Leik lokið: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sindri Sverrisson skrifar 16. nóvember 2024 15:45 Orri Steinn Óskarsson skoraði sitt fimmta landsliðsmark í kvöld. Vísir/Getty Orri Óskarsson og Ísak Bergmann Jóhannesson tryggðu Íslandi 2-0 sigur gegn Svartfjallalandi í Niksic í kvöld, í næstsíðustu umferð B-deildar Þjóðadeildarinnar í fótbolta. Staðan var markalaus þar til að um það bil korter var eftir af leiknum en þá skoraði Orri fyrra markið, eftir skalla frá varamanninum Mikael Agli Ellertssyni. Annar varamaður, Ísak Bergmann Jóhannesson, innsiglaði sigurinn á 89. mínútu. Þar með er ljóst að Ísland getur ekki lengur endað í neðsta sæti riðilsins. Þar enda Svartfellingar og eru því fallnir niður í C-deild. Tyrkland er með 11 stig á toppi riðilsins, eftir markalaust jafntefli við Wales í kvöld. Wales er með 9 stig, Ísland 7 stig og Svartfjallaland enn án stiga. Ísland getur því með sigri gegn Wales á þriðjudaginn tekið 2. sæti af Walesverjum, og náð í farseðil í umspil um sæti í A-deildinni. Ef Ísland endar í 3. sæti þarf liðið að fara í umspil við lið úr C-deild, um að halda sæti sínu í B-deildinni. Uppgjör, viðtöl og einkunnagjöf væntanleg hér á Vísi... Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta
Orri Óskarsson og Ísak Bergmann Jóhannesson tryggðu Íslandi 2-0 sigur gegn Svartfjallalandi í Niksic í kvöld, í næstsíðustu umferð B-deildar Þjóðadeildarinnar í fótbolta. Staðan var markalaus þar til að um það bil korter var eftir af leiknum en þá skoraði Orri fyrra markið, eftir skalla frá varamanninum Mikael Agli Ellertssyni. Annar varamaður, Ísak Bergmann Jóhannesson, innsiglaði sigurinn á 89. mínútu. Þar með er ljóst að Ísland getur ekki lengur endað í neðsta sæti riðilsins. Þar enda Svartfellingar og eru því fallnir niður í C-deild. Tyrkland er með 11 stig á toppi riðilsins, eftir markalaust jafntefli við Wales í kvöld. Wales er með 9 stig, Ísland 7 stig og Svartfjallaland enn án stiga. Ísland getur því með sigri gegn Wales á þriðjudaginn tekið 2. sæti af Walesverjum, og náð í farseðil í umspil um sæti í A-deildinni. Ef Ísland endar í 3. sæti þarf liðið að fara í umspil við lið úr C-deild, um að halda sæti sínu í B-deildinni. Uppgjör, viðtöl og einkunnagjöf væntanleg hér á Vísi...