Heildstæðari áætlun og áhersla á mælanleg markmið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. júní 2020 19:28 Katrín Jakobsdóttir kynnti innihald nýrrar aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum ásamt umhverfisráðherra, samgönguráðherra og fjármálaráðherra í dag. Vísir/Vilhelm Gert er ráð fyrir að Ísland nái 35 prósenta samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda til ársins 2030 samkvæmt nýrri aðgerðaáætlun. Það er meira en alþjóðlegar skuldbindingar kveða á um. Ráðherrar óttast ekki að veik og óskilvirk stjórnsýsla komi í veg fyrir að Ísland standi við skuldbindingar, líkt og vísbendingar eru um. Stjórnvöld kynntu nýja aðgerðaáætlun í loftslagsmálum á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í dag. „Við erum að sýna fram á að við náum alþjóðlegum skuldbindingum okkar um 29% samdrátt og gott betur, það er að segja 35%, og þegar við lítum til aðgerða sem að enn eru í mótun þá er líklegt að við ættum að geta ná 40-46% samdrætti sem að er meira en ríkisstjórnin hefur sett sér markmið um,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Með aðgerðunum er nú áætlað að losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands muni hafa dregist saman um ríflega eina milljón tonna árið 2030 miðað við losun ársins 2005. Áætlunin sem kynnt var í dag er í raun uppfærð útgáfa sambærilegrar aðgerðaáætlunar sem kynnt var 2018. „Þessi áætlun er miklu heildstæðari en fyrri áætlun og þarna erum við að sjá út reiknaðar aðgerðir og stóru tíðindin eru þau að við teljum okkur geta náð þeim markmiðum sem við höfum sett okkur,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Í drögum að skýrslu sem Capacent vinnur fyrir Loftslagsráð stjórnvalda kemur meðal annars fram að stjórnsýslan sé um margt veik og óskilvirk, og að það skorti heildarsýn um það hvernig Ísland hyggist standa við alþjóðlegar skuldbindingar í loftslagsmálum. „Þessi aðgerðaáætlun sem hefur auðvitað verið töluvert lengi í mótun, hluti af henni er að bæta stjórnsýsluna, meðal annars með stofnun ráðherranefndar um loftslagsmál. Það er alltaf flókið að verkefnum sem teygja sig yfir mörg ráðuneyti og margar stofnanir,“ segir Katrín. „Við erum þegar búin að bregðast við sumum af þeim athugasemdum sem koma fram en munum jafnframt vinna með athugasemdir sem að við teljum að ennþá standi út af, að sjálfsögðu,“ segir Guðmundur Ingi. Alþingi Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Gert er ráð fyrir að Ísland nái 35 prósenta samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda til ársins 2030 samkvæmt nýrri aðgerðaáætlun. Það er meira en alþjóðlegar skuldbindingar kveða á um. Ráðherrar óttast ekki að veik og óskilvirk stjórnsýsla komi í veg fyrir að Ísland standi við skuldbindingar, líkt og vísbendingar eru um. Stjórnvöld kynntu nýja aðgerðaáætlun í loftslagsmálum á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í dag. „Við erum að sýna fram á að við náum alþjóðlegum skuldbindingum okkar um 29% samdrátt og gott betur, það er að segja 35%, og þegar við lítum til aðgerða sem að enn eru í mótun þá er líklegt að við ættum að geta ná 40-46% samdrætti sem að er meira en ríkisstjórnin hefur sett sér markmið um,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Með aðgerðunum er nú áætlað að losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands muni hafa dregist saman um ríflega eina milljón tonna árið 2030 miðað við losun ársins 2005. Áætlunin sem kynnt var í dag er í raun uppfærð útgáfa sambærilegrar aðgerðaáætlunar sem kynnt var 2018. „Þessi áætlun er miklu heildstæðari en fyrri áætlun og þarna erum við að sjá út reiknaðar aðgerðir og stóru tíðindin eru þau að við teljum okkur geta náð þeim markmiðum sem við höfum sett okkur,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Í drögum að skýrslu sem Capacent vinnur fyrir Loftslagsráð stjórnvalda kemur meðal annars fram að stjórnsýslan sé um margt veik og óskilvirk, og að það skorti heildarsýn um það hvernig Ísland hyggist standa við alþjóðlegar skuldbindingar í loftslagsmálum. „Þessi aðgerðaáætlun sem hefur auðvitað verið töluvert lengi í mótun, hluti af henni er að bæta stjórnsýsluna, meðal annars með stofnun ráðherranefndar um loftslagsmál. Það er alltaf flókið að verkefnum sem teygja sig yfir mörg ráðuneyti og margar stofnanir,“ segir Katrín. „Við erum þegar búin að bregðast við sumum af þeim athugasemdum sem koma fram en munum jafnframt vinna með athugasemdir sem að við teljum að ennþá standi út af, að sjálfsögðu,“ segir Guðmundur Ingi.
Alþingi Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira