttamynd

Stöðvuðu losun frá votlendi á við 720 bíla

Endurheimt votlendis á fjórðum jörðum á vegum Votlendissjóðs í fyrra stöðvaði losun gróðurhúsalofttegunda sem jafnaðist á við að fjarlægja 720 bíla úr umferð í heilt ár. Ný stjórn tók við hjá sjóðnum á ársfundi hans í dag.

Innlent
Fréttamynd

Samfylkingin vill rafvæðingu flugsins á samgönguáætlun

Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til á Alþingi að rafvæðing styttri flugferða verði strax sett inn á samgönguáætlun. Fyrsti flutningsmaður, Albertína Elíasdóttir, segir raunhæft að innanlandsflugið verði rafvætt á næstu fimm til átta árum.

Innlent
Fréttamynd

Eyðing Amasonfrumskógarins jókst um þriðjung í fyrra

Um tíu þúsund ferkílómetrar Amasonfrumskógarins voru ruddir í Brasilíu í fyrra, um 34% meira en árið áður. Umhverfissamtök og vísindamenn segja að stefnu Jairs Bolsonaro, forseta Brasilíu, sé um að kenna en hann hafi gefið ólöglegu skógarhöggi, búgarðseigendum og bröskurum lausan tauminn.

Erlent
Fréttamynd

Grænlandsjökull bráðnar tveimur vikum fyrr en vanalega

Hitabylgja á norðurskautinu þjófstartaði bráðnunartímabili Grænlandsjökuls tveimur vikum fyrr en að meðaltali undanfarinna áratuga. Á sumum svæðum hefur verið allt að ellefu gráðum hlýrra en vanalega á þessum árstíma.

Erlent
Fréttamynd

Fæðu­öryggi hvílir á heil­brigðu vist­kerfi

Ég er borgarbarn, uppalinn í Vesturbænum við forréttindi. Svo lengi sem ég hef lifað í mínu vellystingarmengi, hefur matur, hvort sem hann er innlendur eða innfluttur aldrei verið af skornum skammti. Nú á tímum covid ástandsins hef ég spurt mig hvort þessar aðstæður séu sjálfsagðar?

Skoðun
Fréttamynd

Vara við meiriháttar flóðbylgju í Alaska vegna bráðnandi jökuls

Hópur vísindamanna sem fylgist með landhræringum á norðurskautinu óttast að berghlaup úr fjallshlíð geti valdið gríðarlega stórri flóðbylgju á einu þéttbýlasta svæði Alaska á allra næstu áratugum. Aukin hætta er sögð á hamfaraskriðum og flóðbylgjum vegna hnattrænnar hlýnunar á norðurslóðum.

Erlent
Fréttamynd

Hamfarahlýnun spyr hvorki kóng né prest

Tíminn stendur ekki í stað þó við séum önnum kafin. Loftslagsvandinn hverfur ekki þó við séum annars upptekin við það að þróa bóluefni og leita viðeigandi lausna gegn veirufaraldrinum sem nú gengur yfir.

Skoðun
Fréttamynd

Samdráttur í losun í faraldrinum sagður fordæmalaus

Losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum hrundi um sautján prósent á milli ára vegna kórónuveiruheimsfaraldursins þegar mest lét í fyrri hluta apríl samkvæmt nýrri greiningu vísindamanna. Samdrátturinn er talinn verða skammvinnur og umtalsvert minni fyrir árið í heild.

Erlent
Fréttamynd

Upphaf 2020 þykir merkilega hlýtt miðað við aðstæður

Fyrsti ársfjórðungur þessa árs var sá næsthlýjasti á jörðinni frá því að mælingar hófust. Enn er mögulegt er að þetta ár verði það hlýjasta frá upphafi þrátt fyrir að líklega verði hverfandi áhrif af veðurfyrirbrigðinu El niño í Kyrrahafi.

Erlent
Fréttamynd

Rúmur hálfur milljarður aukalega í loftslagsaðgerðir

Meirihluti um 550 milljóna króna aukaframlags til loftslagsmála í sérstöku tímabundnu fjárfestingaátaki ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins verður varið til verkefna sem tengjast orkuskiptum. Um 200 milljónir króna verða settar í kolefnisbindingarverkefni.

Innlent
Fréttamynd

Milljarðar gætu búið við þrúgandi hita fyrir 2070

Allt að þrír milljarðar jarðarbúa gætu búið á stöðum þar sem hiti verður nær óbærilegur vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna fyrir árið 2070. Meðalhiti þar sem stór hluti mannkyns býr gæti þá verið yfir 29 gráðum.

Erlent