Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020

Fréttamynd

Stuðningsmenn Trump „slá í gegn“

Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, fór með sigur af hólmi í Georgíu í forsetakosningunum sem fram fóru fyrr í mánuðinum. Þetta var staðfest eftir að endurtalningu atkvæða lauk í nótt.

Lífið
Fréttamynd

Óreiðan, vafinn og reiðin er markmiðið

Rudy Giuliani, einkalögmaður Donald Trumps, forseta Bandaríkjanna, og aðrir lögmenn framboðs Trumps, vörpuðu á blaðamannafundi í kvöld fram ýmsum samsæriskenningum varðandi forsetakosningarnar í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Fella niður mál gegn mexíkóskum ráðherra í Bandaríkjunum

Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur fellt niður ákærur á hendur fyrrverandi varnarmálaráðherra Mexíkó um stórfellt fíkniefnasmygl og peningaþvætti og ætlar að framselja hann til heimalandsins. Framsalið er með skilyrði um að mexíkósk yfirvöld rannsaki hann og sæki til saka eftir atvikum.

Erlent
Fréttamynd

Ein­vígið: Engin brögð í tafli

Fyrir rétt rúmlega hálfum mánuði fóru fram sögulegar forsetakosningar í Bandaríkjunum. Forsetaefni Demókrataflokksins, Joe Biden, bar sigur úr býtum gegn sitjandi forseta Bandaríkjanna, Donald Trump.

Skoðun
Fréttamynd

Eiga Ivanka og Jared afturkvæmt til New York?

„[Forsetinn] var svo hræðilegur og ól á svo mikilli sundrung varðandi New York; sagði að borgin væri „martröð“ og að hún væri „tóm“ og búin að vera. Engin hérna mun gleyma því. Að snúa aftur eftir allt sem hann hefur sagt, það á ekki eftir að ganga.“

Erlent
Fréttamynd

„Fjögur ár til viðbótar!“

Donald Trump Bandaríkjaforseti yfirgaf Hvíta húsið í morgun við lófatak, fagnaðaróp og flaut en hundruð stuðningsmanna hans söfnuðust saman í Washington í dag til að mótmæla meintum „stuldi“ á forsetakosningunum.

Erlent
Fréttamynd

Repúblikanar pirraðir yfir áhugaleysi Trumps

Repúblikanar hafa ítrekað kallað eftir því að Donald Trump, forseti, hjálpi þeim í kosningabaráttunni fyrir aukakosningarnar til öldungadeildarinnar í Georgíu. Hann hefur þó hvorki tjáð sig um kosningarnar né stefnir hann á að fara til Georgíu og taka þátt í baráttunni.

Erlent
Fréttamynd

Segja Biden hafa unnið í Arizona

Joe Biden var í nótt lýstur sigurvegari í Arizona sem skilar honum ellefu kjörmönnum og hefur hann nú náð 290 kjörmönnum en 270 þarf til að tryggja sér embættið.

Erlent
Fréttamynd

Kennarinn sem flytur senn í Hvíta húsið

Þegar nýr Bandaríkjaforseti sver embættiseið þann 20. janúar næstkomandi mun bandaríska þjóðin sömuleiðis eignast nýja forsetafrú – Jill Biden. Þar fer kona sem brennur fyrir kennslu, hagsmunum fjölskyldna hermanna og baráttu gegn brjóstakrabbameini.

Erlent
Fréttamynd

Trump sagður velta sér upp úr ó­sigrinum á meðan far­aldurinn geisar

Enn eitt metið yfir fjölda nýrra kórónuveirusmita var slegið í Bandaríkjunum í dag. Á sama tíma er Donald Trump forseti sagður hafa hætt afskiptum af viðbrögðum ríkisstjórnarinnar við faraldrinum og hann velti sér þess í stað upp úr ósigri sínum í forsetakosningunum í síðustu viku.

Erlent
Fréttamynd

Vill í hart gegn Fox með stofnun eigin miðils

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt vinum sínum að hann langi að stofna eigin fréttastofu og gera út netmiðil með því markmiði að ná höggi á Fox News og grafa undan miðlinum.

Erlent
Fréttamynd

Ætla að telja öll atkvæði Georgíu aftur

Innanríkisráðherra Georgíu í Bandaríkjunum tilkynnti nú fyrir skömmu að öll atkvæði í forsetakosningunum í síðustu viku yrðu talin aftur. Það yrði gert án talningavéla.

Erlent
Fréttamynd

Trump sópar fólki út úr varnarmálaráðuneytinu

Í kjölfar þess að Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, rak Mark Esper, varnarmálaráðherra, hefur hann komið minnst þremur dyggum stuðningsmönnum sínum fyrir í háttsettum störfum í ráðuneytinu.

Erlent
Fréttamynd

Konan sem sveiflaði Georgíu til Bidens

Eftir að hafa tapað naumlega í ríkisstjórakosningum í Georgíu 2018 lék Stacey Abrams lykilhlutverk í árangri Demókrata í ríkinu í kosningunum í liðinni viku.

Erlent