Innlent

Rítalín selt í Draumnum

Karen Dröfn Kjartansdóttir skrifar
Söluturninn Draumurinn á Rauðarárstíg selur lyfseðilsskylda lyfið Rítalín. Fréttastofa Stöðvar 2 sannreyndi þessa fullyrðingu aðstoðarlandslæknis í gær.

Læknar sem til þekkja segja að ólögleg sala á lyfseðilskyldum lyfjum hafi aukist að undanförnu. Helst er um að ræða lyf á borð við concerta og rítalín sem einkum eru notuð af börnum. Áhyggjuefni sé að sumir forledrar sjái sér gróðavon í því að selja lyfin frá börnum sínum til fíkla og segist Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir þekkja dæmi um slíkt. Hann viti meira segja til að hægt sé að nálgast þau í söluturni í Reykjavík.

Fréttastofa vildi sannreyna málið og fékk manneskju með upptökutæki til að fara í söluturninn Drauminn á Rauðarárstíg og biðja um lyfið Rítalín. Þar fékk hún þau svör að lyfið væri ekki til í augnablikinu en kostaði venjulega þúsund krónur. Matthías segist hafa tilkynnt lögreglunni um málið en hún hafi lítið sem ekkert aðhafst.




Tengdar fréttir

Dæmi um að foreldrar selji lyf frá börnum sínum

Dæmi eru um að foreldrar hafi selt rítalín og fleiri lyf frá börnum sínum í ábataskyni. Aðstoðarlandlæknir veit til þess að söluturn í Reykjavík selji lyfseðilsskyld lyf undir borðið og undrast að lögregla láti sig þetta ekki varða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×