Íslenski boltinn

Bestu mörkin um hina ó­þreytandi Selmu Dögg: „Eins og hún sé að leysa tvær stöður“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Selma Dögg í leik með Víking í sumar.
Selma Dögg í leik með Víking í sumar. Vísir/Hulda Margrét

„Víkingarnir eru góðir í pressu og þar er Selma Dögg (Björgvinsdóttir) fyrirliði og leiðtoginn í þessu liði, það er æðislegt að sjá hana pressa,“ sagði Sif Atladóttir um prímusmótorinn í liði Víkings í Bestu deild kvenna.

Víkingur lagði Þór/KA á útivelli í 13. umferð Bestu deildar kvenna á dögunum. Farið var yfir lið Víkings í síðasta þætti Bestu Markanna og hélt Sif vart vatni yfir fyrirliða Víkinga.

„Hún er fremst á miðjunni og hún gefur hvorki varnar- né miðjumönnum frí. Hún er út um allt. Það skiptir ofboðslega miklu máli og hlaupagetan hjá henni gefur liðinu svo mikið. Hún hættir ekki og dregur alla með sér,“ sagði Sif áður en Þóra Björg Helgadóttir greip orðið.

„Hún er með þessa hlaupagetu og nýtir hana rétt. Þú ert oft með leikmann með mikla hlaupagetu sem er bara kominn út að hornfána,“ sagði Þóra Björg við mikla kátínu viðstaddra.

„Það er eins og hún sé að leysa tvær stöður því hún hleypur mikið, og rétt. Þetta er ekkert smá dýrmætt,“ bætti Þóra Björg við en umræðu Bestu markanna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Bestu Mörkin um hina óþreytandi Selmu Dögg: „Eins og hún sé að leysa tvær stöður“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×