Boeing 757 farþegaþota á vegum Icelandair nauðlenti á Keflavíkurflugvelli á ellefta tímanum í kvöld. Lendingin heppnaðist vel en vandræðin má rekja til bilunar í stjórnbúnaði. Samkvæmt upplýsingum frá ISAVIA var neyðarástandi lýst yfir og var viðbúnaður mikill.
Allar björgunarsveitir á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu voru annað hvort kallaðar út eða settar í viðbragðsstöðu.
Ekki liggur fyrir hversu margir voru um borð í vélinni en samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu var vélin þéttsetin.
