Leik lokið: FH - ÍA 1-1 | Evrópubaráttan ó­breytt eftir dramatík í Kapla­krika

Hjörvar Ólafsson skrifar
FH - KA Besta Deild Karla Sumar 2024
FH - KA Besta Deild Karla Sumar 2024

FH og ÍA skildu jöfn, 1-1, þegar liðin leiddu saman hesta sína í 15. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði í kvöld. Um var að ræða sex stiga leik í Evrópubaráttunni. 

Eftir rólegar upphafsmínútur færðist heldur betur fjör í fyrri hálfleikinn þó svo að mörkin lætu á standa. Bæði lið fengu svo sannarlega færi til þess að brjóta ísinn og komast yfir en inn vildi boltinn aftur á móti ekki.

Jón Gísli Eyland Gíslason komst næst því að koma Skagamönnum yfir en hann átti skot í þverslána. Steinar Þorsteinsson fékk einnig afbragðs færi í uppbótartíma fyrri hálfleiks en hann skóflaði þá boltanum hátt yfir.

Sigurður Bjartur Hallsson fékk hins vegar besta færi FH-liðsins undir lok hálfleiksins. Arnór Borg Guðjohnsen renndi þá boltanum á Sigurð Bjart en Árni Marínó Einarsson varði skot hans af stuttu færi vel.

Leikurinn lokaðist nokkuð í seinni hálfleik og um meiri skák var að ræða milli liða og færri færi litu dagsins ljós. Það var svo um miðbik seinni hálfleiks sem Hinrik Harðarson færði líf í leikinn á nýjan leik þegar hann kom Skagamönnum yfir.

FH hefur nú 25 stig í fjórða sætinu en ÍA 24 í því fimmta. Valur er með 28 stig í þriðja sæti og Stjarnan 20 í því sjötta.

Keppst var um afar mikilvæg stig í baráttunni um það að hafna í fjórða sæti deildarinnar og eygja von um að tryggja sér þátttökurétt í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu á næsta keppnistímabili.

FH hefur nú 25 stig í fjórða sætinu en ÍA 24 í því fimmta. Valur er með 28 stig í þriðja sæti og Stjarnan 20 í því sjötta.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira