Erlent

Konur ná toppnum rétt yfir þrítugu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Samkvæmt niðurstöðu rannsóknarinnar er Katie Holmes á hátindi fegurðarinnar. Mynd/ AFP.
Samkvæmt niðurstöðu rannsóknarinnar er Katie Holmes á hátindi fegurðarinnar. Mynd/ AFP.
Konur eru fallegastar þegar þær eru 31. árs gamlar. Þá ná þær hámarki í stíl, sjálfstrausti og glæsilegu útliti, samkvæmt niðurstöðum könnunar sem sagt er frá í Daily Telegraph. Meira en 2000 Bretar af báðum kynjum tóku þátt í rannsókninni. Það er því ljóst að konur á borð við Jennifer Love Hewitt og Katie Holmes mega vel við una því þær eru 31. árs gamlar.

Þegar svarendur í rannsókninni voru spurðir að því hvernig þeir skilgreindu fegurð, sögðu 70% að fegurð væri tengd sjálfstrausti, 67% tengdu það góðu útliti og 47% tengdu það flottum stíl.

„Rannsóknin sýnir það sem við höfum lengi talið. Alvöru fegurð er meira en bara flott útlit. Hún er sambland af sjálfstrausti, stíl og persónuleika," segir Sue Leeson, hjá markaðsfyrirtækinu QVC, sem stendur að baki rannsókninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×