Innlent

Kertum fleytt í minningu Hannesar Þórs Helgasonar

Kertum var fleytt í minningu um Hannes.
Kertum var fleytt í minningu um Hannes.

Mörg hundruð manns söfnuðust saman við lækinn í Hafnarfirði í kvöld til að minnast Hannesar Þórs Helgasonar sem myrtur var á heimili sínu fyrir um viku. Andrúmsloftið var tilfinningaþrungið. Kertum var fleytt á lækinn og Flensborgarkórinn söng lög. Fjölskylda Hannesar var meðal viðstaddra og einkenndi mikill samhugur og samkennd þessa minningarstund.

Fjöldi fólks var saman komið við lækinn í Hafnarfirði til að heiðra minningu Hannesar.
Andrúmsloftið var tilfinningaþrungið.
Banamaður Hannesar er enn ófundinn.
Kertum fleytt á lækinn til minningar um Hannes.
Kór Flensborgarskólans söng lög.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×