Ráðist á Ísland, ekki Íran 9. apríl 2007 13:28 Gætum farið að sjá þessar þyrlur á íslenskum næturhimni. MYND/AFP Bandarískur háskólaprófessor birti í dag grein á vefsíðu Princeton háskóla í Bandaríkjunum. Í henni leggur hann til að ráðist verði á Ísland í stað Íran og að slík árás geti hagnast öllum, jafnvel Íslendingum. Prófessorinn, sem heitir Uwe E. Reinhardt, tiltekur nokkrar ástæður í grein sinni.Ísland er frábært skotmark þar sem engin hætta er á að skjóta á önnur lönd.Ísland er mikið nær en Íran. Sprengjuflugvélar gætu flogið til Íslands, varpað sprengjum, flugmennirnir haldið áfram til Englands og skroppið á pöbbinn á meðan hinir vingjarnlegur Bretar fylltu á sprengjurnar. Síðan myndu flugmennirnir fljúga til baka og vera komnir heim fyrir kvöldmat.Það sást til skuggalegs manns panta sér gula köku af skuggalegri gengilbeinu. Eflaust ekkert athugavert en einfalt væri að líta á þetta sem alvarlegan atburð sem útheimti sprengjuárásir. Og svona heldur prófessorinn áfram. Næst leggur hann til að Reykjavík verði byggð upp á ný eftir að sprengingunum er lokið og að bandarískum fyrirtækjum verði veittir samningarnir. Þannig sé hægt að auka á góðæri í landinu þar sem peningar myndu streyma inn í landið og atvinnumöguleikar margfaldast - það þyrfti jú að byggja allt upp á nýtt. Einnig kemur Reinhardt inn á möguleikana sem felast í markaðssetningu á stríðinu sjálfu. Stríð við Ísland gæti jafnvel slegið út sjálfa Idol keppnina í áhorfi. Stríðið yrði síðan fjármagnað af Japönum og Kínverjum, rétt eins og þeir hafa fjármagnað stríðsrekstur Bandaríkjamanna í Írak og Afganistan. Lokaorð Reinhardts eru á þessa leið:„Með því að ráðast á Íran eigum við á hættu að gera okkur að fíflum einu sinni enn, rétt eins og þegar við réðumst á Írak. Af hverju taka áhættuna? Árás á Ísland, fjármögnuð með sölu ríkisskuldabréfa myndi (1) nútímavæða Ísland, (2) skapa fjármagn í bandaríska hagkerfinu, (3) sýna fram á hermátt okkar um allan heim og (4) vera ódýrara. Það hagnast allir á þessu." Grein Reinhardts er hægt að sjá hér. Innlent Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira
Bandarískur háskólaprófessor birti í dag grein á vefsíðu Princeton háskóla í Bandaríkjunum. Í henni leggur hann til að ráðist verði á Ísland í stað Íran og að slík árás geti hagnast öllum, jafnvel Íslendingum. Prófessorinn, sem heitir Uwe E. Reinhardt, tiltekur nokkrar ástæður í grein sinni.Ísland er frábært skotmark þar sem engin hætta er á að skjóta á önnur lönd.Ísland er mikið nær en Íran. Sprengjuflugvélar gætu flogið til Íslands, varpað sprengjum, flugmennirnir haldið áfram til Englands og skroppið á pöbbinn á meðan hinir vingjarnlegur Bretar fylltu á sprengjurnar. Síðan myndu flugmennirnir fljúga til baka og vera komnir heim fyrir kvöldmat.Það sást til skuggalegs manns panta sér gula köku af skuggalegri gengilbeinu. Eflaust ekkert athugavert en einfalt væri að líta á þetta sem alvarlegan atburð sem útheimti sprengjuárásir. Og svona heldur prófessorinn áfram. Næst leggur hann til að Reykjavík verði byggð upp á ný eftir að sprengingunum er lokið og að bandarískum fyrirtækjum verði veittir samningarnir. Þannig sé hægt að auka á góðæri í landinu þar sem peningar myndu streyma inn í landið og atvinnumöguleikar margfaldast - það þyrfti jú að byggja allt upp á nýtt. Einnig kemur Reinhardt inn á möguleikana sem felast í markaðssetningu á stríðinu sjálfu. Stríð við Ísland gæti jafnvel slegið út sjálfa Idol keppnina í áhorfi. Stríðið yrði síðan fjármagnað af Japönum og Kínverjum, rétt eins og þeir hafa fjármagnað stríðsrekstur Bandaríkjamanna í Írak og Afganistan. Lokaorð Reinhardts eru á þessa leið:„Með því að ráðast á Íran eigum við á hættu að gera okkur að fíflum einu sinni enn, rétt eins og þegar við réðumst á Írak. Af hverju taka áhættuna? Árás á Ísland, fjármögnuð með sölu ríkisskuldabréfa myndi (1) nútímavæða Ísland, (2) skapa fjármagn í bandaríska hagkerfinu, (3) sýna fram á hermátt okkar um allan heim og (4) vera ódýrara. Það hagnast allir á þessu." Grein Reinhardts er hægt að sjá hér.
Innlent Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira