Innlent

Engum datt í hug að fjármálafyrirtæki gætu talið fram í evrum

Davíð Oddsson kynnir stýrivaxtahækkun Seðlabankans í dag.
Davíð Oddsson kynnir stýrivaxtahækkun Seðlabankans í dag. MYND/Stöð 2
Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, telur þá ákvörðun Straums-Burðaráss fjárfestingarbanka, að telja fram í evrum í stað krónu óheppilega. Þetta kom fram á Fréttamannafundi vegna stýrivaxtahækkunar Seðlabankans í morgun. Davíð sagði að þegar lögin hafi verið sett um að fyrirtæki gætu gert upp í evrum, þá hafi ekki verið gert ráð fyrir að fjármálafyrirtæki nýttu sér þá heimild. Þau hafi ekki formlega verið undanþegin í lögunum, en engum hafi heldur dottið það í hug að þetta gæti gengið til þeirra. Sérfræðingar óttast að fleiri bankar kunni að fylgja fordæmi Straums, sem gæti veikt stöðu krónunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×